Allt annað

Birt þann 28. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leitin að tölvuleikjanörd Íslands hafin! – Öflugur leikjapakki í verðlaun

Áttu flott safn af tölvuleikjum eða leikjatölvum?
Áttu Íslands- eða heimsmet í tölvuleik?
Áttu merkilegan safngrip sem tengist tölvuleikjum?
Hefuru spilað tölvuleiki lengur en aðrir?
Hefuru sigrað tölvuleikjakeppni?
Ertu með tölvuleikja-flúr?
Eða hefuru jafnvel hannað þinn eigin tölvuleik?

Leitin að tölvuleikjanörd Íslands er hafin. Sendu okkur póst á netfangið nordnordursins(at)gmail.com með fyrirsögninni Leikjanörd Íslands og segðu okkur hvers vegna þú ættir að vera titlaður/titluð  tölvuleikjanörd Íslands! Fullt nafn, kennitala og símanúmer þarf að fylgja með umsókninni, auk  þess getur þú aukið vinningslíkur þínar ef saga eða mynd flýtur með.

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt!

Sigurvegarinn hlýtur titilinn tölvuleikjanörd Íslands auk þess sem hann fær sjóðheitann leikjapakka frá Gamestöðinni sem inniheldur Grand Theft Auto V, FIFA 14 og Call of Duty: Ghosts.

Umsóknarfrestur rennur út 14. október og er 18 ára aldurstakmark [ekkert aldurstakmark! Aðrir leikir verða í leikjapakkanum ef sigurvegarinn er undir 18 ára aldri].
Nörd Norðursins fer yfir umsóknirnar og velur vinningshafa.

3 leikir

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑