Fréttir

Birt þann 14. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

IGI hittingur 17. október – Fancy Pants fjallar um Zorblobs

Icelandic Gaming Industry (IGI) heldur af og til hittinga þar sem rætt er um ýmislegt sem við kemur íslenskum tölvuleikjaiðnaði. Næsti hittingur IGI verður haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 20:00 og verður umfjöllunarefni kvöldins „Building the Blobs“. Þar mun íslenska leikjafyrirtækið Fancy Pants Global segja frá þróunar- og vinnuferli Zorblobs, nýjasta leik fyrirtækisins, og skoða með gagnrýnum augum hvað gekk vel fyrir sig og hvað hefði betur mátt fara.

Aðgangur er ókeypis og við hvetjum áhugasama til þess að mæta og taka þátt í umræðunni. Hittingurinn verður  á Kaffi Reykjavík (Vesturgötu 2 í Reykjavík) og er hægt að staðfesta komu sína hér á Facebook.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑