Fréttir1

Birt þann 15. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Námskeið fyrir stjörnuáhugamenn

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða reglulega upp á námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun. Tvö námskeið verða haldin á næstunni; krakkanámskeið hins vegar og byrjendanámskeið annars vegar.

Krakkanámskeiðið verður haldið laugardaginn 29. september og mun standa yfir í u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund, eða frá kl. 11:00 til 13:30. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa, 6-9 ára í yngri hópnum og 10-12 ára í þeim eldri. Ef veður leyfir verður boðið upp á stjörnuskoðun að námskeiði loknu og geta þátttakendur mætt með sína eigin sjónauka ef þeir vilja.
Verð: 4.000 kr. fyrir barn og eitt foreldri.

Byrjendanámskeiðið verður svo haldið í Valhúsaskóla dagana 2.-3. október 2012 fyrir 13 ára og eldri. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa  áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Ottó Elíasson, eðlisfræðingur og umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins, Sverrir Guðmundsson, stjörnufræðikennari, ritari Stjörnuskoðunarfélagsins og umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins og Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélagsins og umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins halda fyrirlestra og að loknu námskeiði verður boðið upp á stjörnuskoðun ef veður leyfir.
Verð: 10.000,- kr. fyrir þá sem standa utan Stjörnuskoðunarfélagsins

Undirritaður hefur sjálfur farið á byrjendanámskeiðið og mælir hiklaust með því fyrir byrjendur í stjörnuskoðun.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

BÞJ

Forsíðumynd: Wikimedia Commons/NASA

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑