Fréttir

Birt þann 18. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tropes vs Women in Video Games – Ms. Male Character (4. hluti)

Fyrsti þátturinn í vefseríunni Tropes vs Women in Video Games var settur á netið í mars síðastliðinn. Þættirnir voru fjármagnaðir á Kickstarter og fékk verkefnið gríðarlega athygli – jákvæða og neikvæða. Margir fjárfestu í þessu rannsóknarverkefni á meðan aðrir litu á hana sem ógn við nútíma tölvuleiki (nánar um haturinn hér: TEDxWomen).

Tropes vs Women in Video Games er í umsjón fjölmiðlagagnrýnandans og femínistans Anitu Sarkeesian sem heldur uppi síðunni Feminist Frequency. Þættirnir fjalla um birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum og öðrum vinsælum miðlum og eru margir þekktir tölvuleikir og tölvuleikjapersónur gagnrýndar. Í þáttunum fjallar Anita um hvernig konur eru hlutgerðar og gjarnan sýndar sem hjálparvana og ósjálfstæðar kynverur sem eru algjörlega háðar söghetjunni, sem er nánast alltaf karlkyns.

Sama hvaða skoðun fólk hefur á feminískri nálgun tölvuleikja þá kemur Anita með nokkra góða og gilda punka sem eiga eftir að skapa áhugaverðar umræður í leikjasamfélaginu.

Nýjasta þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan.Smelltu hér til að skoða eldri þætti.

Viðvörun: Inniheldur spilla!

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑