Bíó og TV

Birt þann 28. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nörd Norðursins gefur miða á Charles Bradley: Soul of America

Nörd Norðursins mun gefa nokkra miða á heimildarmyndina Charles Bradley: Soul of America sem verður sýnd í Bíó Paradís föstudagskvöldið 2. ágúst kl. 20:00. Í myndinni er fylgst með soul söngvaranum Charles Bradley sem gaf út sína fyrstu plötu, No Time for Dreaming, 62 ára að aldri. Myndin hefur verið sýnd á fjölda heimildakvikmyndahátíða og alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víðs vegar um heim.

Þeir sem hafa spilað Sleeping Dogs kannast eflaust við röddina hans Charles Bradley, en hann var með 3 lög í leiknum, þ.á.m. The World (Is Going Up In Flames) sem hægt er að hlusta á hér fyrir neðan. Leikurinn endaði á lista okkar nörda yfir bestu tölvuleiki ársins 2012.

Strax að lokinni sýningu verður spiluð soul tónlist í anddyri Bíós Paradísar og tilboð á bjór ásamt því sem plötur Charles Bradley verða til sölu fyrir og eftir sýningu. Nánari upplýsingar um sýningunni má finna hér á Facebook.

Miðarnir verða gefnir á Facebook-síðu Nörd Norðursins!

 

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑