Fréttir

Birt þann 10. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox One [STIKLUR] – Fyrri hluti

>> Seinni hluti

Á kynningunni var fjöldi væntanlegra leikja kynntur. Metal Gear Solid 5: The Phantom Pain var fyrstur í röðinni og gerist leikurinn í opnum heimi sem minnir nokkuð á villta vestrið í Red Dead Redemption. Snake getur klifrað og hoppað á milli bygginga og valið á milli fjölda vopna og farartækja í leiknum.

Í Ryse. Son of Rome fer spilarinn í hlutverk rómversks hershöfðingja sem þarf að kunna að berjast og gefa öðrum skipanir. Leikurinn lítur út fyrir að vera einn af þessum epísku AAA stórleikjum sem spara ekki sprengingarnar eða hasarinn. Í leiknum þarf spilarinn að berjast við fjölda hermanna á svipaðan hátt og þekkist í mörgum hjakk- og höggleikjum á borð við God of War, en auk þess getur spilarinn gefið liðsmönnum skipanir um að ráðast á eða verja sig. Ryse verður brútal leikur og örugglega einn af stærri leikjunum. Leikurinn kemur í verslanir samhliða Xbox One tölvunni í nóvember á þessu ári.

Killer Instinct, sá klassíski og eitursvali bardagaleikur, mun líta dagsins ljós á Xbox One. Leikurinn var frekar lítið kynntur en það verður spennandi að fylgjast með honum.

Sunset Overdrive er óhefðbundinn og litríkur skotleikur sem býður upp á áhugaverða samsetningu af tískutöffurum og skrímslum í opnum leikjaheimi. Í myndbandinu sem sýnt var á E3 var parkour einnig hluti af leiknum, en ekki er ljóst hvort það var eingöngu notað til að skreyta myndbandið eða hvort það sé í raun og veru hluti af leiknum.

Einnig var kafað aðeins dýpra í Forza 5 og ný stikla sýnd úr leiknum. Í Forza 5 kallast ökumaður leiksins “keyrlingur” (Driveatar) sem lærir með tímanum hvernig spilarinn keyrir og hvernig stíll hans er. Þegar spilarinn slekkur á leiknum getur keyrlingurinn keppt á móti öðrum og notar þá sama ökustíl og spilarinn. Forza 5 verður fáanlegur um leið og Xbox One kemur í verslanir í nóvember á þessu ári.

 

>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑