Fréttir

Birt þann 10. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2013: Xbox One kemur í nóvember og mun kosta 429 pund

Ný útgáfa af Xbox 360

Ný Xbox 360 leikjatölva hefur verið hönnuð með Xbox One útlitið í huga. Nýja tölvan er minni og hljóðlátari en eldri gerðir Xbox 360 og fylgir Kinect skynjarinn með tölvunni. Nýja gerðin er komin í verslanir. Með þessu vill Microsoft sýna að þeir ætli að halda áfram að sinna Xbox 360 leikjatölvunni og segja hundruði væntanlegra leikjatitla vera á leiðinni.

Microsoft tilkynnti einnig að á næstunni munu Xbox Live áskrifendur fá tvo ókeypis leiki í hverjum mánuði, þar á meðal Assassin’s Creed 2 og Halo 3.

 

Deila með vinum og Twitch

Í gegnum Xbox One geta spilarar deilt spiluninni með vinum og áhugasömum með því að vista myndbönd sem sýna valda hluta af spiluninni, eða með því að streyma beint á Twitch líkt og þessir gera á íslenska leikjastraumnum.

 

Fleiri vinir og engir MS punktar

Hætt verður að takmarka vinafjölda Xbox Live notenda og verður hægt að vera með jafn marga vini á vinalistanum og spilarar vilja. Einnig mun Microsoft hætta að nota MS punkta og nota raunverulega gjaldmiðla þess í stað.

 

Xbox One kemur í verslanir í nóvember

Tilkynnt var að Xbox One verður fáanleg í verslunum í 21 landi í nóvember næstkomandi. Nýja leikjatölvan mun kosta $499 (60.000 kr.) í Bandaríkjunum, 499 evrur (80.000 kr.) í Evrópu og 429 pund (80.000 kr.) í Bretlandi. Það má því gera ráð fyrir því að Xbox One eigi eftir að kosta í kringum 100.000 kr. hér á landi miðað við núverandi álagningu.

 

Kinect óáberandi

Miðað við að Kinect skynjari fylgi öllum Xbox One var lítið minnst á möguleika þess að nota skynjarann í leikjum. Það var nánast ekkert minnst á græjuna, en það var nóg talað um möguleika hennar til að stjórna Xbox One með radd- eða hreyfistýringum á þessum kynningarfundi Microsoft.

 

>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑