Íslenskt

Birt þann 11. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Svar Wars pöbbquiz í Bíó Paradís í sumar

Svar Wars eru bíómynda pöbbkviss sem haldin verða í Bíó Paradís fimm fimmtudaga í sumar. Kvissin verða haldin ýmist á ensku eða íslensku og öllum er velkomið að taka þátt. Umsjónarmaður Svar Wars er Marvin Lee Dupree. Fyrsta kvissið verður haldið fimmtudaginn 13. júní og hefst kl. 20:00. Þema fyrsta kvöldsins, sem fram fer á íslensku, er költ- og hryllingsmyndir. Ekki missa af bráðskemmtilegum bíómynda pöbbkvissum í allt sumar í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna. Nánari upplýsingar um vinninga og veitingasölu eru hér: Facebook síða Svar Wars.

 

DAGSKRÁ SVAR WARS Í SUMAR

13. júní-  Hrollvekjur og költ-myndir á íslensku
27. júní- Star Wars-pubquiz á ensku
11. júlí- Klassískar Hollywood-myndir á íslensku
25. júlí- Listrænar íslenskar kvikmyndir á íslensku
8. ágúst- Blaxploitation-kvikmyndir á ensku

– Bíó Paradís, fréttatilkynning 11. júní 2013
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑