Birt þann 9. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0PRISM – Persónunjósnir á netinu
PRISM er leynilegur liður bandarisku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) sem veitir ótakmarkaðan aðgang að persónulegum upplýsingum netverja. Frá þessu greindi breska dagblaðið Guardian á dögunum.
Samkvæmt heimildum veitir PRIMS þjóðaröryggisstofnuninni óheftan aðgang að upplýsingum um notendur stærstu veffyrirtækja Bandaríkjanna, þar á meðal eru Facebook, Microsoft, Google, Skype, YouTube og Apple. Fyrirtækin neita að hafa veitt stofnunni upplýsingar um notendur sína.
Ef hugsað er til þess hve miklar upplýsingar þessi stórfyrirtæki geyma um notendur er skuggalegt að hugsa til þess að bandariska þjóðaröryggisstofnunin megi nálgast þau með jafn auðveldum og skipulögðum hætti.
1984 hvað? Watch_Dogs hvað?