Íslenskt

Birt þann 3. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslenskt sprotafyrirtæki býr til tímastoppara

Ert þú ein/n af þeim sem ert alltaf að drukkna í verkefnum og hefur aldrei tíma til að slaka á eða sinna áhugamálunum?

Hugsar þú stundum hvað það væri nú gott að eiga tæki sem gæti stoppað tímann og gefið þér tækifæri til að klára öll verkefni og nýta svo afgangstímann til að leika þér?

Þannig var lífið hjá aðstandendum Ís-Leikja ehf. smáforritahönnuðunum Fidda og Guðnýju. Endalausar hugmyndir að nýjum og nýjum forritum en takmarkaður tími til að vinna í þeim. Allt í einu áttuðu þau sig á því hvað þurfti að gera, í dag er hægt að fá smáforrit fyrir nánast allt, eitt af fáu sem vantaði var smáforrit sem stoppaði tímann!

Þau hófust því handa, lásu bókina Quantum physics for dummies og bjuggu síðan til smáforritið Time Stopper.

Fiddi og Guðný segja að þetta sé allt annað líf eftir að þau bjuggu til tímastopparann. Þau hafi mikið meiri tíma en áður og nái að koma miklu meira í verk því áhyggjur af því hvort það sé nægur tími til að gera hlutina séu liðin tíð. Ein daginn höfðu þau t.d. bæði tíma til að þvo sér um hárið og fara með vinunum á kaffihús, á sama tíma! (Ekki endilega sama manneskjan sem gerði bæði en samt töluvert góður árangur!)

Ís-Leikir ehf. vilja auðvitað að sem flestir geti notið þessa stórkostlega smáforrits og því geta iPhone eigendur sótt það frítt í næstu App Store. Fólk er þó beðið að fara varlega við notkun þess því áhrif tímastopps á alheiminn hefur ekki verið að fullu rannsakað.

Auk þess að vera tímastoppari virkar forritið sem klukka, skeiðklukka, niðurteljari og áminnari. Í því er einnig hægt að skoða tölfræði yfir hve oft tíminn hefur verið stoppaður og hvað klukkan væri, auk dagsetningar, ef hann hefði aldrei verið stoppaður.

Það þarf vonandi ekki að segja neinum að þetta er auðvitað grínforrit (höfundum þess var þó fyrirskipað að setja fyrirvara um það í lýsinguna á því)

Það er hægt að sækja tímastopparann hér.

– Fréttatilkynning, Ís-Leikir

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑