Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Myndasögurýni: Spider-Man: Reign
    Bækur og blöð

    Myndasögurýni: Spider-Man: Reign

    Höf. Nörd Norðursins15. apríl 2013Uppfært:24. maí 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Sagan er skrifuð og myndskreytt af Kaare Andrews, gefin út af Marvel árið 2006 og kom út í fjórum blöðum. Andrews hefur meðal annars unnið við myndasögur á borð við Ultimate X-Men, The Amazing Spider-Man, Incredible Hulk og The Matrix Comics. Hann hefur einnig hannað plötuumslög, leikstýrt tónlistarmyndbandi og leikstýrt mikið af stuttmyndum. Til gamans má geta að árið 2010 gaf Andrews út myndina Altitude og er með mynd í bígerð frá sömu framleiðendum sem færðu okkur myndir á borð við Armageddon, Terminator og Aliens.

    Spider-Man: ReignSagan fylgir okkur 30 ár inn í framtíðina þar sem Peter Parker hefur hætt öllu veggja klifri og hetjudáðum. Í þessari framtíð er engin þörf á hetjum þar sem ofur uppfærðir glæpamenn heyra nú sögunni til. Löggæsla gæti reyndar átt mikinn þátt í þessum skorti á glæpamönnum. Yfirvöldin hafa sett á laggirnar miskunnarlausa lögreglu sem kallast „The Reign“. Þrátt fyrir að heimurinn sé orðinn friðsælli þá var það algjörlega á kostnað frelsi almennings. Parker vinnur núna í blómabúð, en það er skemmtileg kaldhæðni að köngurlóamaðurinn vinni þar.

    Það eru nokkrir hlutir sem gera þessa sögu sérstaka, þar á meðal eru tengslin við útgáfu myndasögunnar Batman: The Dark Knight Returns eftir Frank Miller kom út árið 1986. Andrews bjó meira að segja til karakter í sögunni til heiðurs Frank Miller og Klaus Janson. Hann er ekkert að fara leynt með að saga þeirra félaga er mikill áhrifavaldur á Spider-Man: Reign. The Dark Knight Returns segir frá Bruce Wayne, þá 55 ára gamall, og endurkomu hans sem Batman. Líkt og Hr. Wayne þá kemst Parker í þær aðstæður að hann þarf að grafa upp gamla búninginn.

    Þetta er mjög drungaleg bók, bæði í myndskreytingu og hvernig hún er skrifuð.

    Það er alltaf heillandi að sjá Peter Parker í óvenjulegum aðstæðum, allavega á þann hátt sem brýtur aðeins upp þessa klassísku ímynd sem flestir eru vanir að lesa. Þar sem sagan er 30 ár inn í framtíðina þá hafa vissir krakterar þróast, sumir á frekar frumlegan hátt. Þetta er mjög drungaleg bók, bæði í myndskreytingu og hvernig hún er skrifuð. Það er athyglisverð pæling hvernig heimurinn er settur upp, hvernig hann gæti þróast ef yfirvöld myndu herða tök sín á lög og reglu. Það sem heillar mest við þessa sögu er að hugmyndafræði nútímans sést greinilega í þessari framtíðarsýn Andrews. Myndskreyting er líka frekar ávanabindandi, veit að það er frekar kjánaleg lýsing en það er frekar erfitt að heillast ekki af henni. Húmorinn er frekar kaldhæðinn, oft vel falinn og kemur ekki beint fyrir í tali heldur meira í aðstæðum og umhverfi.

    Spider-Man: Reign hefur fengið misgóða dóma hjá gagnrýnendum þar sem margir telja Andrews vera að herma eftir sögu Frank Miller. Það fer auðvitað algjörlega eftir því hvernig fólk vill líta á þetta. Er Andrews að sækja innblástur eða herma eftir einni af betri sögum sem hefur verið sögð í myndasögum? Það er fyrir hvern og einn að ákveða.

    Þetta er þétt skrifuð, vel teiknuð og mjög áhugaverð lesning sem allir aðdáendur Lóa ættu allavega að gefa tækifæri.

     

    Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
    nemi í fjölmiðlafræði.

     

    bókarýni Helgi Freyr Hafthorsson lói ofurhetjur spider-man Spider-Man: Reign teiknimyndasaga
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: BioShock Infinite
    Næsta færsla Spotify komið til Íslands
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #46 – PlayStation Showcase 2023 og The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom

    1. júní 2023

    Spider-Man sveiflar sér yfir á PC

    23. ágúst 2022

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Spider-Man: Miles Morales – Sama formúla sett í betri búning

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019

    Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? – Temeraire eftir Naomi Novik

    29. september 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.