Fréttir

Birt þann 25. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

DuckTales endurgerð í vinnslu

Flestir NES spilarar ættu að muna eftir gamla góða DuckTales leiknum frá árinu 1989 sem sló heldur betur í gegn.

Leikurinn er byggður á teiknimyndaþáttunum DuckTales (eða Sögur úr Andabæ eins og þættirnir heita á íslensku) og stjórnar spilarinn ríkustu önd Andabæjar, Jóakim Aðalönd, í leit sinni að týndum fjarsjóðum. Í síðustu viku tilkynnti Capcom að HD útgáfa af leiknum væri í vinnslu og verður hann fáanlegur í sumar á vefverslunum Wii U, Xbox Live og PlayStation Network.

Endurgerð leiksins hefur fengið nafnið DuckTales: Remastered og byggir á upprunalega DuckTales leiknum en mun auk þess innihalda nýtt efni eins og ný borð og breyttar hegðanir endakarla. Grafík leiksins verður endurgerð og verður notast við 2,5D, sem er samblanda af tvívíddar og þrívíddar grafík og hefur meðal annars verið notað í leikjum á borð við LittleBig Planet 2. Leikarar og leikkonur úr upprunlegu DuckTales þáttunum munu svo sjá um talsetninguna á nýja leiknum.

Ekki má gleyma tónlistinni, en gamli DuckTales leikurinn inniheldur gullmola eins og „Moon“ og „Amazon“, og verður gaman að sjá og heyra hvernig útkoma endurgerðarinnar heppnast og eflaust margir sem bíða spenntir við að fá að endurupplifa þessa klassík.

Stikla úr DuckTales: Remastered

Heimild: Eurogamer.net

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑