Fréttir1

Birt þann 20. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýtt sýnishorn úr Aaru’s Awakening [MYNDBAND]

Íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games sendi frá nýtt þriggja mínútna sýnishorn í vikunni úr leiknum Aaru’s Awakening, en leikurinn er enn á alpha-stigi. Í myndbandinu fáum við að sjá hvernig leikurinn virkar í grófum dráttum og hvaða valmöguleika hann mun bjóða upp á.

Leikurinn, sem er á Steam Greenlight, virkar eins og þægileg blanda af þrautaleik og pallaleik þar sem spilarinn þarf að vera fljótur að hugsa. Grafík og litir leiksins eru mjög grípandi og eru hreyfimyndirnar í honum framleiddar á gamla mátann, þar sem hver hreyfing er teiknuð á blað, ramma eftir ramma.

Hægt er að lesa nánar um leikinn hér.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑