Fréttir1

Birt þann 2. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslenski leikurinn Aaru’s Awakening á Steam Greenlight

Á föstudaginn kynnti íslenska indí leikjafyrirtækið Lumenox Games leikinn Lumenox: Aaru’s Awakening sem þeir eru að þróa um þessar mundir. Samhliða tilkynningu sendi Lumenox Games frá sér stiklu og niðurhalanlegan leikling (demo) þar sem spilarar geta fengið að prófa tvö borð úr leiknum.

 

Stikla


Hraðskreiður 2D hasar þrautaleikur

Lumenox: Aaru’s Awakening er draumkenndur, hraðskreiður 2D hasar þrautaleikur, sem gerist í epískum heimi sem heitir Lumenox, heimur guða, fantasíu og þjóðsagnakenndra skepna. Útgáfa er áætluð snemma á 1. ársfjórðungi 2013 fyrir PC og Mac, en síðar meir á leikjatölvurnar, Xbox 360, Wii og PlayStation 3.

„Við erum að búa til upplifun sem lætur þér líða vel og tekur þig í draumaveröld, sem færir þig á hærra stig í gegnum innlifun“ segir Ingþór H. Hjálmarsson hönnunarstjóri (Creative Director).

Lögð áhersla á hreyfifrelsi og möguleika spilarans til að verða betri

Lögð er áhersla á hreyfifrelsi og möguleika spilarans til að verða betri í leiknum í hönnun leiksins og lofa Lumenox Games spilurum góðri skemmtun. Í leiknum verður ekki notast við svokallað stigakerfi (level system) heldur mun leikurinn hvetja spilarann til að verða betri í leiknum.

Spilun leiksins gengur út á að klára borð og komast í hringinn í kringum Lumenox heiminn að „Night“ yfirráðasvæðinu og sigra „Night“ guðinn. Sterkasta tól spilarans til að sigra borð leiksins er sál leikjapersónunnar, en henni getur spilarinn skotið út í heiminn (kúla sem skýst um og skoppar þar sem þú miðar) og notað sem gátt fyrir leikjapersónuna þar sem hún getur fært sig hratt á milli staða.

70’s teiknimyndastíll

Listastíllinn er innblásinn af 70’s teiknimyndum sem kvinunarmeistarar (animation) á borð við Ralph Bakshi hafa skapað. Öll kvikun er handgerð ásamt bakgrunnum og kyrrmyndum. Lumenox Games segja að þó að „fortíðin veiti okkur innblástur, þá nýtum við nútímatækni til að færa sterkara lífi í eldra útlit, og endurlitum og fínpússum í tölvu. Nútímatækni leyfir okkur einnig að minnka endurnotkun á sömu hlutum, og er t.d. annað borðið okkar í demoinu níu metra langt listaverk eftir Ágúst Kristinsson. Þessi nálgun gefur okkur ferskt útlit á leikjamarkaðnum og hjálpar okkur að standa út úr á meðal annarra indí leikjaframleiðanda.“

Saga leiksins spilar mikilvægt hlutverk

„Sagan spilar einnig mikilvægt hlutverk í Lumenox: Aaru’s Awakening, þar sem spilarinn fer í gegnum þulin myndbrot á milli borða. Sagan er mikilvægur liður í að færa rétt andrúmsloft og grunnsetja Lumenox heiminn,“ segja þeir hjá Lumenox Games og „segja þannig það má búast við áhugaverðri frásögn með viðsnúningum, spillingu og siðferðisbrotum, sem munu halda spilaranum spenntum, bíðandi eftir útkomunni sem mun hvetja þig áfram til að spila.“

„Dráp í leikjum er heitt málefni meðal okkar í Lumenox. Við viljum að dráp á íbúum Lumenox heimsins sé erfið ákvörðun og ekki ávallt sú besta. Oft á tíðum eru „óvinir“ gagnlegri á lífi heldur en látnir, því þú getur nýtt þá til að ferðast á baki þeirra, þeir ryðja stundum veginn fyrir þér eða halda heiminum á annan hátt í skorðum, sem hjálpar að gera upplifunina um hvort dráp sé æskilegt sterkari. Flestir íbúar Lumenox heimsins eru friðsælir, en oft á tíðum getur daglegt líf hins friðsamlega lífsmáta valdið spilaranum vandræðum. Veri það risastórt kamilljón að veiða flugur með tungunni sem slær þig út af í stað flugunnar, eða veri það hinn fljúgandi pirrandi ljós étari, sem borðar ljóskrafta spilarans, hann vill þér ekkert illt, hann er einfaldlega sár hungraður í ljós!“

Vantar fjármögnun

Lumenox er lítið indí leikjaþróunarteymi, með aðeins 5 manns sem vinna að leiknum í fullu starfi, Aaru’s Awakening er stórtækt verkefni fyrir svona lítið teymi, en hafa fulla trú á því að skila frá sér góðum leik. „Eina sem stendur í vegi okkar er að klára fjármagn okkar. Við teljum okkur þó hafa fundið mögulega lausn á því, en við erum að undirbúa Kickstarter hópfjármögnunarverkefni, þar sem fólk getur aðstoðað við fjármögnun verkefnisins fyrir verðlaun eða umbun, líkt og sá sem styrkir verkefnið um $10 USD fær leikinn í hendurnar þegar hann kemur út. Einnig verður boðið upp á stærri verðlaun eins og boli, áritaðar listabækur í takmörkuðu magni og fleira .“ segir í fréttatilkynningu frá Lumenox.

„Okkur finnst framtíðin björt í indí leikjum, vinsældir hópfjármögnunar vefsíðna eins og Kickstarter, tilvist leikjavéla sem hraðvirkt er að þróa á líkt og Unity, og núna er Valve að gefa út Steam Greenlight, sem leyfir spilurum að velja hvaða leikir fara inn á Steam. Við getum með sanni sagt að það sé gullöld indie leikjaframleiðanda.“ segir Tyrfingur Sigurðsson tæknimaður (Chief Technical Officer).

Leikurinn á Steam Greenlight

Tilkynningardagurinn, 31 ágúst, var engan veginn valinn upp úr þunnu lofti. Daginn áður var Steam Greenlight gefið út, en það er kerfi sem leyfir leikjaþróendum að setja leikinn sinn á til að fá tækifæri að vera á Steam, sem er stærsti dreifingaraðili í heimi á tölvuleikjum í rafrænni lausasölu.

Það þarf að safna „likes“ á leikinn, og þegar þau ná ákveðnu markmiði, þá fær leikurinn að fara inn á Steam.

Við hvetjum lesendur til að gefa Lumenox atkvæði (like) með því að smella HÉR!

 

Textinn er unnin úr fréttatilkynningu sem Lumenox Games sendi frá sér föstudaginn 31. ágúst 2012.
Myndir fengnar frá heimasíðu Lumenox Game.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑