Allt annað

Birt þann 25. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Föstudagssyrpan #27 [TÓNLIST]

Í Föstudagssyrpu vikunnar ætlum við að gerast músíkölsk og bjóða ykkur upp á tónlist. Öll lögin tengjast tölvuleikjum með einum eða öðrum hætti, nema eitt, sem er þó nördalegt fyrir þær sakir að lagið í heild sinni er spilað af tölvum. Jæja, byrjum þá á tónlistarveislunni!

 

Framúrskarandi tónlistarmyndband við lagið Boss Wave eftir Xilent. Það má deila um ágæti lagsins (þó ég fíli það nú alveg), en myndbandið sjálft er ótrúlega skemmtilegt og flott, sérstaklega fyrir okkur leikjanördana.

 

The Turret Anthem! Nokkuð flott lag með skemmtilegu Portal þema. Senan þar sem turret-ið fer að spila á píanóið er æðisleg!

 

Þó gömlu góðu tölvurnar ráði ekki við tölvuleikina í dag að þá eru þær nú bara ansi góðar að spila á hljóðfæri. Hér spilar tölvuhljómsveit lagið Somebody That I Used to Know eftir Gotye.

 

Mario metall!!

 

Endum þessa tónlistarsyrpu á atriði þar sem tveir strákar syngja Super Mario Bros. þemalagið á gamla mátann.

 

Þyrstir þig í fleiri Föstudagssyrpur? Smelltu þá hér!

Eða viltu hlusta á fleiri lög? Þá mælum við klassískum njarðarkjarna eða kubbatónlist!

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑