Bíó og TV

Birt þann 6. ágúst, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Game Tíví hefst á Stöð 2 í september

Þeir Game Tíví bræður, Ólafur Þór og Sverrir Bergmann, hafa fært sig yfir á Stöð 2 og mun fyrsti þátturinn í elleftu seríu af þessum vinsæla tölvuleikjaþætti hefjast í september, samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu þáttanna.

Þættirnir voru áður sýndir á Skjá Einum en þar fjölluðu þeir Ólafur og Sverrir um nýjustu leikina að hverju sinni, væntanlega leiki ásamt því að slá á létta strengi af og til með áskorunum, keppnum og getraunum.

Ekki er vitað hvort þættirnir verði í opinni dagskrá á Stöð 2 líkt og áður, en það verður þó hægt að nálgast upptökur af þáttunum á Visir.is.

Mynd: Game Tíví á Facebook.

BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑