Fréttir1

Birt þann 23. febrúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Stórir hlutir framundan hjá CCP

Íslenska leikjafyrirtækið CCP, sem stendur á bak við mmorpg (massively multiplayer online role-playing game) leikinn EVE Online, hagnaðis um 66 milljónir Bandaríkjadali, eða um 13 milljarða kr, á síðasta ári.

Í dag eru um 400.000 EVE Online áskrifendur og nýr stórleikur í PlayStation 3 – DUST 514 – er væntalegur frá fyrirtækinu síðar á þessu ári, en það má gera ráð fyrir því að hann muni ná miklum vinsældum. Auk þess er verið að opna fyrir EVE Online heiminn í Asíu um þessar mundir og því stefnir allt í að 2012 verði umfangsmesta ár CCP frá upphafi.

Samkvæmt TechCrunch segir framkvæmdastjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, að það komi jafnvel til greina að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkaðinn, en engar ákvarðanir hafa þó verið teknar.

 

Heimild: TechCrunch

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑