Allt annað

Birt þann 1. nóvember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hrekkjavöku Cupcakes

Í tilefni hrekkjavöku ákvað ég að gera hrekkjavöku cupcakes.

Ég notaði uppáhalds uppskriftina mína af gulri köku, en það er svo auðvelt að bæta litum útí til að gera svona rainbow effect. Því miður er ég ekki með neitt af kökudótinu mínu með mér hér í Englandi svo þetta varð ekki eins flott og ég vildi, en hey svona er lífið!

Ég ákvað að hafa bleikan, bláan (kom út meira eins og blágrænn), grænan, fjólubláan og svartan lit og hellti til skiptist úr skálunum í muffins form til að fá litaskiptinguna.

Það er hægt að nota hvaða liti sem er og eins marga eða fá liti og maður vill. Litirnir sem ég notaði eru ekkert sérlega hrekkjavöku-legir en þeir dugðu þó 🙂

Ofaná kökurnar setti ég brætt hvítt súkkulaði, þetta er spes súkkulaði til þess að setja ofaná kökur en ekki venjulegt hvítt súkkulaði. Á sumar skar ég út hvítan eða brúnan (súkkulaði) fondant og setti ofaná og svo dundaði ég mér við að móta ýmsar mis fallegar verur.

Erla Jónasdóttir


Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑