Fréttir

Birt þann 13. október, 2011 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

2

Leikjanördabloggið flytur á Nörd Norðursins

Ég heiti Kristinn og ég safna gömlum tölvuleikjum. Síðastliðin mánuð hef ég verið að halda úti bloggi, sem ég kalla Leikjanördabloggið, þar sem ég skrifa um þetta áhugamál mitt. Leikjanördabloggið hefur fengið léttvægar en góðar móttökur hingað til, en það er auðvitað mjög hvetjandi að skrifa meira þegar maður sér að fólk hefur áhuga á að lesa röflið í manni.

Bjarki, ritstjóri Nörd Norðursins, var einn af þessum fáu sem höfðu gaman af blogginu mínu, og bauð hann mér nú fyrir stuttu að flytja bloggið alfarið yfir á Nörd Norðursins. Mér leist mjög vel á þessa hugmynd af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi mun Leikjanördabloggið eflaust vera meira lesið á Nörd Norðursins heldur en á moggablogginu. Og í öðru lagi þá finnst mér Nörd Norðursins vera mjög skemmtileg og fræðandi síða, og því fagna ég því að fá að taka þátt í uppbyggingu hennar.

Á komandi dögum mun ég setja inn gömlu færslunar af Leikjanördablogginu inn á Nörd Norðursins, og þegar þær eru allar komnar inn mun ég reyna að skrifa alla vegana eina til tvær færslur á viku. Ég vona bara að þið lesendur góðir munið hafa jafn gaman af því að lesa Leikjanördabloggið, og ég hef gaman af því að skrifa það.

Takk fyrir lesturinn!

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:2 Responses to Leikjanördabloggið flytur á Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑