Bækur og blöð

Birt þann 27. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Neo Blek #18 er komið út!

Nýtt blað af íslenska myndasögublaðinu Neo Blek er komið út! Á heimasíðu Neo Bleks er sagt til um innihald blaðsins og skemmtilegur spurningaleikur um Tinna og félaga kynntur.

Blaðið er stúfullt af góðu efni. Skvísurnar, Konráð og Elísabet, Lína, Grýla og Leppalúði og margt fróðlegt í bland.  Þrjár framhaldssögur halda áfram í þessu blaði og ber þá fyrst að nefna góðkunningja allra íslenskra myndasögulesenda þá Sval og Val á valdi Kakkalannanna, svo er það ævintýraþrillerinn Wisher og hið magnþrungna kirkjusögulega 3.Testamentið sem nálgast lokakafla, Einstaklega spennandi fyrir þá sem fylgst hafa með frá byrjun!  Stórskemmtilegur spurningaleikur um þá Tinna og félaga er að finna í blaðinu og flott verðlaun í vinning!!

 

 

 

 

Neo Blek voru meðal þeirra sem tóku þátt í Ókeypis myndasögudeginum sem Nexus hélt hátíðlegan fyrr á árinu. Nýja blaðið má nálgast í Nexus, Bóksölu Stúdenta, Máli og Menningu Laugavegi, Eymundsson Austurstræti og heimasíðu Neo Bleks.

Hér er hægt að skoða brot úr blaðinu.

BÞJ

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑