Retró

Birt þann 17. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tölvuleikjapersóna: Yoshi

Yoshi er karakter sem margir ættu að þekkja, hann hefur komið fram í leikjum framleiddum af Nintendo. Hann kom í fyrsta sinn fram í leiknum Super Mario World (1990) sem var gefinn út á Super Nintendo leikjatölvuna, þar var hann félagi bræðranna Mario og Lugi’s. Seinna varð hann aðalkarakter ýmsra leikja, eins og t.d. Super Mario World 2: Yoshi’s Island. Auk þess hefur hann birst í ýmsum Mario Bros. leikjum þar á meðal Mario Party, Mario Kart og Super Smash Bros.

Nafnið, Yoshi, er mjög algengt í Japönsum nöfnum (t.d. Yshida, Kiyoshi) og kemur hann í ýmsum litum, en algengasti liturinn er grænn.
Samkvæmt Shigeru Miyamoto vildi Nintendo að Mario hefði risaeðlu að félaga alveg síaðn að Super Mario Bros. kom út. Það var hinsvegar ómögulegt á NES leikjatölvuna. Takashi Tezuka, hönnuðr Mario leikjanna, heldur því fram að Yoshi hafi komið til vegna ástríðu Miyamoto á hestamennsku. Það sem það var ómögulegt að láta Mario ferðast á Yoshi í Super Mario Bros. 3, hannaði Tezuka tvær tegundir af búningum til að bæta upp fyrir það, þvottabjörninn og froskinn. Loks þegar Super NES tölvan leit dagsins ljós gat Miyamoto loksins útfært Yoshi í leikjum. Yoshi var mjög vinsæll meðal spilara sem varð til þess að hann varð stjarna leiksins Super Mario World 2: Yoshi’s Island.

Heimild: Wikipedia (wikipedia.com, Yoshi)
Erla Jónasdóttir þýddi

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑