Allt annað

Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

Játning…

Þegar ég var 17 var ég venjulegur unglingur, skrópaði í skólanum, djammaði og reykti sígarettur sem mér tókst að sníkja frá vinum. Ég kynntist strák sem var ári eldri en ég, hann var venjulegur unglingur líka… eða svo hélt ég.

Við vorum rosalega ástfangin og hamingjusöm, gerðum margt og mikið saman, ferðuðumst og djömmuðum og skemmtum okkur mjög vel. Eftir sirka ár ákváðum við að flytja inn saman, allt gekk rosalega vel þangað til einn daginn sem ég ákvað að koma snemma heim úr skólanum. Þegar ég labbaði inn sat hann kófsveittur með hana í fanginu. Ég var orðlaus. Þegar hann tók eftir mér ýtti hann stanslaust á esc, hann henti svo tölvunni frá sér í sófann og stóð upp. Hann virtist mjög sakbitinn á svip svo ég spurði hann í sakleysi mínu hvað hann hefði eiginlega verið að gera og afhverju hann væri svona sveittur. Þarna breyttist lífið mitt. Þessi venjulegi strákur var ekkert svo venjulegur..hann var NÖRD, síðan þá hefur lífið mitt aldrei orðið eins.

Til að byrja með var þetta voða saklaust, hann spilaði við vini sína online eitt og eitt kvöld í viku, svo urðu kvöldin fleiri og á endanum voru vinir hans farnir að koma heim til okkar að lana. Ég hafði alltaf verið svo sjálfstæð og örugg með mig, en það breyttist, strákarnir fóru að nota mig. Þeir sendu mig útí sjoppu að kaupa snakk og gos, sígarettur og kók. Ég var orðin gólftuska, á endanum plötuðu þeir mig til að prófa að spila með þeim, og síðan þá hef ég varla staðið upp frá tölvunni.

Ég kynntist nörda og á endanum varð ég að nörda.
– Nörda

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



One Response to Játning…

Skildu eftir svar

Efst upp ↑