Fréttir1

Birt þann 28. júlí, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Í næsta tölublaði…

Stór hluti af næsta tölublaði Nörd Norðursins verður helgaður kubbatónlist, eða chiptune eins og það heitir á ensku. Í blaðinu verður fjallað almennt um tónlistarstefnuna og við spjöllum við bandarísku tónlistarkonuna ComputeHer og AidBit sem er að stíga sín fyrstu skref í bitatónlistinni hér á landi.

Tölvuleikjaumfjallanir verða á sínum stað og að þessu sinni fjöllum við um Warhammer 40.000: Kill Team, Techno Kitten Adventure og Poopocalypse.

Auk þess hefjum við umfjöllun um fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma, kynnum forritun og gefum spilurum Football Manager nokkur góð ráð í FM-horninu, birtum valdar fréttir Sannleikans, fjöllum um DNA-úrin sem eru búin til úr ansi áhugaverðum hráefnum og margt fleira.

Stefán Valmundsson, Ólafur Waage, Daníel Páll Jóhansson, Jóhann Þórsson, Erla Jónasdóttir, Ívar Örn Jörundsson og Bjarki Þór Jónsson skrifa efni í blaðið að þessu sinni.

Blaðið kemur út þriðjudaginn 2. ágúst.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑