Birt þann 1. október, 2024 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
FM 25 kemur út 26. nóvember
Football Manager 25 mun koma út á heimsvísu þann 26. nóvember næstkomandi á PC, PS5 og Xbox. Xbox og PC útgáfur leiksins verða á aðgengilegar þeim sem hafa Game Pass áskrift.
Nintendo Switch leikjavélin verður ekki skilinn út undan og mun fá Football Manager 25 Touch útgáfu leiksins 3. desember.
Framleiðandinn Sports Interative sagði „að þetta væri búið að vera met ár fyrir seríuna, með yfir 14 milljón leikmenn á öllum þeim stöðum þar sem leikurinn hafi verið fáanlegur, og nýja útgáfa leiksins sem mun keyra á Unity grafíkvélinni, verður stærsta breyting seríunnar í margar kynslóðir.“
Hérna fyrir neðan má sjá fyrstu skjáskotin úr leiknum á PC.
Við höfum því miður ekki fengið að sjá mikið úr leiknum eins og er, myndbandið sem SI og SEGA gáfu út sýndi ekkert úr leiknum sjálfum. En það sem er vitað að hann mun innihalda uppfært viðmót, betri grafík, hreyfingar leikmanna, kvennafótboltann og meira sem á eftir að kynna. Hérna fyrir neðan er það sem á að kynna á næstu vikum úr leiknum.
Sports Interactive lofa að koma með fleiri upplýsingar bráðlega, forpantanir fyrir leikinn eru farnar í loftið á PC/Mac og eiga að byrja fljótlega á leikjavélunum.
FM 25, kemur út 26. nóvember á PC/Mac, PS5 og Xbox Series vélar og stuttu síðar á Nintendo Switch. Farsíma og spjaldtölvu útgáfa leiksins er aftur bara í borði í gegnum Netflix streymisveituna og áskrifendur hennar.
Heimild: Eurogamer