Vafra: Leikjarýni

Sveinn spilar fyrstu 80 mínúturnar í Assassin’s Creed: Valhalla frá Ubisoft. Leikurinn er sá tólfti í seríunni og arftaki Assassin’s Creed Odyssey sem fékk fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá okkur nördunum (lestu leikjarýnina okkar í heild sinni hér). Assassin’s Creed: Valhalla gerist á víkingaöld, nánar tiltekið árið 873, þegar víkingar gera árás á Bretland. Spilarinn stjórnar víkingnum Eivor sem flækist í deilur milli Brotherhood of Assassins og Templar Order. Leikurinn kemur í verslanir 10. nóvember 2020 fyrir PC, PS4, Xbox One, Xbox Series X/S og Stadia. PS5 útgáfa af leiknum er væntanleg 12. nóvember.

Lesa meira

Hvenær víkja þægindi og öryggistilfinning fyrir persónulegt frelsi? Það er spurningin sem er hægt að leiða eftir að hafa spilað nýjasta leikinn í Watch Dogs seríunni. Fyrsti leikurinn kom út árið 2014 og spannaði bæði eldri og nýrri kynslóð leikjavélanna með útgáfu á PS3, PS4 og Xbox 360, Xbox One. Watch Dogs: Legion fylgir sömu leið með að koma út fyrir PS4, PS5 og Xbox One, Xbox Series X/S. Í fyrsta Watch Dogs leiknum var sögusviðið Chicago-borg í Bandaríkjunum þar sem tæknifyrirtækið Blume hafði komið upp eftirlitskerfinu CtOS sem var hluti af öllu lífi borgarbúa og virðist gera töluvert meira…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Astro’s Playroom fylgir frítt með PlayStation 5 leikjatölvunni. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk hins ofurkrúttlega og viðfelldna vélmennis Astro og leiðbeinir honum áfram í gegnum ævintýraheima PlayStation 5 (PS5) leikjatölvunnar. Fjölbreyttir heimar Í Astro’s Playroom er Astro staddur inni í PS5 leikjatölvunni og flakkar á milli fjölbreyttra ævintýraheima sem tengjast vélbúnaði tölvunnar. Leikurinn byrjar í miðverki tölvunnar, CPU Plaza. Þaðan er hægt að ferðast yfir í aðra tækniheima; Cooling Springs (kælibúnaðurinn) þar sem allt er þakið ís og snjó, græna skóga GPU Jungle (skjákortið), rafmagnaðan heim Memory Meadow (minnið) og geimsvæði SSD Speedway (harði diskurinn og gagnaflutningur). Svæðin…

Lesa meira

Vader Immortal er sýndarveruleikaleikur frá árinu 2019 sem byggir á Star Wars söguheiminum fræga. Upphaflega var leikurinn eingöngu gefinn út fyrir Oculus sýndarveruleikabúnaðinn en í ágúst síðastliðnum var hann einnig gerður aðgengilegur fyrir PlayStation VR og miðast þessi gagnrýni við síðarnefndu útgáfuna. Magnaður heimur Leikurinn gerist að mestu í virki Svarthöfða þar sem Svarthöfði er með plön til að ná yfirráðum yfir vetrarbrautinni og heldur spilarinn á lyklinum sem getur frelsað vetrarbrautina – eða tortímt henni. Eftir að hafa tengst sýndarveruleikabúnaðinum og kveikt á leiknum er óhætt að fullyrða að leikurinn nær fljótt að heilla. Þrátt fyrir að PlayStation VR…

Lesa meira

Þrautaleikurinn Superliminal, frá bandaríska indístúdíóinu Pillow Castle, var fyrst gefinn út í nóvember í fyrra og þá eingöngu fyrir PC. Í júlí fékk leikurinn svo uppfærslu fyrir leikjatölvur og var gefinn út fyrir PlayStation 4, Xbox One og Nintendo Switch. Superliminal var um sex ár í framleiðslu og er jafnframt fyrsti fullkláraði leikur fyrirtækisins. Í leiknum stjórnar spilarinn ónefndri persónu sem er þátttakandi í draumameðferð Dr. Glenn Pierce. Snemma í leiknum kemur í ljóst að eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis og festist persónan þín í furðulegum draumaheimi þar sem lögmál raunveruleikans eru ekki algild. Sem dæmi getur þú stækkað og…

Lesa meira

Það er vitað mál að hluti leikjamarkaðarins fær ekki nóg af leikjum í anda Dark Souls og þess vegna koma þannig leikir reglulega út. Mortal Shell er einn slíkur og Cold Symmetry eru ekki að reyna fela hvað hafði áhrif, þvert á móti þá er leikurinn lofgjörð til FromSoftware leikjanna og sérstaklega upprunalega Dark Souls. Þessi fámenni hópur leikjahönnuða nær mjög vel þrúgandi andrúmsloftinu, einkennandi arkitektúrnum og ófyrirgefandi bardagastílnum þannig að Miyazaki sjálfur yrði stoltur. Jafnvel samræðurnar og allar upplýsingar eru algjörlega í lágmarki eða svo mystískar að hálfa væri nóg. Vonandi útskýrir Vaatividya bakgrunn leiksins einhvern tímann fyrir okkur.…

Lesa meira

Þriðju persónu hasar- og ævintýraleikurinn Ghost of Tsushima frá leikjafyrirtækinu Sucker Punch Productions kom í verslanir 17. júlí síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur (exclusive) á PlayStation 4. Útgáfudegi leiksins var frestað um nokkrar vikur sökum COVID-19 en fyrir heimsfaraldurinn var staðfestur útgáfudagur 26. júní (sjá nánar á PlayStation.Blog). Sucker Punch Productions er bandarískt leikjafyrirtæki og er þekkt fyrir Infamous-leikina ásamt fyrstu leikjunum með lævísa þvottabirninum Sly Cooper. Í Ghost of Tsushima stjórnar spilarinn samúræjanum Jin Sakai. á 13. öld. Á japönsku eyjunni Tsushima ríkir ófriður þar sem Mongólar hafa ráðist til atlögu og fara með berserksgang um landið, ræna og…

Lesa meira

Bjarki hefur verið að spila samúræ-leikinn Ghost of Tsushima undanfarna daga. Í þessu myndbandi fer hann yfir sín fyrstu hughrif og segir stuttlega frá leiknum (án spilla). Leikurinn gerist á 13. öld á japönsku eyjunni Tsushima þar sem Mongólar sækjast eftir auknum völdum.

Lesa meira

Þetta er spurning sem ég hef verið að pæla dálítið í eftir að hafa spilað The Last of Us Part II og klárað sögu hans. Það eru sjö ár síðan að The Last of Us kom fyrst út fyrir PlayStation 3 og kynnti okkur fyrir Joel og Ellie og baráttu þeirra í eyðilögðum heimi þar sem að sveppakenndur sjúkdómur Cordyceps Fungus breytir öllum sem sýkjast af honum í stökkbreytt skrímsli. Samband Joels og Ellies í gegnum fyrri leikinn er hjarta hans og nær að tengja þig við aðalpersónur leiksins og erfiða baráttu þeirra í gegnum Bandaríkin, sem er í rústum…

Lesa meira