Vafra: Leikjarýni

Þrautaleikurinn Superliminal, frá bandaríska indístúdíóinu Pillow Castle, var fyrst gefinn út í nóvember í fyrra og þá eingöngu fyrir PC. Í júlí fékk leikurinn svo uppfærslu fyrir leikjatölvur og var gefinn út fyrir PlayStation 4, Xbox One og Nintendo Switch. Superliminal var um sex ár í framleiðslu og er jafnframt fyrsti fullkláraði leikur fyrirtækisins. Í leiknum stjórnar spilarinn ónefndri persónu sem er þátttakandi í draumameðferð Dr. Glenn Pierce. Snemma í leiknum kemur í ljóst að eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis og festist persónan þín í furðulegum draumaheimi þar sem lögmál raunveruleikans eru ekki algild. Sem dæmi getur þú stækkað og…

Lesa meira

Það er vitað mál að hluti leikjamarkaðarins fær ekki nóg af leikjum í anda Dark Souls og þess vegna koma þannig leikir reglulega út. Mortal Shell er einn slíkur og Cold Symmetry eru ekki að reyna fela hvað hafði áhrif, þvert á móti þá er leikurinn lofgjörð til FromSoftware leikjanna og sérstaklega upprunalega Dark Souls. Þessi fámenni hópur leikjahönnuða nær mjög vel þrúgandi andrúmsloftinu, einkennandi arkitektúrnum og ófyrirgefandi bardagastílnum þannig að Miyazaki sjálfur yrði stoltur. Jafnvel samræðurnar og allar upplýsingar eru algjörlega í lágmarki eða svo mystískar að hálfa væri nóg. Vonandi útskýrir Vaatividya bakgrunn leiksins einhvern tímann fyrir okkur.…

Lesa meira

Þriðju persónu hasar- og ævintýraleikurinn Ghost of Tsushima frá leikjafyrirtækinu Sucker Punch Productions kom í verslanir 17. júlí síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur (exclusive) á PlayStation 4. Útgáfudegi leiksins var frestað um nokkrar vikur sökum COVID-19 en fyrir heimsfaraldurinn var staðfestur útgáfudagur 26. júní (sjá nánar á PlayStation.Blog). Sucker Punch Productions er bandarískt leikjafyrirtæki og er þekkt fyrir Infamous-leikina ásamt fyrstu leikjunum með lævísa þvottabirninum Sly Cooper. Í Ghost of Tsushima stjórnar spilarinn samúræjanum Jin Sakai. á 13. öld. Á japönsku eyjunni Tsushima ríkir ófriður þar sem Mongólar hafa ráðist til atlögu og fara með berserksgang um landið, ræna og…

Lesa meira

Bjarki hefur verið að spila samúræ-leikinn Ghost of Tsushima undanfarna daga. Í þessu myndbandi fer hann yfir sín fyrstu hughrif og segir stuttlega frá leiknum (án spilla). Leikurinn gerist á 13. öld á japönsku eyjunni Tsushima þar sem Mongólar sækjast eftir auknum völdum.

Lesa meira

Þetta er spurning sem ég hef verið að pæla dálítið í eftir að hafa spilað The Last of Us Part II og klárað sögu hans. Það eru sjö ár síðan að The Last of Us kom fyrst út fyrir PlayStation 3 og kynnti okkur fyrir Joel og Ellie og baráttu þeirra í eyðilögðum heimi þar sem að sveppakenndur sjúkdómur Cordyceps Fungus breytir öllum sem sýkjast af honum í stökkbreytt skrímsli. Samband Joels og Ellies í gegnum fyrri leikinn er hjarta hans og nær að tengja þig við aðalpersónur leiksins og erfiða baráttu þeirra í gegnum Bandaríkin, sem er í rústum…

Lesa meira

Skyrim, heimili Nord kynstofnsins, hefur reynst útgefandanum Bethesda mikil tekjulind með ótal útgáfum af The Elder Scrolls V: Skyrim á núverandi og eldri leikjavélar. Nú er komið að Skyrim viðbótinni Greymoor fyrir MMO-RPG leikinn The Elder Scrolls Online. Við höfum hérna á Nörd Norðursins fjallað reglulega um ESO og má finna leikjarýni okkar hér, ásamt umfjöllun um Morrowind, Summerset og Elsweyr. Í febrúar á þessu ári kom út smærra niðurhalsefni (DLC) sem heitir Harrowstorms og markar upphafið af því sem Bethesda kallar „Dark Heart of Skyrim“ viðburðinum sem á að spanna allt þetta ár með nýjum viðburðum og efni þegar…

Lesa meira

Undirritaður hefur sjaldan séð framhaldsleik sem fylgir eins mikið formúlu fyrri leiks þrátt fyrir að það hafi verið ansi margir sambærilegir leikir síðustu ár og áratugi. Eftir að hafa lesið aftur gagnrýni mína frá 2017 fyrir upprunalega leikinn Nioh þá finnst mér flest þar passa við þennan líka. Þú sérð meira að segja sömu gömlu svæðin úr fyrri leiknum í nokkrum hliðarverkefnum. Það þýðir ekki að leikurinn sé slæmur bara en ef þú hafðir ekki gaman af fyrri þá gildir það sama hér. Fyrir okkur hina þá er þetta ágætis leikur sem endist vel. Þar sem Nioh 2 er í…

Lesa meira

Fyrir um fjórum árum kom út leikurinn DOOM, eða Doom 2016 eins og hann er oft kallaður til að aðgreina hann frá upprunalega leiknum frá árinu 1993. Sá leikur átti upphaflega að vera Doom 4 en ákvörðun var tekin um að endurræsa leikjaseríuna frá grunni, sem var einmitt það sem serían þurfti á að halda. Nú er komið að framhaldinu, Doom: Eternal, sem lofar enn harðari og blóðugri upplifun. Stóra spurningin er hvernig tókst til og hvort enn sé nóg af blóði í æðum Doom hermannsins til að berjast við alla þessa djöfla? Saga leiksins gerist um tveimur árum eftir…

Lesa meira

Að segja að endalok áralangs samstarfs Hideo Kojima við japanska útgefandann Konami hafi endað illa væri líklega vægt til orða tekið. Eftir ótal leiki sem hlutu góða dóma og seldust vel var Metal Gear Solid V: The Phantom Pain síðasti leikurinn sem Kojima vann að fyrir fyrirtækið, þó var nafnið hans fjarlægt af kynningarefni leiksins stuttu fyrir útgáfu hans. Þegar leikurinn kom út var ljóst að ekki allt í framleiðslu hans hafði gengið upp og innbyrðis átök á milli Konami og Hideo Kojima höfðu sett mark sitt á leikinn og tilfinningu margra að það vantaði hluta af leiknum og honum…

Lesa meira

Nýr FIFA fótboltaleikur er árlegur viðburður og kom sá nýjasti FIFA 20 í verslanir í seinasta mánuði. Nýi leikurinn býður upp á fjölbreyttan fótbolta, allt frá suður-amerískum götubolta yfir í stórleiki meistaradeilda. Fókusinn í FIFA hefur lengi vel verið að bjóða upp á skemmtilega spilun sem er á sama tíma sem næst raunveruleikanum. Tæknin þróast á milli ára og býður sífellt upp á fleiri og flóknari möguleika; snúningsbolta, tæklingar, snertingar og fleira. Sjaldan sjást stórar breytingar milli ára á FIFA-leikjum þar sem mikil áhersla er á fínpússun þar sem litlum hlutum er breytt og öðru bætt við, en beinagrind leiksins…

Lesa meira