Vafra: Leikjarýni
NBA2K21 kom fyrst út á PS4 snemma í september en núna tveimur mánuðum seinna á PS5 og munurinn á grafík er talsverður. Tengt þessu þá halda 2K Sports áfram að sýna fram á að þegar kemur að græðgi þá eru þeir í heimsklassa. Í stað þess að koma með PS4 og PS5 útgáfurnar á sama tíma þá er erfitt að túlka þetta á annan hátt en að þeir vonast eftir að einhverjir harðhausar kaupi sama leikinn tvisvar þ.e.a.s fyrst PS4 útgáfuna á $60 og síðan PS5 útgáfuna á $70 (það er að vísu hægt að kaupa Mamba útgáfuna á $100…
Þessi gagnrýni birtist fyrst í september 2017 á vefnum PSX.is. Fyrirtækið Blooper Team var stofnað árið 2008 í Krakow í Póllandi og er einna þekktast fyrir hryllingsleikinn Layers of Fear og Layers of Fear: Inheritance. Nýjasti leikur þeirra er Cyberpunk hryllingsleikurinn >Observer_ sem kom út nú fyrir stuttu meðal annars á PlayStation 4. Árið er 2084 og eftir banvæna plágu sem hét „Nanophage“ og stríð er heimurinn ekki beint indæll staður að búa á. Flestir hafa leitað í eiturlyf, sýndarveruleika, viðbætta tækni við líkama þeirra eða hvað annað til að dreifa huganum frá vesældinni. Leikmenn fara í fótspor Daniel Lazarski…
Sackboy: A Big Adventure er platformer-leikur í þrívídd sem kom út 12. nóvember síðastliðinn á PlayStation 4 og 19. nóvember á PlayStation 5. Leikurinn byggir á LittleBigPlanet leikjaseríunni en stendur þó utan hennar sem sjálfstæður leikur og flokkast sem svokallað spin-off. Í leiknum fylgir spilarinn Sackboy í gegnum fjölbreytt ævintýri með það að markmiði að bjarga vinum sínum og Craftworld-heiminum frá hinum illræmda Vex. Einfaldlega stórskemmtilegur Mikið gleðiefni er að sjá jafn vandaðan platformer og Sackboy koma á markað samhliða PlayStation 5 leikjatölvunni. Sackboy er í stuttu máli sagt einfaldlega stórskemmtilegur. Spilunin er einföld og mátulega krefjandi en þó þannig…
PlayStation 5 leikjatölvan er nýkomin á markað og er Spider-Man: Miles Morales einn af stóru útgáfuleikjum tölvunnar, en leikurinn er einnig fáanlegur á PS4. Í leiknum kynnumst við Miles Morales sem, líkt og Peter Parker, var bitinn af erfðabreyttri könguló og öðlast svipaða ofurkrafta og Spider-Man. Þessi gagnrýni miðast við PS5 útgáfu leiksins. Miles leysir Peter af Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi Spider-Man. Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi…
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Assassin’s Creed: Valhalla sé tólfti leikurinn í Assassin’s Creed leikjaseríunni en franski útgefandinn Ubisoft kynnti fyrsta leikinn til sögunnar árið 2007. Á þessu tímabili hafa ótal hliðarleikir einnig verið gefnir út og fengið misgóðar viðtökur. Með útgáfu Assassin’s Creed: Origins árið 2017, sem gerður var af Ubisoft Montreal, fékk serían gott spark í rassinn og andlitslyftingu. Leikjaheimarnir urðu stærri og opnari og saga og spilun fjölbreyttari. Það helsta sem vantaði að mati margra aðdáenda leikjanna var aukin áhersla á að geta laumast um, fylgt eftir skotmarkinu þínu og láta til skara skríða…
Sveinn spilar fyrstu 80 mínúturnar í Assassin’s Creed: Valhalla frá Ubisoft. Leikurinn er sá tólfti í seríunni og arftaki Assassin’s Creed Odyssey sem fékk fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá okkur nördunum (lestu leikjarýnina okkar í heild sinni hér). Assassin’s Creed: Valhalla gerist á víkingaöld, nánar tiltekið árið 873, þegar víkingar gera árás á Bretland. Spilarinn stjórnar víkingnum Eivor sem flækist í deilur milli Brotherhood of Assassins og Templar Order. Leikurinn kemur í verslanir 10. nóvember 2020 fyrir PC, PS4, Xbox One, Xbox Series X/S og Stadia. PS5 útgáfa af leiknum er væntanleg 12. nóvember.
Hvenær víkja þægindi og öryggistilfinning fyrir persónulegt frelsi? Það er spurningin sem er hægt að leiða eftir að hafa spilað nýjasta leikinn í Watch Dogs seríunni. Fyrsti leikurinn kom út árið 2014 og spannaði bæði eldri og nýrri kynslóð leikjavélanna með útgáfu á PS3, PS4 og Xbox 360, Xbox One. Watch Dogs: Legion fylgir sömu leið með að koma út fyrir PS4, PS5 og Xbox One, Xbox Series X/S. Í fyrsta Watch Dogs leiknum var sögusviðið Chicago-borg í Bandaríkjunum þar sem tæknifyrirtækið Blume hafði komið upp eftirlitskerfinu CtOS sem var hluti af öllu lífi borgarbúa og virðist gera töluvert meira…
Tölvuleikurinn Astro’s Playroom fylgir frítt með PlayStation 5 leikjatölvunni. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk hins ofurkrúttlega og viðfelldna vélmennis Astro og leiðbeinir honum áfram í gegnum ævintýraheima PlayStation 5 (PS5) leikjatölvunnar. Fjölbreyttir heimar Í Astro’s Playroom er Astro staddur inni í PS5 leikjatölvunni og flakkar á milli fjölbreyttra ævintýraheima sem tengjast vélbúnaði tölvunnar. Leikurinn byrjar í miðverki tölvunnar, CPU Plaza. Þaðan er hægt að ferðast yfir í aðra tækniheima; Cooling Springs (kælibúnaðurinn) þar sem allt er þakið ís og snjó, græna skóga GPU Jungle (skjákortið), rafmagnaðan heim Memory Meadow (minnið) og geimsvæði SSD Speedway (harði diskurinn og gagnaflutningur). Svæðin…
Sveinn hjá Nörd Norðursins spilar fyrsta klukkutímann í Watch Dogs: Legion sem kom út í dag á PC, PlayStation 4, Xbox One og Stadia. Leikurinn mun fá uppfærslu fyrir Xbox Series X/S og PlayStation 5 í nóvember.
Vader Immortal er sýndarveruleikaleikur frá árinu 2019 sem byggir á Star Wars söguheiminum fræga. Upphaflega var leikurinn eingöngu gefinn út fyrir Oculus sýndarveruleikabúnaðinn en í ágúst síðastliðnum var hann einnig gerður aðgengilegur fyrir PlayStation VR og miðast þessi gagnrýni við síðarnefndu útgáfuna. Magnaður heimur Leikurinn gerist að mestu í virki Svarthöfða þar sem Svarthöfði er með plön til að ná yfirráðum yfir vetrarbrautinni og heldur spilarinn á lyklinum sem getur frelsað vetrarbrautina – eða tortímt henni. Eftir að hafa tengst sýndarveruleikabúnaðinum og kveikt á leiknum er óhætt að fullyrða að leikurinn nær fljótt að heilla. Þrátt fyrir að PlayStation VR…