Vafra: Leikjarýni

Bjarki lávarður, Sveinn og Daníel fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja. Nintendo hélt Nintendo Direct kynningu þann 17. febrúar þar sem fyrirtækið fór yfir það sem framundan er fyrir Nintendo Switch. Sveinn fjallar um nýtt System Shock sýnishorn sem var birt á dögunum. Sony héldu State of Play kynningu þar sem farið var yfir það sem væntanlegt er á PlayStation 4 og 5. Fyrirtækið hefur einnig tilkynnt að önnur útgáfa af PSVR sýndarveruleikagræjum er væntanleg fyrir PS5. Um þetta og margt fleira er fjallað um í 23. þætti Leikjavarpsins! Efni þáttar: Nintendo DirectSystem Shock sýnisornPSVR-2 væntanlegt fyrir PS5BlizzcOnlineEA hætta…

Lesa meira

Í ævintýra- og þrautaleiknum TOHU stjórnar spilarinn lítilli stelpu sem getur breytt sér í vélmennið Cubus. Ill vera hefur ráðist á heimabæ stelpunnar og virðast þessi vera eingöngu vilja eyðileggja allt sem á vegi hennar verður. Það er í höndum spilarans að bjarga heiminum frá þessari illu veru með því að safna nauðsynlegum hlutum til að lagfæra það sem veran hefur eyðilagt. Leikurinn er virkilega fallegur og hljóðin í leiknum vel gerð. Gullmolinn eru þó þrautirnar sem eru hæfilega erfiðar – þær ná að halda manni vel við efnið án þess að vera of erfiðar. Stundum koma þó tímapunktar þar…

Lesa meira

Demon’s Souls er endurgerð samnefnds leiks frá 2009 á PS3 og er yfirleitt talinn upprunalegi Souls leikurinn (reyndar er hægt að rekja þá lengra aftur til King’s Field seríunnar enda hafa FromSoftware verið starfandi síðan 1986). Margir hafa beðið með eftirvæntingu að fá að þjást aftur eða algjörlega upp á nýtt og að sjá hvernig eini stórleikurinn sem bara er hannaður fyrir PS5 stendur sig (með fullri virðingu fyrir Astro’s Playroom) Ef þú hefur spilað Dark Souls leik þá er Demon’s Souls nokkuð líkur þeim í spilun en það eru samt hlutir sem aðgreina þá. Ef við tökum erfiðleikastigið sem…

Lesa meira

Eftir um þrettán ára fjarveru frá leikjavélum Microsoft þá snýr Football Manager serían aftur til leiks sem Football Manager Xbox Edition sem kom út fyrir stuttu á Xbox One, Xbox Series X|S leikjavélarnar og Xbox á PC. Síðasta útgáfa þessarar vinsælu útgáfu var Football Manager 2008 fyrir Xbox 360, svo það er talsvert síðan að þessi sería var fáanleg fyrir þá sem kjósa að spila upp í sófa heima fyrir framan sjónvarpið. Það hafa komið út farsíma- og spjaldtölvuútgáfur á hverju ári að auki við útgáfu á Nintendo Switch síðustu þrjú árin. Þeir sem eiga tölvur sem keyra Windows, MacOs…

Lesa meira

Hvað myndi gerast ef að Assassin’s Creed serían frá Ubisoft og The Legend of Zelda frá Nintendo myndu sameinast í einum tölvuleik? Það er ekki ólíklegt að útkoman yrði eitthvað svipað og Immortals: Fenyx Rising. IFR, eins og ég mun nota framvegis í textanum, er leikur sem spratt upp úr vinnu Ubisoft Quebec við AC Odyssey fyrir nokkrum árum síðan. Leikurinn var fyrst kynntur á E3 2019 ráðstefnunni sem Gods and Monsters en fékk ári síðar nafnið Immortals: Fenyx Rising. Ubisoft sagði að breytingin væri til að undirstrika áherslu á Fenyx persónuna sem hetju leiksins en það er líklegt að…

Lesa meira

NBA2K21 kom fyrst út á PS4 snemma í september en núna tveimur mánuðum seinna á PS5 og munurinn á grafík er talsverður. Tengt þessu þá halda 2K Sports áfram að sýna fram á að þegar kemur að græðgi þá eru þeir í heimsklassa. Í stað þess að koma með PS4 og PS5 útgáfurnar á sama tíma þá er erfitt að túlka þetta á annan hátt en að þeir vonast eftir að einhverjir harðhausar kaupi sama leikinn tvisvar þ.e.a.s fyrst PS4 útgáfuna á $60 og síðan PS5 útgáfuna á $70 (það er að vísu hægt að kaupa Mamba útgáfuna á $100…

Lesa meira

Þessi gagnrýni birtist fyrst í september 2017 á vefnum PSX.is. Fyrirtækið Blooper Team var stofnað árið 2008 í Krakow í Póllandi og er einna þekktast fyrir hryllingsleikinn Layers of Fear og Layers of Fear: Inheritance. Nýjasti leikur þeirra er Cyberpunk hryllingsleikurinn >Observer_ sem kom út nú fyrir stuttu meðal annars á PlayStation 4. Árið er 2084 og eftir banvæna plágu sem hét „Nanophage“ og stríð er heimurinn ekki beint indæll staður að búa á. Flestir hafa leitað í eiturlyf, sýndarveruleika, viðbætta tækni við líkama þeirra eða hvað annað til að dreifa huganum frá vesældinni. Leikmenn fara í fótspor Daniel Lazarski…

Lesa meira

Sackboy: A Big Adventure er platformer-leikur í þrívídd sem kom út 12. nóvember síðastliðinn á PlayStation 4 og 19. nóvember á PlayStation 5. Leikurinn byggir á LittleBigPlanet leikjaseríunni en stendur þó utan hennar sem sjálfstæður leikur og flokkast sem svokallað spin-off. Í leiknum fylgir spilarinn Sackboy í gegnum fjölbreytt ævintýri með það að markmiði að bjarga vinum sínum og Craftworld-heiminum frá hinum illræmda Vex. Einfaldlega stórskemmtilegur Mikið gleðiefni er að sjá jafn vandaðan platformer og Sackboy koma á markað samhliða PlayStation 5 leikjatölvunni. Sackboy er í stuttu máli sagt einfaldlega stórskemmtilegur. Spilunin er einföld og mátulega krefjandi en þó þannig…

Lesa meira

PlayStation 5 leikjatölvan er nýkomin á markað og er Spider-Man: Miles Morales einn af stóru útgáfuleikjum tölvunnar, en leikurinn er einnig fáanlegur á PS4. Í leiknum kynnumst við Miles Morales sem, líkt og Peter Parker, var bitinn af erfðabreyttri könguló og öðlast svipaða ofurkrafta og Spider-Man. Þessi gagnrýni miðast við PS5 útgáfu leiksins. Miles leysir Peter af Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi Spider-Man. Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi…

Lesa meira

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Assassin’s Creed: Valhalla sé tólfti leikurinn í Assassin’s Creed leikjaseríunni en franski útgefandinn Ubisoft kynnti fyrsta leikinn til sögunnar árið 2007. Á þessu tímabili hafa ótal hliðarleikir einnig verið gefnir út og fengið misgóðar viðtökur. Með útgáfu Assassin’s Creed: Origins árið 2017, sem gerður var af Ubisoft Montreal, fékk serían gott spark í rassinn og andlitslyftingu. Leikjaheimarnir urðu stærri og opnari og saga og spilun fjölbreyttari. Það helsta sem vantaði að mati margra aðdáenda leikjanna var aukin áhersla á að geta laumast um, fylgt eftir skotmarkinu þínu og láta til skara skríða…

Lesa meira