Vafra: Leikjarýni
eftir Bjarka Þór Jónsson Árið 2007 kom þrautaleikurinn Portal út og náði miklum vinsældum. Nú, fjórum árum síðar, hefur leikjafyrirtækið Valve (Half-Life, Portal, Left 4 Dead) gefið út framhald af leiknum – Portal 2 – sem byrjar þar sem fyrri leikurinn endaði. Söguþráður Í leiknum er haldið áfram með söguna úr fyrri leiknum þar sem þrautir hafa verið hannaðar í tilraunarskyni af tilrauna- og rannsóknarstofunni Aperture Science í þeim tilgangi að rannsaka leiðir og möguleika á þrautalausnum og tækninýjungum. Fyrri Portal leiknum lauk með eyðileggingu á GLaDOS, sem var kaldhæðin og stórhættuleg tölva gædd gervigreind og með einstakan persónuleika.…
– eftir Daníel Pál Jóhannsson Árið 1992 gaf framleiðandinn Midway út tölvuleik sem hét því frumlega nafni Mortal Kombat. Leikurinn var gefinn út á spilakössum sem svar Midway við leiknum Street Fighter II frá Capcom. Vinsældir Mortal Kombat komu varla á óvart því þarna var kominn þvílíkur bardagaleikur með góðan söguþráð og gott bardagakerfi. Ári síðar hófu Midway að gefa út Mortal Kombat á leikjatölvur til að auka markaðshlutfall sitt. Þeir gáfu Mortal Kombat leikinn út fyrir Sega Mega Drive/Sega Genesis árið 1993 en þar sem það voru miklar hömlur á hvað innihald tölvuleikja á þessari vél mátti vera, þurftu…
eftir Bjarka Þór Jónsson PewPewPewPewPewPewPewPewPew er tveggja manna tölvuleikur sem nýlega var gefinn út af óháða tölvuleikjafyrirtækinu Incredible Ape þar sem eru einungis tveir starfsmenn; annar sér um forritun og hinn um útlitið. Í leiknum stjórna spilararnir manni í geimbúningi gæddum þotubagga (e. jetpack) og geislabyssu. Maðurinn færist sjálfkrafa frá vinstri til hægri í gegnum leikinn og þurfa spilarar að nota þotubaggan og byssuna til að forðast hindranir og eyða óvinum sem á vegi hans verða. Það er ekki einungis titill leiksins sem vekur áhuga og forvitni, heldur einnig stjórnun hans. Spilarar nota hvorn sinn hljóðnemann í stað hefðbundinna stjórntækja.…
eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) Hugmynd fæðist Við sofum. Okkur dreymir. En hvert fara draumarnir þegar við vöknum? Samkvæmt Media Molecule þá fara allir draumar og hugmyndir okkar á sama stað. Þeir ákváðu því að búa til leik um þennann heim, þar sem allt safnast saman. Sá leikur heitir LittleBig Planet (LBP). Fyrsti LittleBig Planet leikurinn kom út í 3. nóvember 2008 í Evrópu og hefur selst í 4.5 milljónum eintaka hingað til. Þessi grein fjallar aðallega um nýjustu útgáfuna sem heitir því frumlega nafni LittleBig…
eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) MotorStorm: Apocalypse kom út í Evrópu 16. mars 2011, framleiddur af Evolution Studios og gefinn út af Sony. Leikurinn er fjórði leikurinn í MotorStorm seríunni, en hann er óbeint framhald af fyrri leikjum. MotorStorm snýst um hröð farartæki, en hann inniheldur mótorhjól, fjórhjól og öfluga bíla. Farartækin eru sett á svakalegar keppnisbrautir, sem eru síbreytilegar, þar sem spilarinn keppir við allt að 15 andstæðinga í einu. Leikurinn gerist í ónefndri borg, kölluð Borgin, á vestur-strönd Bandaríkjanna. Gríðarlegar náttúruhamfarir hafa riðið yfir…