eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) MotorStorm: Apocalypse kom út í Evrópu 16. mars 2011, framleiddur af Evolution Studios og gefinn út af Sony. Leikurinn er fjórði leikurinn í MotorStorm seríunni, en hann er óbeint framhald af fyrri leikjum. MotorStorm snýst um hröð farartæki, en hann inniheldur mótorhjól, fjórhjól og öfluga bíla. Farartækin eru sett á svakalegar keppnisbrautir, sem eru síbreytilegar, þar sem spilarinn keppir við allt að 15 andstæðinga í einu. Leikurinn gerist í ónefndri borg, kölluð Borgin, á vestur-strönd Bandaríkjanna. Gríðarlegar náttúruhamfarir hafa riðið yfir…
Lesa meira