Vafra: Leikjarýni

Landnáma (einnig ritað Landnama) er nýr taktískur indíleikur frá þýska tölvuleikjafyrirtækinu Sonderland. Titill leiksins hljómar eflaust kunnuglega í eyrum margra þar sem leikurinn ber sama heiti og ein elsta heimild um landnám Íslands. Nafnið á vel við þar sem markmiðið í leiknum er einmitt að skipuleggja ferðir landnema um Ísland. Það getur þó reynst erfitt þar sem kaldir og erfiðir vetrarmánuðir geta haft örlagaríkar afleiðingar og geta jafnvel komið í veg fyrir að þú náir að nema land. Og þá er það stóra spurningin – hefur þú það sem þarf til að nafn þitt endi í Landnámu? Fallegt stafrænt borðspil…

Lesa meira

Bethesda og ZeniMax Online Studios hafa gefið út nýja viðbót fyrir MMORPG leikinn The Elder Scrolls Online (ESO) sem ber heitið Gold Road. Viðbótin kom út fyrir stuttu á PC ogMac og verður fáanleg fyrir leikjavélar Sony og Microsoft síðar í þessum mánuði. Það verða ný svæði til að kanna í ESO: Gold Road; Hægt er að kanna aðra þekkta staði úr Oblivion eins og Anvil og Kvatch sem margir leikmenn ættu að kannast vel við. Það er nýtt 12 manna prófun (trial), Lucent Citadel þar sem leikmenn þurfa að vinna saman og kanna gleymda Daedric dýflissu innan heims Fargrave…

Lesa meira

Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017 og var þróaður og gefinn út af Ninja Theory. Á þeim tíma þá var Ninja Theory sjálfstætt fyrirtæki og gaf út leikinn sinn á bæði PS4, Xbox One, Xbox Series X/S og jafnvel Nintendo Switch. Núna eru þeir í eigu Microsoft (sem gerir mann áhyggjufullan um framtíð þeirra í ljósi nýlegra frétta um uppsagnir) þannig að leikurinn kemur bara út á PC og Xbox Series X/S til að byrja með. Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017…

Lesa meira

Eftir nær fjögurra ára bið þá er FFVII Rebirth loks lentur. Saga uppáhalds emo gaursins okkar Cloud með stóra sverðið heldur áfram og núna tekur við hinn stóri heimur utan Midgar. Leikjaheimurinn í Rebirth hoppar því um stærðargráðu eins og við var búist, enda fer hópurinn á marga nýja staði og hittir fullt af nýjum karakterum. Það er magnað að hugsa til þess að þetta er bara annar hluti af þríleik en vonandi verður ekki eins langt á milli leikjanna næst. Strax frá byrjun er greinilegt að það er mikið lagt í þennan leik og FFVII lið Square Enix hefur…

Lesa meira

Árið 1987 kom út blóðug og umdeild hasar- og vísindaskáldsögu mynd sem hét RoboCop og var leikstýrð af Paul Verhoeven. Hann leikstýrði einnig Total Recall, Starship Troopers, Basic Instinct og Black Book. Í fyrstu virkaði þetta bara sem enn ein hasarmyndin sem skyldi lítið eftir sig, með tímanum jukust vinsældir hennar og fólk byrjaði að sjá meira í henni en bara hefðbundna hasarmynd, en dag er RoboCop nafnið vel þekkt. Í myndinni var skoðað hvað það er að vera mennskur, græðgi fyrirtækja á kostnað almennings, spilling, einkavæðing löggæslunnar og ádeila á stefnu Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna, á þeim tíma þar…

Lesa meira

Football Manager leikjaserían er fótboltaunnendum vel kunnug og er FM 24 sá tuttugasti frá Sports Interactive síðan að Championship Manager serían leið undir lok. Við hjá Nördinum höfum fjallað um leikina síðustu árin, bæði á PC og síðan leikjavélum Microsoft og Sony. Hérna má lesa okkar umfjallanir um þá leiki FM19 FM21 Xbox Edition FM22 FM23 og FM23 console Hvað er nýtt í FM 24? Hegðun, kaup og sölur leikmanna ásamt breytingu á spilun eins og aukaspyrnur og horn er það helsta sem stendur upp úr þetta árið. Hægt er að halda áfram með FM 23 vistun í FM 24…

Lesa meira

Í kringum árið 1200 f. kr á bronsöldinni þá er Egyptaland í vanda. Faraóinn Merneptah þarf að velja hver mun taka við af honum og leiða landið í gegnum þá erfiðu tíma sem fram undan eru. Þeir sem berjast um að taka við af honum eru: Ramesses III eða „stríðs Faraóinn“, er einn af bestu herforingjum Egyptalands og vill skáka Ramesses II nafna sínum á alla vegu.Seti er útnefndur arftaki Merneptah. Verst að hann er bilaður og miskunnarlaus og sér lítinn tilgang í pólitískum leikjum.Tausret eiginkona Seti sem er jafn metnaðarfull og hann ef ekki meira. Hún er oft vanmetinn…

Lesa meira

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það séu liðin 15 ár síðan að fyrsti Assassin’s Creed leikurinn kom út frá Ubisoft. AC: Mirage er þrettándi leikurinn í seríunni og sá fyrsti í þrjú ár eða síðan að AC: Valhalla kom út. Þessi nýjasti leikur byrjaði einmitt líf sitt sem aukaefni fyrir þann leik. Áður höfðu komin út aukapakkarnir; Wrath of the Druids, The Siege of Paris og síðan Dawn of Ragnarök. Þessar viðbætur við AC: Valhalla stækkuðu söguheiminn ásamt að kafa dýpra í baksögu margra aðalpersóna leiksins Eivör, Sigurð fóstbróður hennar og Basim Ibn Is’haq sem hann kynntist…

Lesa meira

Ubisoft hefur lært af Crew 2 og afraksturinn er ansi góð skemmtun í Crew Motorfest. Margt af því sem truflaði mann í Crew 2 er núna betrumbætt. Nokkur dæmi: Meiri áhersla á bíla heldur en báta og flugvélar enda liggur áhugi fólks frekar þar. Ekki verið að neyða fólk í að fljúga og sigla ef það vill það ekki.Að því sögðu þá hefur stýring báta og flugvéla verið bætt að miklu leyti og mun skemmtilegra en áður.Mun færri hindranir í keppnum þ.e.a.s. hlutir sem snarstöðva mann eins og grjót og skilti. Núna hægja hlutir eins og grjóthleðsla aðeins á manni…

Lesa meira

Frá örófi alda hefur maðurinn horft upp til himinsins og íhugað hvað sé eiginlega þarna? Með tilkomu rökrænnar hugsunar, heimspeki, vísinda og fleira byrjaði mannkynið að skoða stjörnurnar nánar og hugsa hvort við værum ein í heiminum eða hvort fjarlægar plánetur gætu geymt líf og/eða önnur leyndarmál. Við erum því miður talsvert frá því að kanna nálægar stjörnur í kringum okkar eigin sólkerfi og þar í kring, en þangað til höfum við bækur, kvikmyndir og tölvuleiki til að leyfa ímyndunarafli okkar lausum hala á meðan. Tölvuleikurinn Starfield er að sögn framleiðenda, Bethesda Softworks, búinn að vera um 10 ár í…

Lesa meira