Vafra: Leikjarýni
Football Manager leikjaserían er fótboltaunnendum vel kunnug og er FM 24 sá tuttugasti frá Sports Interactive síðan að Championship Manager serían leið undir lok. Við hjá Nördinum höfum fjallað um leikina síðustu árin, bæði á PC og síðan leikjavélum Microsoft og Sony. Hérna má lesa okkar umfjallanir um þá leiki FM19 FM21 Xbox Edition FM22 FM23 og FM23 console Hvað er nýtt í FM 24? Hegðun, kaup og sölur leikmanna ásamt breytingu á spilun eins og aukaspyrnur og horn er það helsta sem stendur upp úr þetta árið. Hægt er að halda áfram með FM 23 vistun í FM 24…
Í kringum árið 1200 f. kr á bronsöldinni þá er Egyptaland í vanda. Faraóinn Merneptah þarf að velja hver mun taka við af honum og leiða landið í gegnum þá erfiðu tíma sem fram undan eru. Þeir sem berjast um að taka við af honum eru: Ramesses III eða „stríðs Faraóinn“, er einn af bestu herforingjum Egyptalands og vill skáka Ramesses II nafna sínum á alla vegu.Seti er útnefndur arftaki Merneptah. Verst að hann er bilaður og miskunnarlaus og sér lítinn tilgang í pólitískum leikjum.Tausret eiginkona Seti sem er jafn metnaðarfull og hann ef ekki meira. Hún er oft vanmetinn…
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það séu liðin 15 ár síðan að fyrsti Assassin’s Creed leikurinn kom út frá Ubisoft. AC: Mirage er þrettándi leikurinn í seríunni og sá fyrsti í þrjú ár eða síðan að AC: Valhalla kom út. Þessi nýjasti leikur byrjaði einmitt líf sitt sem aukaefni fyrir þann leik. Áður höfðu komin út aukapakkarnir; Wrath of the Druids, The Siege of Paris og síðan Dawn of Ragnarök. Þessar viðbætur við AC: Valhalla stækkuðu söguheiminn ásamt að kafa dýpra í baksögu margra aðalpersóna leiksins Eivör, Sigurð fóstbróður hennar og Basim Ibn Is’haq sem hann kynntist…
Ubisoft hefur lært af Crew 2 og afraksturinn er ansi góð skemmtun í Crew Motorfest. Margt af því sem truflaði mann í Crew 2 er núna betrumbætt. Nokkur dæmi: Meiri áhersla á bíla heldur en báta og flugvélar enda liggur áhugi fólks frekar þar. Ekki verið að neyða fólk í að fljúga og sigla ef það vill það ekki.Að því sögðu þá hefur stýring báta og flugvéla verið bætt að miklu leyti og mun skemmtilegra en áður.Mun færri hindranir í keppnum þ.e.a.s. hlutir sem snarstöðva mann eins og grjót og skilti. Núna hægja hlutir eins og grjóthleðsla aðeins á manni…
Frá örófi alda hefur maðurinn horft upp til himinsins og íhugað hvað sé eiginlega þarna? Með tilkomu rökrænnar hugsunar, heimspeki, vísinda og fleira byrjaði mannkynið að skoða stjörnurnar nánar og hugsa hvort við værum ein í heiminum eða hvort fjarlægar plánetur gætu geymt líf og/eða önnur leyndarmál. Við erum því miður talsvert frá því að kanna nálægar stjörnur í kringum okkar eigin sólkerfi og þar í kring, en þangað til höfum við bækur, kvikmyndir og tölvuleiki til að leyfa ímyndunarafli okkar lausum hala á meðan. Tölvuleikurinn Starfield er að sögn framleiðenda, Bethesda Softworks, búinn að vera um 10 ár í…
Leikjarisinn Sony heldur áfram að gefa út stóra PlayStation leiki á PC vélar þar sem en fleiri geta upplifað þá. Við höfum áður fjallað um Spider-Man leikina, The Last of Us Part 1, Uncharted safnið, einnig má nefna leiki eins og Days Gone, Death Stranding, Journey og aðra sem eru einnig til á PC í dag. Að mestu hafa þessar útgáfur komið vel út og gert góða leiki enn betri og kynnt þá fyrir fólki sem spilar vanalega ekki á leikjavélum Sony. Það er líklega The Last of Us Part 1 sem helst má nefna sem útgáfu sem hefði verið…
Í síðustu viku kom út nýjasta viðbótin fyrir MMORPG leikinn The Elder Scrolls Online (ESO). Pakkinn kallast Necrom og gerist á Telvanni landsvæðinu undan ströndum Vvardenfell þar sem Morrowind gerist. Einnig gerist hluti ævintýrsins í heimi guðsins Hermaeus Mora, Apocrypha. Í ESO: Necrom heldur sagan áfram úr Shadow over Morrowind sem hefur verið í gangi í þó nokkurn tíma. Hér er kafað dýpra í Telvanni húsið sem er eitt af því sterkasta í Morrowind og ræður yfir hluta Vvardenfell og Telvanni skaganum. Þeir neituðu að ganga til liðs við Ebonheart sem er einn af þremur hópum sem leikmenn geta valið…
Lengi hefur þótt erfitt að færa herkænskuleiki (RTS) frá PC tölvum yfir á leikjavélarnar. Mörg fyrirtæki hafa reynt það í gegnum árin en fæst hafa náð góðum árangri. Þó eru til undantekningar eins og Halo Wars á Xbox 360, SimCity á SNES, Lord of The Rings: The Battle For Middle Earth 2 á Xbox 360 og The Outfit á sömu leikjavél og kom út árið 2006 og var gerður af Relic. Relic Entertainment er þekkt nafn í herkænskuleikjum með seríur á borð við Homeworld, Warhammer 40K Dawn of War, Age of Empires IV og síðan Company of Heroes leikina. Company…
The Last of Us er einn af þekktustu og vinsælustu leikjum sem hefur komið út á Playstation. Upprunalega kom leikurinn út á PlayStation 3 árið 2013 og fagnar því 10 ára afmæli sínu. Leikurinn fékk svo Remaster útgáfu fyrir PS4 ári síðar. Í september síðasta ára kom út endurgerð útgáfa The Last of Us Part I á PS5 með þeirri tækni sem hafði verið notuð í The Last of Us Part 2 ásamt öðrum leikjum Naughty Dog fyrirtækisins. Ólíkt Remaster útgáfunni á PS4, sem var betrumbætt útgáfa sem keyrði á betri rammahraða (fps) og hærri upplausn, þá er þessi nýja…
The Outer Worlds kom út árið 2019 og fékk fína dóma almennt og var annar vel heppnaður RPG leikur frá Obsidian Entertainment, sem höfðu hingað til verið þekktir fyrir vinnu þeirra að leikjum eins og, Fallout New Vegas, Alpha Protocol, Star Wars: Knights of the Old Republic II ofl leikja. The Outer Worlds 2 er í vinnslu og hefur nú þegar verið staðfestur af Microsoft og Obsidian, hann er þó eitthvað talsvert í burtu svo í millitíðinni fáum við The Outer Worlds: Spacer’s Choice Edition frá Obsidian og útgefandanum Private Division. Þessi útgáfa leiksins inniheldur DLC aukapakkana, Murder on Eridanos…