Vafra: Leikjarýni

Í indí leiknum Rainbow Rapture! (fyrir Windows Phone 7 og Xbox 360) stjórnar spilarinn litlu sætu skýi sem svífur um borgir og sveitir með litríkan regnbogahala á eftir sér. Skýið hefur aðeins eitt markmið í huga: AÐ EYÐA MANNKYNINU! Í leiknum þarf spilarinn að viðhalda regnbogahalanum (sem er líf spilarans) sem minnkar hægt og rólega. Til að viðhalda eða stækka halann þarf skýið að a) drepa fólk, b) framkvæma stór stökk eða c) ná aukahlutum. Þegar regnbogahalinn hverfur deyr skýið og leiknum líkur. Það eru þrír aukahlutir í leiknum sem gefa skýinu misjafna aukakrafta sem endast aðeins í örstuttan tíma,…

Lesa meira

Árið 1994 gaf tölvuleikjaútgefandinn Bethesda Softworks frá sér tölvuleik að nafni The Elder Scrolls: Arena. Leikurinn átti í fyrstu erfitt uppdráttar því kaupendur gerðu sér ekki grein fyrir gæðum hans þar sem Bethesda hafði upp að þessu verið þekkt sem lítil íþróttaleikjaútgáfa og þótti þetta því frekar óvenjulegt skref, að fara yfir í þessakonar leik. Hægt og rólega fór þó orðrómur að berast út um gæði leiksins og hann byrjaði að fá þá viðurkenningu sem hann átti skilið.  Frá þeim degi hafa verið gefnir út fjórir aðrir leikir í Elder Scrolls seríunni, og vinsældir leikjanna vaxa með hverjum nýjum leik.…

Lesa meira

Dark Souls (PS3) er einstakur hlutverkaleikur (action RPG) sem gerist í óvinveittum og þrúgandi en fjölbreytilegum ævintýraheimi þar sem hættur leynast við nánast hvert fótspor. Dark Souls og forverinn, Demon’s Souls, eru þekktir fyrir það að vera erfiðir en vandaðir leikir og ólíkir öllu öðru sem er á markaðinum í dag. Þeir eru einnig dæmi um japanska leiki sem hafa farið yfir til vestur heims með góðum árangri. SPILUN Að mörgu leyti er þetta eins og hefðbundinn hlutverkaleikur en blandað er saman tæknilegri getu nútímaleikja við erfiðleikastig eldri leikja sem er í andstæðu við þróun sambærilegra leikja í dag sem…

Lesa meira

Leikurinn er framleiddur af Rocksteady Studios og byggir á magnþrungnu og dimmu umhverfi forverans, Batman: Arkham Asylum, sem setur spilarann í hörkuna sem er í Arkham City, „heimili“ fanga sem ættu að vera í hámarks öryggisfangelsi. Þar eru hýstir helstu hrottar, mafíósar og illmenni Gotham City. Batman: Arkham City skilar upplifuninni að vera Batman með góðum og djúpum söguþræði, stórum götubardögum, spennandi laumuspili, marghliða kerfi til að safna og kanna sönnunargögn, epískum ofur-illmennum og óvæntri innsýn inn í hugarheim Batman. Spilaðu sem Catwoman Catwoman er spilanleg persóna í Batman: Arkham City og hefur hún sinn eiginn söguþráð sem er…

Lesa meira

Þegar buddan tekur að léttast þurfa leikjanördarnir stundum að sækja í eitthvað gamalt og gott sem hefur fallið í verði eða sem hægt er að gera skipti á. Það góða er að þrátt fyrir að grafíkin og tæknin á bak við leikina hafi tekið stökk á sumum sviðum (t.d. andlit í LA Noire) þá eru margir leikir ennþá mjög frambærilegir þrátt fyrir að  þeir séu orðnir 1-4 ára gamlir. Sérstaklega núna þegar PS3 og Xbox360 eru að fara á eftirlaun bráðlega. Þetta er semsagt ný gagnrýni fyrir nýspilaðan gamlan leik sem tekur mið af því hvað þykir flott og gott…

Lesa meira

26. ágúst síðastliðinn kom loksins út hinn nýi Deus Ex leikur sem margir hafa beðið óralengi eftir. Leikurinn er hannaður af Eidos Montreal, en upprunalegi Deus Ex, sem telst enn þann dag í dag vera einn af  brautryðjendum tölvuleikjaheimsins, var einmitt gefin út af Eidos á sínum tíma. En það voru þó leikjahönnuðirnir hjá Ion Storm sem stóðu á bakvið það meistaraverk. Deus Ex: Human Revolution hefur því vægast sagt stór spor að feta í. Í framtíðar heimi þar sem allt virðist vera að fara á annan endann beinast augu flestra að stærsta deilumáli samtímans, vélrænar uppfærslur á mannslíkamanum. Með…

Lesa meira

Warhammer 40.000: Space Marine kom í verslanir 6. september síðastliðinn og gerist í hinum geysivinsæla Warhammer 40.000 heimi sem breski spilaframleiðandinn Games Workshop skapaði. Tölvuleikurinn spilast ekki eins og hernaðarspilið Warhammer 40.000, sem er spilað með fígúrum, teningum og öflugu ímyndunarafli, heldur sem þriðju persónu hjakk-og-högg (hack and slash) skotleikur. Sagan Óteljandi orkar hafa ráðist á Imperial Forge World, sem er risavaxin verksmiðja þar sem vopn eru framleidd í varnarskyni fyrir mannkynið. Örlög mannkynsins liggja í höndum spilarans sem spilar sem geimhermaðurinn Titus sem verður að verja verksmiðjuna gegn árásum orka og annara illmenna. Sagan er knúin áfram með stuttum…

Lesa meira

Hver kannast ekki við að spila leik sem virðist vera ansi óspennandi – nema keyptir séu nokkrir aukapakkar sem kosta svipaða upphæð og leikurinn sjálfur? Þessu kynntist ég persónulega í Mafía 2, þar sem mér þótti leikurinn aaaalltof stuttur en gat keypt mér aukapakka um leið og ég var búinn með leikinn. Sem ég gerði ekki, það var búið að svindla nóg á mér! Í dag er fjöldi leikja sem byggir mikið upp á DLC efni. DLC stendur fyrir downloadable content, eða niðurhalanlegt efni, sem er aukaefni fyrir leikinn sem spilarinn þarf í lang flestum tilfellum að borga fyrir. Í…

Lesa meira

Hvað einkennir harða nagla?  Er það að láta aldrei tala niður til sín, láta ekkert stöðva sig, hafa alltaf trú á sjálfum sér og fylgja sínum markmiðum til hins ýtrasta? Er það að fara eins langt og fara þarf til að ná sínu fram? Eða er það að drepa eins marga gríska guði og hægt er að koma höndum á? Sama hvað það er þá á allt þetta við eina persónu, Kratos, og hér er hann kominn enn á ný og er aftur reiðubúinn að fara til heljar og til baka til að fá sínu framgengt. God of War serían…

Lesa meira

EA Sports eru hvað þekktastir fyrir FIFA leikina hér á landi en fyrirtækið býður upp á fjölda annarra íþróttaleikja. NHL íshokkíserían er þar á meðal en NHL 12 sem kom út þann 9. september 2011 er sá nýjast í röðinni. Íslendingar virðast yfir höfuð ekki vera að missa sig yfir íþróttinni sem hefur gjarnan fallið í skugga gífurlegra vinsælda fótbolta- og körfuboltaleikja. En er eitthvað varið í leik um íþrótt sem maður hefur ekki hundsvit á? Stutta svarið er: Já! Valmöguleikar Líkt og í mörgum öðrum stór leikjum (NHL leikirnir flokkast sem stór leikjasería þó hún sé ekki mjög…

Lesa meira