Vafra: Leikjarýni

26. ágúst síðastliðinn kom loksins út hinn nýi Deus Ex leikur sem margir hafa beðið óralengi eftir. Leikurinn er hannaður af Eidos Montreal, en upprunalegi Deus Ex, sem telst enn þann dag í dag vera einn af  brautryðjendum tölvuleikjaheimsins, var einmitt gefin út af Eidos á sínum tíma. En það voru þó leikjahönnuðirnir hjá Ion Storm sem stóðu á bakvið það meistaraverk. Deus Ex: Human Revolution hefur því vægast sagt stór spor að feta í. Í framtíðar heimi þar sem allt virðist vera að fara á annan endann beinast augu flestra að stærsta deilumáli samtímans, vélrænar uppfærslur á mannslíkamanum. Með…

Lesa meira

Warhammer 40.000: Space Marine kom í verslanir 6. september síðastliðinn og gerist í hinum geysivinsæla Warhammer 40.000 heimi sem breski spilaframleiðandinn Games Workshop skapaði. Tölvuleikurinn spilast ekki eins og hernaðarspilið Warhammer 40.000, sem er spilað með fígúrum, teningum og öflugu ímyndunarafli, heldur sem þriðju persónu hjakk-og-högg (hack and slash) skotleikur. Sagan Óteljandi orkar hafa ráðist á Imperial Forge World, sem er risavaxin verksmiðja þar sem vopn eru framleidd í varnarskyni fyrir mannkynið. Örlög mannkynsins liggja í höndum spilarans sem spilar sem geimhermaðurinn Titus sem verður að verja verksmiðjuna gegn árásum orka og annara illmenna. Sagan er knúin áfram með stuttum…

Lesa meira

Hver kannast ekki við að spila leik sem virðist vera ansi óspennandi – nema keyptir séu nokkrir aukapakkar sem kosta svipaða upphæð og leikurinn sjálfur? Þessu kynntist ég persónulega í Mafía 2, þar sem mér þótti leikurinn aaaalltof stuttur en gat keypt mér aukapakka um leið og ég var búinn með leikinn. Sem ég gerði ekki, það var búið að svindla nóg á mér! Í dag er fjöldi leikja sem byggir mikið upp á DLC efni. DLC stendur fyrir downloadable content, eða niðurhalanlegt efni, sem er aukaefni fyrir leikinn sem spilarinn þarf í lang flestum tilfellum að borga fyrir. Í…

Lesa meira

Hvað einkennir harða nagla?  Er það að láta aldrei tala niður til sín, láta ekkert stöðva sig, hafa alltaf trú á sjálfum sér og fylgja sínum markmiðum til hins ýtrasta? Er það að fara eins langt og fara þarf til að ná sínu fram? Eða er það að drepa eins marga gríska guði og hægt er að koma höndum á? Sama hvað það er þá á allt þetta við eina persónu, Kratos, og hér er hann kominn enn á ný og er aftur reiðubúinn að fara til heljar og til baka til að fá sínu framgengt. God of War serían…

Lesa meira

EA Sports eru hvað þekktastir fyrir FIFA leikina hér á landi en fyrirtækið býður upp á fjölda annarra íþróttaleikja. NHL íshokkíserían er þar á meðal en NHL 12 sem kom út þann 9. september 2011 er sá nýjast í röðinni. Íslendingar virðast yfir höfuð ekki vera að missa sig yfir íþróttinni sem hefur gjarnan fallið í skugga gífurlegra vinsælda fótbolta- og körfuboltaleikja. En er eitthvað varið í leik um íþrótt sem maður hefur ekki hundsvit á? Stutta svarið er: Já! Valmöguleikar Líkt og í mörgum öðrum stór leikjum (NHL leikirnir flokkast sem stór leikjasería þó hún sé ekki mjög…

Lesa meira

Blocks That Matter er indí leikur sem kom út á þessu ári fyrir PC og Xbox 360 og er gerður af Swing Swing Submarine. Leikurinn er þrauta-, hopp- og skopp leikur (puzzle og platform) þar sem spilarinn þarf að forðast óvini og pússlar sig í gegnum leikinn. Saga leiksins snýst um ferðalag smávaxins vélmennis sem borar sér leið áleiðis í þeim tilgangi að bjarga sköpurum sínum, Alexey og Markus, sem óþekktir óþokkar hafa rænt. Spilarinn stjórnar vélmenninu sem safnar kubbum með því að bora í þá eða skalla þá. Í leiknum eru ýmsar tegundir af kubbum og hver og ein…

Lesa meira

Fótbolti er sú íþrótt sem hefur eitt mesta fylgi allra íþrótta víðast hvar í veröldinni, og það á nú enga að síður við hér á Íslandi. Mörgum nægir það einfaldlega ekki að sjá uppáhalds liðið sitt spila einu sinni til tvisvar í viku, svo þar getur FIFA létt þeim lífið. FIFA er þó ekki bara fyrir fótbolta unnendur, þó svo að þeir séu vissulega lang stærsti hluti spilenda, heldur eru líka þó nokkuð margir sem spila leikina en horfa varla á fótbolta yfir höfuð. Þann 28. september síðastliðinn kom á markað nýjasta útgáfan af hinni sívinsælu FIFA, fótbolta-eftirhermu, tölvuleikjaseríu. Leikurinn…

Lesa meira

From Dust er guðaleikur (god game) þar sem spilarinn stjórnar og hefur áhrif á náttúruna og umhverfi ættbálks sem er í sífellu að fjölga sér og byggja fleiri þorp. Þeir sem hafa haft gaman að guðaleikjum hingað til ættu ekki að vera fyrir vonbrigðum með From Dust frá leikjarisanum Ubisoft, en leikurinn er fáanlegur í Xbox 360, PC og væntanlegur í PS3. Í sögu leiksins fylgir spilarinn ættbálki sem þarf að byggja upp lítið samfélag í viltri náttúru. Það er markmið spilarans að vernda meðlimi ættbálksins og samfélag þeirra frá hvers kyns hamförum sem kunna að skella á. Það er misjafn…

Lesa meira

Það er sólríkur dagur í garðinum og nóg af mat að finna fyrir dúfurnar sem flækjast þar um. Skyndilega er bannskillti skellt niður í gras garðsins; EKKI GEFA FUGLUNUM. Sumarlegur bakrunnurinn dekkist og verður að lokum blóðrauður. Ein vel feit dúfa stendur upp, pírir augun og flýgur fram af byggingu með hefnd í huga. Þetta eru ekki myrk ragnarök – þetta eru hvítustu DRITARÖK sem heimurinn hefur séð! Dúfan flýgur yfir hús, menn, grill, bekki, þekktar byggingar og flugdreka og dritar sínu hvítasta niðurgangsdriti á þá. Leikurinn er gerður af þýska smáleikjafyrirtækinu Wolpertinger Games sem hefur gefið út smáleikinn Quizocalypse,…

Lesa meira

Í tölvuleiknum Techno Kitten Adventure stjórnar spilarinn ofurtöffara kettlingi með þotubagga (jetpack). Markmiðið í leiknum er einfalt; að forðast snertingu við glitrandi stjörnur, en í hverju borði eru láréttar línur uppi og niðri og ýmsar hindranir þar á milli sem samanstanda af slíkum stjörnunum. Leikurinn er fáanlegur í netverslun Xbox 360, Windows Phone 7 og iOS, en við prófuðum leikinn í Xbox 360. Þar notar spilarinn aðeins einn takka (A) til að stýra kettlingnum – þotubagginn kemur kettlingnum upp þegar ýtt er á takkann en fer niður þegar takkanum er sleppt. Reglur leiksins eru afskaplega einfaldar og það er afar…

Lesa meira