Vafra: Leikjarýni

Sorcery er þriðju-persónu ævintýraleikur sem er framleiddur af The Workshop og SCE Santa Monica Studio og gefinn út af Sony Computer Entertainment. Leikurinn tekur undir sig nálægt 4 GB á harða diskinum, það tók mig um það bil 17 mínútur að setja hann upp. Nauðsynlegt er að eiga Move stýripinna og myndavél til þess að geta spilað leikinn og hann kemur eingöngu út á PlayStation 3. Þetta er fyrsti Move leikurinn sem ég hef spilað og var því frekar forvitinn hvernig leikurinn mundi standa sig. Ég fékk svokallað prufueintak af leiknum sem endurspeglar ekki endilega lokaútgáfu leiksins. Saga Leikurinn fjallar…

Lesa meira

Magic: The Gathering – Duels of the Planeswalkers 2013 (hér eftir Magic 2013) er nýjasta afurðin í leikjaröð byggðri á borðleiknum Magic: The Gathering. Hann kom út á PC, Xbox Live Arcade og iPad en þessi rýni miðast við Xbox360 útgáfuna. Að ætla að lýsa því í smáatriðum hvernig Magic: The Gathering er spilað væri of stór biti fyrir þessa litlu leikjarýni en í stuttu máli sagt er leikurinn spilaður af tveimur eða fleiri leikmönnum (sem geta verið tölvustýrðir í þessu tilfelli) og hver hefur sinn spilastokk og sinn lit (eða liti). Litirnir hafa mismunandi veikleika og styrkleika en sem…

Lesa meira

Í fyrsta sinn sem ég las um Max Payne 3 bjóst ég ekki við miklu af okkar manni. Hann var orðinn alkóhólisti, þunglyndur, lífsleiður og byrjaður að safna vömb. Ég reiknaði með nokkrum skotbardögum og að hann héldi sig að mestu úr augsýn og notaði hæfileika og reynslu sína sem fyrrum lögreglumaður til þess að leysa vandamál. Ég var ekki einu sinni nálægt því, Max er eins og gamalt og geðstirt naut. Lausn hans á öllu er að hengja haus og stanga andstæðingana og hornin hans eru byssa í hvorri hendi. Þegar að Max er ekki að vorkenna sjálfum sér…

Lesa meira

Þar sem að Diablo 3 er búinn að vera meðal okkar dauðlegu mannvera í nokkurn tíma hefur skaparinn, Blizzard, haft tíma til að slípa þennan hráa demant í skínandi fínann demant. Leikurinn seldist í rúmlega 6.3 milljónum eintaka fyrstu vikuna eftir að hann kom út. Leikurinn kom út á áætluðum tíma (15. maí 2012) og kom það á óvart þar sem að Blizzard eru þekktir fyrir það að seinka áætluðum útgáfudögum. SAGA Leikurinn á sér stað um tuttugu árum eftir fyrri leikinn, Diablo 2 og byrjar í bænum New Tristram. Furðulegur hlutur féll úr himnum og lenti á fornri…

Lesa meira

Leikurinn Quantum Conundrum er fyrstu persónu þrautaleikur sem fer ótroðnar slóðir. Hann er framleiddur af Airtight Games og gefinn út af Square Enix en var hannaður af Kim Swift, sem eins og margir vita er einn aðalhöfunda þrautaleiksins Portal. Karakter spilarans er tólf ára frændi snarklikkaða en fluggáfaða vísindamannsins Professor Fitz Quadwrangle og fjallar leikurinn um heimsókn drengsins til frænda síns, sem verður fljótt áhugaverð. Í byrjun leiksins verður sprenging og hinir skrýtnustu hlutir fara að gerast í stórsetri Fitz. Húsgögn og allt lauslegt fer að fljóta og hreyfast um herbergin. Eftir stutta stund heyrist í vísindamanninum í gegnum einskonar…

Lesa meira

Starhawk er þriðju-persónu skotleikur sem var framleiddur af LightBox Interactive í samvinnu við SCE Santa Monica Studio og gefinn út af Sony Computer Entertainment. Það hafa áður verið gefnir út leikir undir svipuðu nafni, Warhawk, en þrátt fyrir það tengjast þeir ekkert sögulega séð. Leikurinn er áframhaldandi þróun á leiknum sem kom út árið 2007 og var eingöngu fjölspilunarleikur. Leiknum er skipt í tvennt, hins vegar einspilun og svo fjölspilun í gegnum netið. Með leiknum fylgir netpassi og Warhawk frá 1995, sem er flugskotleikur og var meðal fyrstu leikjanna fyrir upprunalegu PlayStation tölvuna, en þá þarf að nálgast í gegnum…

Lesa meira

Þann 18.apríl síðastliðinn kom út leikur á Xbox Live Arcade sem var langt frá því að vera á mínum radar, þar sem ég spila yfirleitt ekki mótorhjólaþrautaleiki eins og Trials Evolution eða forvera hans, Trials HD. En þar sem hann fékk hreint út sagt frábæra dóma og var mikið talað um í þeim leikjatengdu miðlum sem ég fylgist með, varð ég að skoða gripinn. Leikurinn er einfaldur; þú stýrir mótorhjóli og þarft að fara í gegnum brautir á sem bestum tíma og þú færð mínusprik fyrir að detta eða keyra á. Borðin eru skemmtilega fjölbreytt og snúast ekki bara um…

Lesa meira

Endur fyrir löngu börðust átta ofurmenni með guðlega krafta í ríki Shinkoku gegn illum öflum sem kallast Gohma. Eftir sigurinn á Gohma er keisari Shinkoku myrtur og er Asura kennt um verknaðinn. Í kjölfarið er eiginkona Asura drepin, dóttur hans rænt og Asura útskúfaður úr ríki Shinkoku. 12.000 árum síðar rís Asura aftur til lífs og þyrstir í að hefna sín á öllum þeim sem sviku hann. Spilun Spilun leiksins skiptist í tvo hluta; annars vegar þriðju persónu skot- og bardagaleik og hins vegar takkarunu-bardaga. Í þriðju persónu skot- og bardagahluta leiksins stýrir spilarinn Asura innan lítins ramma og…

Lesa meira

Street Fighter X Tekken er slagsmálaleikur frá Capcom sem kom út í Evrópu þann 9. mars. SfXT er svokallaður „crossover“ leikur þar sem tvær leikjaseríur (Street Fighter og Tekken) sameina krafta sína í einum og sama leiknum. Capcom er á bak við SF leikina en Namco, fyrirtækið á bak við Tekken, eru að þróa sína eigin útgáfu (Tekken X Street Fighter). Þetta þýðir semsagt að hönnun SfXT er meira í anda Street Fighter leikjanna. SfXT kom út á Xbox 360 og PS3 en þessi leikjarýni byggist á 360 útgáfunni. Einnig hefur verið ákveðið að gefa út leikinn á Playstation Vita…

Lesa meira

Þegar The Darkness kom út árið 2007 vakti hann athygli fyrir að vera frumlegur fyrstu-persónu skotleikur með athyglisverðan söguþráð, enda byggður á vinsælli teiknimyndaseríu. Síðan eru liðin fimm ár og í stað Starbreeze Studios (Chronicles of Riddick og nýlega Syndicate) hafa Digital Extremes tekið við leiknum. Aðalsöguhetjan, Jackie Estacado, er ríkur og virtur  mafíu guðfaðir. Hann vill ekki að Myrkrið (The Darkness) sem lifir innra með honum nái stjórn yfir honum svo hann bælir það niður. Myrkrið er afbrigði af Kölska sjálfum sem getur ekki birst í eigin formi (hingað til ) og tekur sér því bólfestu í móttækilegum mannverum og hefur hann gert…

Lesa meira