Vafra: Leikjarýni

Darksiders 2 er þriðju persónu ævintýraleikur í anda God of War leikjaseríunnar sem notast við kerfi sem sjást í hlutverkaleikum. Leikurinn er framleiddur af Vigil Games og gefinn út af THQ og er framhald fyrri leiks með sama nafni. Um leikinn Maður spilar sem Dauðinn, einn af fjórum riddaranna úr Opinberunarbókinni, sem ætlar sér að þurrka út glæpi bróður síns, Stríðs, og endurvekja mannkynið. Framleiðendur leiksins hafa tekið sér bessaleyfi varðandi nöfn riddaranna en þar sem lítið er skrifað um þá í Opinberun Jóhannesar hafa þeir ansi frjálsar hendur hvert þeir vilja fara með þessar persónur og sögu. Um riddarana…

Lesa meira

Transformers komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1984 en fyrirtækin Hasbro og Takara Tomy voru á bak við leikföngin. Vinsældirnar leiddu til teiknimynda, tölvuleikja, kvikmynda, nestisboxa, litabóka og alls þar á milli. Fljótlega þekktu flestir krakkar Transformers, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem merkið sló í gegn (en hugmyndin er upprunalega frá Japan). Hálfgerð endurvakning varð á Transformers vörumerkinu þegar Michael Bay hóf að gera stórmyndir sínar (sem margir þola ekki, sjálfur hef ég ekki séð þær) og kannski er þessi leikur hluti af þeirri endurvakningu. Transformers hefur ekki verið jafn gífurlega vinsælt hér á landi og í Bandaríkjunum (við elskum…

Lesa meira

Resident Evil: Operation Raccoon City er þriðju-persónu skotleikur sem er framleiddur af Slant Six Games og gefinn út af Capcom. Leikurinn tekur rúmlega 50 MB á harða disknum, það tók mig um það bil hálftíma að ná í allt sem þurfti og setja upp. Ég náði að nýta mér ókeypis netborð með nýjum söguþræði áður en það rann út 4. nóvember síðastliðinn og þá stækkar plássið sem leikurinn tekur í rúmlega 300 MB. Og ég geri ráð fyrir því að hin borðin sem hægt er að kaupa í gegnum PlayStation búðina séu svipað stór (og hvert borð tekur um 30…

Lesa meira

FIFA fótboltaleikjaserían er löngu bún að næla sér í þann gæðastimpil sem flesta leikjaútgefendur dreymir um, auk þess sem FIFA leikjasamfélagið er orðið ótrúlega öflugt. Líkt og margir aðrir íþróttaleikir reynir FIFA að bjóða upp á eins raunverulega íþróttaupplifun og hægt er. Við hjá Nörd Norðursins gáfum fyrri leiknum, FIFA 12, 8,8 í lokaeinkunn, og þá er það spurningin hvort nýi leikurinn nær að toppa þann eldri eða ekki. Raunverulegri spilun Það er áberandi munur hvernig leikmenn hreyfa sig og meðhöndla boltann í FIFA 13. Boltinn er mun sjálfstæðari en í FIFA 12, þar sem hann átti það til að…

Lesa meira

Hvað næst? Kærleiksbirnirnir? Þegar Blizzard tilkynnti viðbótina Mists of Pandaria voru margir ekki ánægðir. Áherslan var ekki lengur á hluti eins hamfarir og vonda kalla heldur akuryrkju, gæludýraslagi og Kung Fu pöndur. Hvað í helv..!? Við það ákvaðu margir að gefast upp á World of Warcraft. Þetta væri orðið of barnalegt og það á meðan keppinautarnir gerðu flottari og svalari leiki. En Blizzard vita hvað þeir eru að gera enda reyndir í bransanum. Þetta sýna nýlegar sölutölur sem hafa skv. Blizzard ýtt fjölda áskrifenda aftur yfir 10 milljónir (en varðandi sölutölur þá er sumt enn óljóst, t.d. fengum við að…

Lesa meira

Sorcery er þriðju-persónu ævintýraleikur sem er framleiddur af The Workshop og SCE Santa Monica Studio og gefinn út af Sony Computer Entertainment. Leikurinn tekur undir sig nálægt 4 GB á harða diskinum, það tók mig um það bil 17 mínútur að setja hann upp. Nauðsynlegt er að eiga Move stýripinna og myndavél til þess að geta spilað leikinn og hann kemur eingöngu út á PlayStation 3. Þetta er fyrsti Move leikurinn sem ég hef spilað og var því frekar forvitinn hvernig leikurinn mundi standa sig. Ég fékk svokallað prufueintak af leiknum sem endurspeglar ekki endilega lokaútgáfu leiksins. Saga Leikurinn fjallar…

Lesa meira

Magic: The Gathering – Duels of the Planeswalkers 2013 (hér eftir Magic 2013) er nýjasta afurðin í leikjaröð byggðri á borðleiknum Magic: The Gathering. Hann kom út á PC, Xbox Live Arcade og iPad en þessi rýni miðast við Xbox360 útgáfuna. Að ætla að lýsa því í smáatriðum hvernig Magic: The Gathering er spilað væri of stór biti fyrir þessa litlu leikjarýni en í stuttu máli sagt er leikurinn spilaður af tveimur eða fleiri leikmönnum (sem geta verið tölvustýrðir í þessu tilfelli) og hver hefur sinn spilastokk og sinn lit (eða liti). Litirnir hafa mismunandi veikleika og styrkleika en sem…

Lesa meira

Í fyrsta sinn sem ég las um Max Payne 3 bjóst ég ekki við miklu af okkar manni. Hann var orðinn alkóhólisti, þunglyndur, lífsleiður og byrjaður að safna vömb. Ég reiknaði með nokkrum skotbardögum og að hann héldi sig að mestu úr augsýn og notaði hæfileika og reynslu sína sem fyrrum lögreglumaður til þess að leysa vandamál. Ég var ekki einu sinni nálægt því, Max er eins og gamalt og geðstirt naut. Lausn hans á öllu er að hengja haus og stanga andstæðingana og hornin hans eru byssa í hvorri hendi. Þegar að Max er ekki að vorkenna sjálfum sér…

Lesa meira

Þar sem að Diablo 3 er búinn að vera meðal okkar dauðlegu mannvera í nokkurn tíma hefur skaparinn, Blizzard, haft tíma til að slípa þennan hráa demant í skínandi fínann demant. Leikurinn seldist í rúmlega 6.3 milljónum eintaka fyrstu vikuna eftir að hann kom út. Leikurinn kom út á áætluðum tíma (15. maí 2012) og kom það á óvart þar sem að Blizzard eru þekktir fyrir það að seinka áætluðum útgáfudögum. SAGA Leikurinn á sér stað um tuttugu árum eftir fyrri leikinn, Diablo 2 og byrjar í bænum New Tristram. Furðulegur hlutur féll úr himnum og lenti á fornri…

Lesa meira

Leikurinn Quantum Conundrum er fyrstu persónu þrautaleikur sem fer ótroðnar slóðir. Hann er framleiddur af Airtight Games og gefinn út af Square Enix en var hannaður af Kim Swift, sem eins og margir vita er einn aðalhöfunda þrautaleiksins Portal. Karakter spilarans er tólf ára frændi snarklikkaða en fluggáfaða vísindamannsins Professor Fitz Quadwrangle og fjallar leikurinn um heimsókn drengsins til frænda síns, sem verður fljótt áhugaverð. Í byrjun leiksins verður sprenging og hinir skrýtnustu hlutir fara að gerast í stórsetri Fitz. Húsgögn og allt lauslegt fer að fljóta og hreyfast um herbergin. Eftir stutta stund heyrist í vísindamanninum í gegnum einskonar…

Lesa meira