Leikjarýni

Birt þann 22. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjarýni: Diablo III

Þar sem að Diablo 3 er búinn að vera meðal okkar dauðlegu mannvera í nokkurn tíma hefur skaparinn, Blizzard, haft tíma til að slípa þennan hráa demant í skínandi fínann demant. Leikurinn seldist í rúmlega 6.3 milljónum eintaka fyrstu vikuna eftir að hann kom út. Leikurinn kom út á áætluðum tíma (15. maí 2012) og kom það á óvart þar sem að Blizzard eru þekktir fyrir það að seinka áætluðum útgáfudögum.

 

SAGA

Leikurinn á sér stað um tuttugu árum eftir fyrri leikinn, Diablo 2 og byrjar í bænum New Tristram. Furðulegur hlutur féll úr himnum og lenti á fornri dómkirkju. Við þetta risu hinir dauðu upp og fóru að ráðast á allt sem nálægt er. Þarna kemur þú, hetjan, inn í söguna. Með því að spila í gegnum söguna finnur þú út hvaða hlutur skall á kirkjuna, ástæðunni fyrir því að hið illa er að rísa upp í heiminum og dýpri skilningi á sögu fyrri leikja. Leikurinn byggist á því að hetjan tekur að sér verkefni (e. Quests) og klárar þau til að keyra söguna áfram. Í gegnum leikinn finnur spilarinn fjöldan allan af bókum (e. Journals) og þegar þær eru teknar upp fær hann innsýn í söguþráðinn þar sem að rihöfundur bókarinnar les upp innihaldið. Sagan skiptist í fjóra kafla þar sem stórir endakallar merkja lok hvers kafla fyrir sig.

 

SPILUN

Spilun Diablo 3 er með miklum hraða og góðu flæði. Heilu herir óvina manna bardagana sem hetjan berst í með viðeigandi óvina peðum og öðrum öflugri óvinum. Margar mismunandi tegundir skrímsla, djöfla og uppvakninga eru í Diablo 3 og hafa flestir óvinirnir sínar sérstöku árásir, galdra og veikleika. Oft koma fyrir öflugri óvinir sem eru með eiginleika sem er raðað saman af handahófi, t.d. óvinurinn getur verið hraður og með skjöld, eða meira líf og fjarflutning. Fjöldi eiginleika sem óvinurinn hefur fer eftir erfiðleikastigi sem spilarinn er í.  Endakallarnir eru erfiðir og bardagar við þá stórir.

Fyrir hvert verkefni sem er framkvæmt fást bónusar t.d. fyrir það að drepa 25 skrímsli án þess að nokkrar sekúndur líða á milli, drepa 10 skrímsli með einu höggi eða eyðileggja 15 tunnur á stuttum tíma. Bónusarnir veita hetjunni viðbótar XP sem hjálpa hetjunni að hækka um reynslustig  og verða betri.

Harðkjarna spilarar fá sitt úr Diablo 3 því hann, eins og fyrri leikirnir, býður upp á harðkjarna spilun (e. Hardcore Mode). Í þessari spilun er hetjan einungis með eitt líf, eins og í raunveruleikanum, því er ekki hægt að lífga hana við ef hún deyr.

 

Fjölspilunin í Diablo 3 er frábær og er auðvelt að hoppa inn í leik hjá öðrum og fyrir aðra að hoppa inn í þinn leik. Ekkert vesen, virkar vel, hratt og örugglega. Spilunin fer náttúrulega eftir því í hvernig hópi þú lendir en flestir sem ég hef spilað með hafa verið frábærir og eru að spila sér til skemmtunar og til þess að hafa gaman. Vert er að minnast á að allt sem að skrímslin missa þegar þau eru drepin verður þitt. Já, því það sem þú sérð detta er þitt, hinir sjá ekki þessa fínu bardagaexi sem að endakallinn missti, þannig að hún er þín til að nota eða selja en á móti sérð þú auðvitað ekki trylltu galdrabrynjuna sem félagi þinn fékk. Með þessu stórsniðuga kerfi er komið í veg fyrir svokallað „Ninja-Looting“ þar sem spilarinn grípur öflugan hlut þrátt fyrir það að annar spilari í hópnum gæti nýtt hann betur. T.d. að Galdramaður myndi grípa risasverð sem Barbari hefði mun betri not fyrir.

 

UMHVERFI

Í Diablo 3 notar Blizzard grafíkvél sína til að keyra leikinn. Grafíkvélin býður upp á umhverfi sem hægt er að breyta og þegar leikurinn er spilaður sést oft að með þessari tækni er komin meiri dýpt í leikinn. Spilarinn fer inn í hús sem er í niðurníðslu, opnar hurð og þá dettur fúinn þakbiti á gólfið, í dýflissum er hægt að losa hangandi ljósakrónur og láta þær detta á óvinina, brjóta stoðir fyrir veggi svo að þeir detti niður o.s.frv. Þarna er komið kerfi sem lífgar upp á bardagavöllinn og sem dæmi má nefna að þegar að bókastafli og skrifborð eru nálægt bardagasvæðum splundrast staflarnir og borðin brotna við öflug högg.

Í Diablo 3 notar Blizzard grafíkvél sína til að keyra leikinn. Grafíkvélin býður upp á umhverfi sem hægt er að breyta og þegar leikurinn er spilaður sést oft að með þessari tækni er komin meiri dýpt í leikinn.

Eins og í mörgum nútíma leikjum er svokallað afrekakerfi (e. achievements) sem heldur utan um hvaða afrek spilarinn hefur uppfyllt, sem dæmi má nefna fær spilarinn afrek fyrir það að drepa skrímsli með ljósakrónu, finna 100.000 gull, klára hluta af sögu leiksins. Afrekakerfið er sniðug aðferð fyrir leikjaframleiðendur því það bætir oft við endingartíma leikjanna þar sem að margir sækjast eftir því að ná sem flestum, ef ekki öllum afrekunum, og er það í sjálfu sér afrek að ná öllum afrekunum.

 

HLJÓÐ

Hljóð leiksins eru vel gerð og fer ekki á milli mála að skrímslin sem standa í vegi manns eru yfirnáttúrulegir djöflar og fjandmenni. Tónlist og tal leiksins eru frábærlega vel gerð.

 

HETJUR

Spilarinn getur valið um hetju til að spila og hérna er listi yfir þær HÉR.

 

UPPBOÐSHÚS

Uppboðshúsið (e. Auction House) á skilið sér part í greininni þar sem það spilar stórt hlutverk í leiknum. Það eru tvö uppboðshús, það sem tekur við gullpeningum úr leiknum sjálfum og það sem tekur við alvöru peningum. Þó að margir hugsi að þeir muni ekki nýtast við uppboðshúsið við spilun leiksins er það rétt, fram að næsta erfiðleikastigi. Eftir því sem leikurinn verður erfiðari verða hlutirnir sem hetjan notar (brynja, hjálmur, vopn o.s.frv.) að vera mjög góðir og hafa réttu eiginleikana. Þar sem að það er handahófskennt hvaða hlutir finnast í heiminum getur verið að spilarinn finni mest megnis hluti fyrir aðrar tegundir hetja en hann sjálfur er.

Þar kemur uppboðshúsið inn. Þar getur þú selt hluti sem þig vantar ekki og keypt þá sem þig vantar. Þetta er ákveðið hagkerfi og þarf að gefa sér dálítinn tíma til að kynna sér svipaða hluti og þú vilt selja til að finna út rétt verð fyrir hlutinn. Það sama gengur fyrir hlutinn sem þú vilt kaupa, gott er að skoða marga svipaða hluti og finna hvað er peningsins virði.

 

NIÐURSTAÐA

Diablo 3 er hraður leikur og er eins gott að hafa athyglina í lagi því að bardagar geta verið stórir og mikið í gangi sem þarf að fylgjast með. Þar sem að leikurinn er með þetta frábæra flæði er hægt að hoppa í hann í 15 mínútur í senn eða taka margra klukkustunda spilun. Það er alltaf hægt að hoppa í leik hjá öðrum spilurum eða bjóða öðrum að hoppa í leikinn hjá þér og því vinna saman að enda markmiðinu.

Þegar komið er á hærri erfiðleikastig verður leikurinn oft það erfiður að það verður að sækjast eftir hjálp og því er spilarinn hálf neyddur til þess að taka þátt í fjölspiluninni.

Þegar komið er á hærri erfiðleikastig verður leikurinn oft það erfiður að það verður að sækjast eftir hjálp og því er spilarinn hálf neyddur til þess að taka þátt í fjölspiluninni. Það sama á við um þegar verið er að taka niður endakalla í hærri erfiðleikastigum og þarf oft að fara í uppboðshúsið og kaupa sér hluti til að verða betri og fær maður stundum á tilfinninguna að maður þurfi að vera markaðsséní eða reyna að drepa sem flesta óvini og vona að hluturinn sem manni vantar birtist. Það er samt oft þreytandi að þræla mikið fyrir einum hlut og verður þessi partur af leiknum að mikilli endurtekningu. Alltaf að gera sama hlutinn aftur og aftur.

Þrátt fyrir þessa léttvægu galla er þetta stórskemmtilegur leikur sem allir Diablo unnendur verða að prófa. Flott skrímsli, risa endakallar og fullt af handahófskenndum hlutum. Öflugar hetjur, þétt saga og gott tal fyrir persónur leiksins. Umhverfi eyðileggst, uppvakningar og djöflar.

 

 

SAGA
GRAFÍK
HLJÓÐ
SPILUN
FJÖLSPILUN
8,0
9,0
8,0
9,5
9,5

SAMTALS

8,8

DPJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑