Author: Sveinn A. Gunnarsson

Hlutverkaleiknum Fable hefur verið seinkað til ársins 2026. Þetta eru klárlega ekki góðar fréttir fyrir þá sem voru að vonast eftir að geta spilað leikinn síðar á árinu. En vonandi verður þessi seinkun til að við fáum enn betri leik á næsta ári. Þessi frétt kom fram í viðtali við Craig Duncan yfirmann Xbox Game Studios við Official Xbox Podcast. „Svo, ég vil bara byrja á því að segja að ég er mjög spenntur, mjög spenntur fyrir framvindunni, mjög spenntur fyrir því hvar Playground eru,“ segir Duncan um nýja Fable-leikinn. „Við tilkynntum áður að Fable myndi koma út árið 2025,…

Lesa meira

Í mjög svekkjandi fréttum fyrir marga aðdáendur fótbolta hermis seríunnar Football Manager þá hafa SEGA og SI Games ákveðið að aflýsa útgáfu Football Manager 25 á PC/Mac/Linux og helstu aðrar leikjavélar sem hann átti að koma út fyrir. Þetta er í fyrsta skiptið síðan árið 2004 að serían sleppir heilu fótbolta tímabils ári. Þegar það gerðist síðast voru SI Games að færa sig frá Championship Manager nafninu yfir til Football Manager, eftir að slitnaði upp úr samstarfi þeirra við útgefandann Eidos. Sports Interactive hafði talað um að Football Manager 2025 yrði stærsta stökk seríunnar síðan að Football Manager 2005 kom…

Lesa meira

Þrátt fyrir nokkra seinkun á Assassin’s Creed: Shadows heldur útgefandinn Ubisoft áfram að kynna  það sem er nýtt í leiknum. Búið var að taka fyrir að laumast um í leiknum, bardaga og parkour í fyrri kynningum. Nú er komið að því að skoða hvernig heimur AC: Shadows er kannaður. Í nýjustu umfjöllun um leikinn á vef Ubisoft má finna ýmsa fróðleiksmola eins og; Assassin’s Creed: Shadows mun færa ævintýri AC seríunnar til Japans árið 1579. Þessi tími var róstursamur og það var stutt í að landið steyptist í borgarastyrjöld. Eftir nokkur strembin ár hjá Ubisoft þar sem útgáfa leikja þeirra…

Lesa meira

Hetjudáðir Indiana Jones hafa verið mjög vinsælar allt frá að fyrsta kvikmyndin, Raiders of the Last Ark, kom á sjónarsviðið árið 1981. Eftir það komu fjórar aðrar kvikmyndir, sú nýjasta er Dial of Destiny sem kom út árið 2023. Indiana Jones kvikmynda serían var búin til af leikstjóranum George Lucas og var hans „ástarbréf“ til stuttra framhaldsmynda sem voru sýndar í kvikmyndahúsum á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Góðvinur Lucas, leikstjórinn Steven Spielberg, leikstýrði öllum myndunum nema þeirri nýjustu. Það sem gerði þessar myndir svo skemmtilegar og vinsælar var að þær voru hrein ævintýra-nostalgía. Aðalpersónan var auðvitað hann Indiana…

Lesa meira

Listinn yfir tölvuleiki sem munu styðja við PS5 Pro leikjavél Sony heldur áfram að vaxa. Uppfærða útgáfan af PlayStation 5 á að koma í næstu viku þann 7. nóvember og ætti að skila sér til Íslands í kringum 11. nóvember í síðasta lagi. Hvað PS5 Pro inniheldur yfir venjulega PlayStation 5 er hægt að lesa nánar um hérna. Bjarki okkar skrifaði eimmit í þeirri frétt „Með tilkomu PlayStation 5 Pro opnast á þann möguleika að geta keyrt leiki í fullum gæðum og með viðunandi rammafjölda á sama tíma, svo spilarar þurfa þá ekki að velja á milli þessara tveggja stillinga.…

Lesa meira

Football Manager 25 mun koma út á heimsvísu þann 26. nóvember næstkomandi á PC, PS5 og Xbox. Xbox og PC útgáfur leiksins verða á aðgengilegar þeim sem hafa Game Pass áskrift. Nintendo Switch leikjavélin verður ekki skilinn út undan og mun fá Football Manager 25 Touch útgáfu leiksins 3. desember. Framleiðandinn Sports Interative sagði „að þetta væri búið að vera met ár fyrir seríuna, með yfir 14 milljón leikmenn á öllum þeim stöðum þar sem leikurinn hafi verið fáanlegur, og nýja útgáfa leiksins sem mun keyra á Unity grafíkvélinni, verður stærsta breyting seríunnar í margar kynslóðir.“ Hérna fyrir neðan má…

Lesa meira

Fyrir tæpum tveimur árum kom út leikurinn God of War: Ragnarök á PlayStation 4 og PlayStation 5 leikjavélar Sony. Leikurinn var beint framhald leiksins God of War frá árinu 2018 sem við hjá Nörd Norðursins fjölluðum um á sínum tíma. Leikurinn seldist mjög vel og fékk góða dóma hjá bæði gagnrýnendum og leikjaspilurum. Sá leikur var hálfgerð „endurræsing“ God of War seríunnar, án þess að þurrka út söguna sem hafði verið sögð í eldri leikjunum. Norræn goðafræði kom nú við sögu og Kratos og sonur hans Aterus blönduðust fljótt í baráttu guðanna sem endaði með dauða Guðsins, Baldurs og táknaði…

Lesa meira

Það er viss „power fantasía“ að ímynda sér sig sem 2-3 metra háan risa sem er klæddur þykkri brynju sem stoppar flest allt sem í vegi hennar verður. Warhammer 40K heimurinn sem Games Workshop bjó til árið 1987 hefur vaxið gríðarlega síðustu árin með módelum sem hægt er að stilla upp og mála, bókum, borðspilun, tölvuleikjum, teiknimyndum og fleiru. Að segja að það sé flókið að komast inn í Warhammer og Warhammer 40K heiminn er líklega vægt til orða tekið. Ég er sjálfur almennt ókunnugur honum, fyrir utan að hafa spilað þó nokkra tölvuleiki og lesið fáar bækur sem gerast…

Lesa meira

Það er búin að vera áhugaverð bið eftir fyrsta Star Wars leiknum sem ekki hefur verið hannaður af EA síðustu 10 árin. Þessi leikur er hluti af verkefni Lucas Films til að opna fyrir Star Wars heiminn meira og leyfa öðrum að spreyta sig. Það eru nokkrir leikir í vinnslu eins og er frá hinum ýmsu framleiðendum. Vonandi ná þeir að koma út en það hafa verið margir leikir síðustu árin sem hafa hætt framleiðslu sem lofuðu góðu eins og Star Wars 1313, Project Ragtag og aðrir.  Star Wars: Outlaws er fyrsti Star Wars leikurinn sem gerist í opnum heimi…

Lesa meira

PUBG útgefandinn Krafton hefur keypt leikja fyrirtækið Tango Gameworks og réttindin að Hi-Fi Rush, sem markar fyrstu „mikilvægri fjárfestingu“ fyrirtækisins á japanska tölvuleikjamarkaðnum. Tango Gameworks, sem einnig er þekkt fyrir leikjaseríurnar The Evil Within, var stofnað af Shinji Mikami árið 2010. Árið 2012 keypti ZeniMax Media, móðurfyrirtæki Bethesda, Tango, en síðan keypti Microsoft ZeniMax nokkrum árum síðar. Undir stjórn Microsoft kom Tango á óvart með útgáfu Hi-Fi Rush árið 2023 til mikillar lofsamlegra dóma gagnrýnenda og leikmanna, þar sem þessi taktleikur varð eitt af hápunktum í leikjasafni Xbox Series X/S. Ed, gagnrýnandi hjá Eurogamer, kallaði Hi-Fi Rush „líflegan og sjálfsöruggan“…

Lesa meira