Author: Sveinn A. Gunnarsson

Ofurhetjan Spider-Man frá Marvel Comics hönnuð af Stan Lee og Steve Ditko á sér langa sögu, allt frá því að birtast í fyrsta sinn í Amazing Fantasy #15 árið 1962 yfir í ótal teiknimyndablöð, teiknimyndir, sjónvarpsþætti, þrjár mismunandi kvikmyndaseríur og ótal misgóðum tölvuleikjum í gegnum árin. Nú er komið að Insomniac Games sem hingað til hafa verið einna þekktastir fyrir Spyro, Ratchet & Clank og Resistance leikina. Þetta er ekki þeirra fyrsti leikur í opnum heimi, þeir gerðu einnig Sunset Overdrive sem kom út fyrir Xbox One árið 2014. Eitt af því sem fólk tekur eftir þegar byrjað er á…

Lesa meira

Haustið er að byrja og það þýðir bara eitt fyrir okkur sem spila tölvuleiki, og það er að nýir PES og FIFA fótboltaleikir koma út og fjörið í kringum allar þær leikjaútgáfur sem væntanlegar eru fram að jólum hefst fyrir alvöru. Eins og í fyrra þá er PES eða Pro Evo (Pro Evolution Soccer eins og hann heitir fullu nafni) fyrstur á teiginn, mánuði á undan FIFA 19. Hvernig mun það koma út fyrir Konami og er leikurinn nógu góður til að berjast við risann frá EA Sports? Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikil breyting á milli ára þegar…

Lesa meira

Warhammer 40.000 á uppruna sinn í borðspilun og fígúrum frá Warhammer fantasíu heiminum þar sem stríð er stanslaust og blóð ávallt flæðandi. Games Workshop fyrirtækið heldur utan um þennan gríðalega stóra og flókna heim og kemur að útgáfu efnis sem byggir á þessum heimi, hvort sem það eru bækur, tölvuleikir og jafnvel ein tölvugerð teiknimynd. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsælt form til að segja sögur og má helst nefna herkænskuleikina Dawn of War ásamt Warhammer 40k: Space Marine þriðju persónu hasar leik sem var hannaður af Relic Entertainment; þeim sömu og gerðu Dawn of War. Nú er komið af nýjum…

Lesa meira

Fótboltaunnendur geta glaðst í byrjun ágúst þegar Pro Evolution Soccer 2019 demóið lendir á PC, PS4, Xbox One þann 8. ágúst, en leikurinn sjálfur er væntanlegur í verslanir þann 30. ágúst. Leikurinn verður gefinn út töluvert fyrr en venja er, trúlega til að vera á undan FIFA leiknum þetta árið. Í PES demóinu verður að spila í „exhibition match“, „quick match“ og „offline co-op“ á leikvöngum Barcelona, Camp Nou og Veltins Arena þar sem Schalke spilar. Alls eru tíu lið í demóinu, þar á meðal Liverpool, Barcelona, Inter Milan, Argentína og Frakkland. Nýir hlutir sjást í leiknum, til dæmis sjáanleg…

Lesa meira

Breska fyrirtækið Three Fields Entertainment var stofnað eftir að margir fyrrum starfsmenn Criterion Games yfirgáfu fyrirtækið og stofnuðu ný leikjastúdíó. Fyrir tveimur árum gaf fyrirtækið út sinn fyrsta leiki, Dangerous Golf, sem var blanda af Crash Mode úr gömlu Burnout leikjunum og PGA golfleik. Ári síðar kom út Danger Zone sem var nær Crash Mode og gerðist allur á lokaðri prufubraut. Nú er fyrirtækið mætt með Danger Zone 2 sem er opnari leikur en áður sem minnir mikið á það sem gerði Crash Mode svo skemmtilegt. Leikurinn keyrir á nýju Unreal 4 grafíkvélinni og keyrir í allt að 4k upplausn…

Lesa meira

Fyrir stuttu kom út frí uppfærsla fyrir leikinn Middle-Earth: Shadow of War sem fjarlægði hið umdeilda peninga „loot box“ kerfi sem var í leiknum þegar hann kom út í fyrra. Efnahag leiksins er breytt en auk þess eru ótal aðrar breytingar í uppfærslunni sem gera leikinn betri í spilun og útlitið flottara. Í upprunalega kerfi leiksins var hægt að kaupa „War Chests” sem innihélt mjög sterka orka sem gátu breytt spilun leiksins þér í hag. Þetta var sérstaklega áberandi í síðari hluta leiksins þegar leikurinn ýtti spilaranum á köflum í að eyða peningum nema að honum langaði að eyða ótal…

Lesa meira

No Man’s Sky kemur út í næstu viku á Xbox One í fyrsta sinn og í tilefni þess fá allar útgáfu leiksins stóra uppfærslu sem kallast NEXT og bætir alvöru fjölspilun við leikinn. Leikurinn kom út fyrir 2 árum fyrir PlayStation 4 og PC og fékk blendna dóma sem mátti að miklu leyti rekja til hvernig leikurinn var kynntur og hlutum lofað, ekki hjálpaði heldur að leikurinn var seldur á dýrari verði enn hann líklega hefði átt að vera á og Sony kynnti hann stíft sem næsta stóra hlutinn. Hello Games, framleiðendur leiksins hafa síðan þá unnið hörðum höndum að…

Lesa meira

Red Faction: Guerrilla kom upprunalega út árið 2009 á PC, PS3 og Xbox 360, leikurinn fékk fína dóma og seldist vel fyrir gamla THQ fyrirtækið. Leikurinn var hannaður af Volition sem höfðu áður gert leiki eins og FreeSpace, Summoner, Saint’s Row og fyrri Red Faction leikina. Fyrsti Red Faction leikurinn sem kom út árið 2001 kynnti til leiks „Geo-Mod“ nýjungina sem er eyðileggingartækni þar sem leikmenn gátu sprengt upp umhverfið til að opna fyrir nýjar leiðir. Red Faction: Guerrilla tók þetta skrefinu lengra með Geo-Mod 2.0 og bauð uppá eyðileggingu á stórum byggingum og nær öllu sem þú sást, það…

Lesa meira

Summerset er nýjasta viðbótin fyrir fjölspilunar- og hlutverkaleikinn The Elder Scrolls Online frá ZeniMax Online Studios. Um þetta leyti í fyrra gáfu þeir út hinn stórgóða Morrowind aukapakka sem bætti við vinsælum stað fyrir aðdáendur Elder Scrolls leikjanna til að heimsækja á ný. Með Summerset er aftur farið til eldri staðar, einhvers sem hefur ekki sést í tölvuleik síðan að The Elder Scrolls: Arena kom út árið 1994. Summerset Isles er stærra svæði en Vvanderfell eyjan sem stór hluti Morrowind gerist á. Svæðið sem um ræðir er heimkynni Álfanna og er gamalt og dularfullt svæði sem drottningin Ayrenn hefur ákveðið að opna…

Lesa meira

Sony í Evrópu og N-Ameríku hefur kynnt PlayStation Hits leikjalínuna sem mun koma út í lok júní í N-Ameríku og 18. júlí í Evrópu. Þessi leikjalína er ekki ólík eldri línum sem hafa verið settar saman fyrir eldri vélar Sony og innihaldið helstu og vinsælustu leiki hverju sinni. Leikir eins og Uncharted 4, Driveclub, Middle-Earth: Shadow of Mordor, Batman: Arkham Knight, The Last of Us: Remastered o.fl. eru hluti af nýju leikjalínunni. Verðið er sett á um £15.99 or €19.99 per leik, sem er nálægt 2.500 íslenskum krónum. Það má þó gera ráð fyrir aðeins hærra verði hér á landi.…

Lesa meira