Fréttir

Birt þann 19. júlí, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

NEXT markar nýtt upphaf fyrir No Man’s Sky

No Man’s Sky kemur út í næstu viku á Xbox One í fyrsta sinn og í tilefni þess fá allar útgáfu leiksins stóra uppfærslu sem kallast NEXT og bætir alvöru fjölspilun við leikinn.

Leikurinn kom út fyrir 2 árum fyrir PlayStation 4 og PC og fékk blendna dóma sem mátti að miklu leyti rekja til hvernig leikurinn var kynntur og hlutum lofað, ekki hjálpaði heldur að leikurinn var seldur á dýrari verði enn hann líklega hefði átt að vera á og Sony kynnti hann stíft sem næsta stóra hlutinn.

Hello Games, framleiðendur leiksins hafa síðan þá unnið hörðum höndum að leiknum og gefið út stórar uppfærslur; Atlas Rises sem innihélt endurbætta sögu, Pathfinder sem var með farartæki og permadeath (varanlegan dauða) og Foundation sem kom með byggingar þar sem leikmenn gátu skapað sínar eigin höfuðstöðvar og stækkað þær.

NEXT uppfærslan er að sögn Hello Games sú stærsta hingað til, fjölspilun þar sem þú sérð fólkið sem þú ert að spila með (ólíkt í Atlas Rises), og getur farið um á plánetum með þeim, byggt hús og flogið um og út í geim með þeim til að kanna eða berjast. Útlit leiksins hefur fengið uppfærslu ásamt því að nú er hægt að spila leikinn í fyrstu eða þriðju persónu bæði fótgangandi og í geimskipinu þínu.

Hægt er að kanna vetrarbrautina með vinum eða með einhverjum sem þú hefur aldrei hitt áður,“ stendur á heimasíðu Hello Games. „Þú getur hjálpað vinum að lifa að, eða herjað á aðra leikmenn til að lifa sjálfur af. Þú getur búið til lítið skýli eða flóknar nýlendur sem aðrir leikmenn hafa aðgang að.

Vertu sjóræningi eða vængmaður í stórum geimbardögum með vinum og óvinum. Keyrið um og keppið á geimskipum á skrítnum plánetum, búið til brautir og leiðir til að deila með öðrum. Hægt er að sérsníða útlit persónu sinnar.

Á brú freigátu þinnar er nú hægt að safna saman og uppfæra flota. Það er hægt að senda þau út í geim eða nota til að kanna viss sólkerfi. Það er hægt að bjóða vinum til að spila verkefni saman.

NEXT uppfærslan er hluti af vinnu Hello Games að bæta leikinn og hefur hann tekið gríðarlegt stökk frá að hann kom fyrst út. Fyrirtækið hefur sagt að þetta sé hluti af stærra verkefni þeirra til að styðja við leikinn.

NEXT er frí fyrir alla þá sem eiga leikinn og er einnig hluti af Xbox One útgáfu leiksins sem kemur út á sama tíma í næstu viku þann 24. júlí.

Heimild: No Man’s Sky

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑