Fréttir

Birt þann 26. júlí, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

PES 2019 demó væntanlegt þann 8. ágúst

Fótboltaunnendur geta glaðst í byrjun ágúst þegar Pro Evolution Soccer 2019 demóið lendir á PC, PS4, Xbox One þann 8. ágúst, en leikurinn sjálfur er væntanlegur í verslanir þann 30. ágúst. Leikurinn verður gefinn út töluvert fyrr en venja er, trúlega til að vera á undan FIFA leiknum þetta árið.

Í PES demóinu verður að spila í „exhibition match“, „quick match“ og „offline co-op“ á leikvöngum Barcelona, Camp Nou og Veltins Arena þar sem Schalke spilar. Alls eru tíu lið í demóinu, þar á meðal Liverpool, Barcelona, Inter Milan, Argentína og Frakkland.

Nýir hlutir sjást í leiknum, til dæmis sjáanleg þreyta leikmanna, sem hefur áhrif á hvernig þeir spila og haga sér á leikvellinum, nýir skot-möguleikar og uppfærð boltahreyfing. Í fyrsta sinn verður hægt að spila leikinn í 4K upplausn og með HDR litatækninni á öllum þeim vélum sem styðja þá tækni.

Til að bæta upp fyrir missirinn á Meistara- og Evrópudeildunum þá eru nýjar félagsdeildir í boði eins og skosku deildirnir ásamt Brasilíu. MyClub mun fá stóra breytingu og verður með nýtt „kortakerfi“.

Philippe Coutinho, núverandi leikmaður Barcelona, verður á kápu leiksins en auk þess verður hægt að kaupa sérstaka útgáfu af leiknum sem David Beckham prýðir.

Hægt er að lesa nánar um leikinn hér á heimasíðu Konami.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑