Það eru liðin þrjú ár síðan sænska fyrirtækið Massive Entertainment og Ubisoft færðu okkur The Division leikinn og nú er komið að framhaldinu. Fyrri leikurinn sagði frá falli Bandaríkjanna eftir að banvænum vírus hafði verið dreift á einum stærsta verslunardegi þar í New York borg. Leikmenn fóru í fótspor leynilegrar deildar sem kallaðist „The Division“ og var hennar takmark að aðstoða við að endurreisa stjórnkerfi landsins og koma á lögum og reglum á ný. The Division 2 gerist um sjö mánuðum síðar í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. SHD kerfið (Strategic Homeland Division) sem Division deildin notar hefur hætt að virka…
Author: Sveinn A. Gunnarsson
Far Cry leikjasería Ubisoft snýr aftur í óbeinu framhaldi sem byggir á atburðum í Far Cry 5. Ekki ólíkt því sem Far Cry Primal gerði árið 2016 eftir að Far Cry 4 hafði komið út einu og hálfu ári áður. Bæði Primal og New Dawn byggja á grunni fyrri leikjanna og notast við sama heim og innihald í breyttri útgáfu og inniheldur hnitmiðaðri sögu og spilun. Ólíkt Primal og Blood Dragon þá hefur New Dawn meiri tengsl við sögu FC 5 og er í raun framhald af þeirri sögu. New Dawn gerist 17 árum eftir að kjarnorkusprengjum er varpað á…
Kanadíska Indie fyrirtækið Thunder Lotus Games færðu okkur síðast í fyrra víkinga- og hasarleikinn Jötun: Valhalla Edition sem var fínasta skemmtun og ekki verra að það var hægt að spila hann allan á íslensku. Nú er komið af leiknum Sundered sem ber talsverð mikil áhrif af Metroid og öðrum „Rogue like“ tegundum leikja sem eru mjög vinsælir um þessar mundir. Einnig hafa áhrif Souls-leikjanna eitthvað skilað sér inn að auki. Í Sundered hafa Valkyrjur og Eschatons háð baráttu um dularfullan stein sem kallast „Shining Trapezohedron“ og hefur barátta þeirra sundrað heiminum og leyft dularfullri orku að leka inn í heiminn…
Það er pínu strembið að vita hvar maður á að byrja að tala um Fallout 76. Það erulíklega margir ekki vissir hvernig leikur þetta er og oft veit leikurinn sjálfur það ekki heldur. Leikurinn er í eðli sínu fjölspilunar-hlutverkaleikur þar sem þú þarft að lifa af eftir að heimurinn hefur farist í kjarnorkustríði. Hægt er að spila í gegnum leikinn einn eða með þremur öðrum vinum í hópi á netþjóni þar sem allt að 24 leikmenn geta verið á í einu, eins og má gera ráð fyrir þá er leikurinn eingöngu spilaður í gegnum Internetið. Í Fallout 76 þarf nú…
Fótboltahermir Sports Interactive snýr aftur enn eitt árið og eins og oft áður þá er spurningin hvort að næg endurnýjun sé til staðar til að réttlæta kaup á gripnum eða hvort að borgi sig að bíða til næsta árs? Hvað er nýtt í ár? Það er sú spurning sem flestir spyrja strax. Við fyrstu sýn virkar ekki vera mikil breyting frá FM 2018 en viðmót leiksins hefur verið uppfært. Eins og svo oft áður þarf að kafa aðeins dýpra í leikinn til að sjá þær breytingar sem eru í boði í FM 2019. Stærsti nýi hluturinn er þjálfun leikmanna, það…
Larry ævintýraleikirnir eiga sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1987 þegar leikurinn Leisure Suit Larry – in the Land of the Lounge Lizard kom út. Upprunalegi leikurinn var hannaður af Al Lowe og Mark Crowe og gefinn út af Sierra On-Line fyrir PC og Apple II. Leiknum gekk ekkert sérstaklega vel í fyrstu og hafði fullorðins efniviður leiksins þar mikið um að segja. Búðir voru ekki spenntar fyrir því að selja eða auglýsa leikinn. Þrátt fyrir það, þá seldist leikurinnt mjög vel og skilaði góðum hagnaði í lok árs. Á árunum 1988-1996 komu út fimm Leisure Suit Larry…
Rétt um ári eftir útgáfu hins vel heppnaða Assassin’s Creed: Origins er franski útgáfurisinn Ubisoft mættur aftur til leiks, að þessu sinni með Assassin’s Creed: Odyssey þar sem sögusviðið er Grikkland hið forna. Assassin’s Creed: Origins var stórt stökk frá árlegum Assassin’s Creed leikjum árin á undan og skilaði pásan sér vel, en fyrirtækið tók við sér eftir vonbrigði spilara með AC: Unity árið 2014 sem kom frekar illa út og virkaði líkt og hann væri ekki fullkláraður. NÝJU LÍFI BLÁSIÐ Í SERÍUNA AC: Origins var stór breyting á þessari seríu Ubisoft sem spannar nú alls 11 leiki í aðalseríunni…
Haustið er komið og það þýðir auðvitað að við fáum nýjan leik í FIFA seríu EA Sports. Hvað er nýtt þetta árið? Það er algengasta spurningin. Stóri hluturinn þetta árið að mati flesta er að EA Sports er loks komið með leyfin á ný fyrir UEFA Meistaradeildina, Evrópukeppnina og Súper Bikarinn af PES seríu Konami. Þessi viðbót við leikinn þetta árið er mjög áberandi þegar spilað er, hvort sem a í þeim leikstílum sem eru í boði eða í gegnum söguna í The Journey. Tónlistin og grafík er með helstu merki og lógó þegar er spilað í Meistaradeildinni og fá…
Rockstar Games kynntu í gær Red Dead Online, sem er nethluti hins stóra heims Red Dead Redemption 2. Red Dead Online er þróun af því sem við sáum í upprunalega Red Dead Redemption sem kom út árið 2010 og fékk góða dóma og seldist í yfir 15 milljónum eintaka og sankaði að sér fullt af verðlaunum þegar árið var gert upp. Red Dead Online mun blanda saman keppnis- og co-op spilun á nýja vegu og nota spilun úr RDR 2 leiknum sem grunn að sögn Rockstar Games. Fyrirtækið lofar reglulegum viðbótum við þennan hluta leiksins og verður það líklega ekki…
Sony kynnti í dag PlayStation Classic leikjatölvuna í tilefni 24 ára afmæli tölvunnar í Japan desember næstkomandi. PlayStation var fyrsta leikjatölvan til að ná að seljast í 100 miljónum eintaka á heimsvísu og var fyrsta leikjatölvan til að bjóða spilurum upp á tölvuleiki í þrívídd sem hægt var að spila heima í stofu. Mörgum mun eflaust finnast Sony vera að apa eftir Nintendo og útgáfu þeirra á NES og SNES Classic leikjatölvunum með þessu útspili. Hvernig Sony tekst til verður forvitnilegt að fylgjast með. Þann 3. desember 1994 kom PlayStation fyrst á japanskan markað og að því tilefni mun PlayStation…