Fréttir

Birt þann 18. maí, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Ubisoft kynnir Ghost Recon Breakpoint

Það er erfitt að halda hlutum leyndum á internetinu í dag og það sannaðist þegar upplýsingum um nýjasta Ghost Recon leikinn var lekið á netið á undan leikjakynningu Ubisoft sem átti að fara fram um kvöldið þann 9. maí. Lekinn innihélt mynd af safnútgáfu leiksins og staðfesti leikinn jafnframt nafnið á nýja leiknum.

Ghost Recon Breakpoint verður fjögurra manna co-op leikur sem kemur út þann 4. október á þessu ári á PC, PlayStation 4 og Xbox One.

Leikurinn er framhald Ghost Recon: Wildlands sem kom út árið 2017 og fékk fína dóma og seldist vel. Að þessu sinni verður meiri áhersla lögð á að lifa af við erfiðar aðstæður á Kyrrahafseyjunni Auroa sem er í einkaeigu tæknigúrúsins Jace Skell — yfirmanns Skell Technology, stærsta drónafyrirtæki heims.

Ghost sveitin lendir á Aurora eyjunni eftir að hafa verið skotnir niður og þarf að lifa af erfiðar aðstæður. Fjölbreytt landslag er á eyjunni, allt frá frumskógum til frosinna fjallstinda. Hvort veðrið eigi eftir að spila stóran þátt í spilun leiksins er enn óvitað. Hægt verður að setja upp búðir til að gera að sárum þínum og hvílast og undirbúa sig fyrir næstu átök.

Hægt verður að nota umhverfið til að hylja sig, ekki ólíkt því sem Arnold Schwarzenegger gerði í kvikmyndinni Predator. Fyrrum liðsmenn Ghost sveitarinnar, sem ganga undir nýju dulnefni, Úlfarnir ráða yfir eyjunni Auroa og hafa aðgang af miklu magni af hergögnum og drónum. Lt. Colonel D. Walker leiðir úlfana og er hann leikinn af Jon Bernthal sem flestir kannaðst við úr Punisher eða The Walking Dead þáttunum. Þeir sem hafa spilað GH: Wildlands kannast við persónu hans úr Operation Oracle DLC efni sem kom út fyrir stuttu, það má giska að það leiði eitthvað inn í þennan nýja leik. Hér fyrir neðan er hægt að sjá úr spilun leiksins.

Ubisoft mun kynna leikinn nánar á E3 í næsta mánuði. Þangað til er hægt er að skrá sig til að prufa betu af leiknum áður en hann kemur út með að fara hér á vef Ubisoft.

Heimild: Eurogamer

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑