Fréttir

Birt þann 17. maí, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

RAGE 2 kominn út – Útgáfustikla og væntanlegt niðurhalsefni

RAGE 2 frá id Software og Avalanche Studios kom út í vikunni. Í tilefni þess hefur útgefandi leiksins, Bethesda, gefið út útgáfustiklu fyrir leikinn og er ljóst að leikurinn reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi ólíkt síðasta RAGE leik sem var talsvert líkari Mad Max heldur en Borderlands.

Það verður gaman að sjá hvernig samvinna id Software og sænska fyrirtækisins Avalanche Studios kemur út. Hið síðar nefnda gerði eimmit Mad Max leikinn sem kom út árið 2015 og var óvenjulega góður. Þeir munu sjá um opna hluta leiksins og faratækin á meðan id Software sér um skothlutann.

Bethesda hefur síðan gefið út lista yfir niðurhalsefni sem verður fáanlegt fyrir leikinn á næstu vikum og mánuðum. Bæði frítt og sem er hægt að blæða pening í.

RAGE 2 er fáanlegur á PC, PS4 og Xbox One.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑