Með útgáfu NEXT uppfærslunnar fyrir leikinn No Man’s Sky í fyrra voru líklega sumir sem bjuggust við meiri áherslu á fjölspilun eða þeirra fjögurra manna sem var í boði. Fyrir aðra var þetta meira en nóg og gerði för þeirra í gegnum undraheima geimsins skemmtilegri. Með Beyond uppfærslunni sem kemur í ágúst þá mun leikurinn stækka til muna og verða betri í fjölspilun og tengingu við aðra leikmenn og vonandi fleiri leikmenn að spila á sama tíma en áður. Á sama tíma kemur sýndarveruleika stuðningur við leikinn á PC og Playstation 4. Pakkinn mun innihalda þrennar uppfærslur í einum niðurhalspakka…
Author: Sveinn A. Gunnarsson
Wolfenstein: Youngblood færir hasarinn til nútímans, eða reyndar til lok áttunda áratugsins í nýjum co-op leik sem kemur út í þessari viku. Sagan gerist 19 árum eftir atburði Wolfenstein II: The New Colossus. B.J. Blazkowicz hefur horfið eftir að hafa tekið að sér verkefni í Parísarborg sem er undirlögð Nasistum. Eftir áralanga þjálfun föður síns þá munu tvíburadætur B.J., Jess og Soph Blazkowicz halda til Evrópu til að finna föður sinn. Hægt er að spila einn eða með vini í gegnum leikinn, uppfæra karakter þinn, opna fyrir nýja hæfileika, vopn og tól ásamt hlutum til að breyta útliti persónu þinnar.…
Margir sem spila Elder Scrolls leikina hafa beðið lengi eftir að kanna er hið dularfulla Elsweyr svæðið sem er heimaland Khajiit katta kynstofnsins og eitthvað sem leikmenn Elder Scrolls leikjanna hafa ekki séð síðan 1994 þegar The Elder Scrolls: Arena kom. Með útgáfu Eso: Elsweyr nú í byrjun júní opnast loks aðgangur að þessu svæði og bætist við nýr „klass“ til að spila sem. Klassinn heitir Necromancer og er hægt að kalla fram hina dauðu til að berjast við hlið þér og notast við nálæg lík fallina óvina til að hlaða upp kraftana þína. Með Necromancher opnast þrír nýir hæfileikar:…
Leisure Suit Larry er nafn sem margir kannast við sem hafa spilað tölvuleiki í þó nokkurn tíma. Í fyrra kom leikurinn Leisure Suit Larry – Wet Dreams Don’t Dry frá Assemble Entertainment sem við fjölluðum einmit um hér á síðunni og má finna gagnrýni leiksins hérna. Í gær kom út stafræn útgáfa af leiknum fyrir Nintendo Switch og Playstation 4 leikjavélarnar. Leikjadiskarnir koma síðan út í næstu viku og er dreift af Koch Media og verður leikurinn gefinn út í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Ítalíu, Frakklandi, Belgíu, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Portúgal, Andorra, Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Bretlandi og Írlandi. „Við…
Ghost Recon: Breakpoint var kynntur fyrir ekki svo löngu og er framhald af Ghost Recon: Wildlands. Jon Bernthal úr The Punisher og The Walking Dead þáttunum er í hlutverki fyrrum Ghost hermanns og leiðtoga Wolves sveitarinnar sem leikmenn þurfa að berjast gegn á eyjunni Aurora. Bernthal mætti á sviðið með mjög sætum hundi sem lét lítið á sig fá þrátt fyrir að vera umkringdur E3 áhorfendum. Í leiknum hafa úÚfarnir aðgang af drónum og tækni á eyjunni á meðan Ghosts þurfa að notast við það sem þeir finna og nota náttúruna sér til aðstoðar til að lifa af. Leikmenn munu…
The Division 2 kom út fyrr á þessu ári hefur gengið vel hjá Ubisoft og Massive Entertainment að lagfæra þau atriði sem fólki fannst þurfa að laga í fyrsta leiknum. Þetta hefur þó ekki verið fullkomið og hefur leikurinn verið að fá reglulegar uppfærslur til að bæta hann. Hægt verður að spila leikinn frítt á PC og leikjatölvum 13.-16. júní. Episode 1: D.C. Outskirts: Expeditions kemur út í júlí og er fyrsta stóra niðurhalsefnið fyrir leikinn og færir hasarinn út fyrir Washington D.C. Episode 2: The Last Castle kemur í haust og gerist í Pentagon herráðuneytinu. Það verður síðan nýtt…
Ubisoft kynnti uPlay+ áskriftarþjónustuna fyrir PC og Google Stadia á E3 tölvuleikjasýningunni. Áskriftin mun kosta $14,99 á mánuði og innihalda yfir 100 leiki og einnig DLC efni fyrir leikina. Nýjir leikir verða aðgengilegir samstundis í gegnum þjónustuna. Þessi markaður er að verða frekar fullur og verður athyglisvert að sjá hvernig þessi fyrirtæki sem eru til fyrir munu reyna að keppa um hylli áskrifenda og peninga þeirra.
Just Dance leikirnir hafa selst mjög vel fyrir Ubisoft í gegnum síðustu 10 ár og fengið árlega útgáfu á nær allar tölvur sem virðast vera til hreinlega. Þú veist að Ubi eru mættir á svæðið þegar þú sérð pöndu taka danspor á E3 sviðinu. Just Dance 2020 kemur út fyrir Nintendo Switch, PS4, Xbox One, Nintendo Wii (já þið lásuð þetta rétt!) og Google Stadia streymiþjónustuna.
Rob McElhenney úr It’s Always Sunny in Philadelphia kynnti nýja þætti á E3 tölvuleikjasýningunni þar sem hann ásamt leikurum úr þáttunum hafa verið að vinna að og tengist tölvuleikjaiðnaðinum. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Ubisoft. Þátturinn er í gerviheimildarþáttastíl og fjallar um fólk sem er að vinna að MMO-RPG leiknum Mythic Quest: Raven’s Banquet. Rob leikur Ian Grimm sem leiðir verkefnið og fjalla þættirnir um allt það sem fylgir því að búa til tölvuleiki og þau ævintýri og vandræði sem því fylgir. Þættirnir eru væntanlegir á Apple TV streymiþjónustuna. Ef húmorinn er eitthvað í anda við Sunny þá ætti…
Orðrómar höfðu verið í gangi í nokkurn tíma fyrir E3 um að nýr Watch Dogs leikur væri á leiðinni og að sögusvið leiksins væri London. Eins og oft er þá reyndust þessar sögusagnir vera sannar. Í leiknum virðist London vera undir eftirliti í náinni framtíð þar sem „stóri bróðir“ fylgist með öllu. ctOS eftirlits- og stjórnunarkerfið virðist vera með puttana í öllu í borginni með drónum sínum og myndarvélum, ásamt hermönnum sem berja niður alla andspyrnu. Persónurnar sem þú stjórnar geta dáið og þú skiptir reglulega um karakter í borginni. Persónur munu hafa upprunasögur sem er hægt að spila og…