Eins og búist var við þá var EA með fréttir af næsta leiknum þeirra í Mass Effect leikjaveröldinni en því miður er enn ekki komin almennileg stikla eða vídeó með leikjaspilun. Hins vegar gáfu þeir út nokkurs konar umfjöllunarvídeó (sjá fyrir neðan) og maður fékk sýnishorn af grafíkinni sem lofar alveg góðu. Leikurinn á að vera stærri og opnari þ.e.a.s. spilarar geta flogið til mismunandi plánetna og það virðist vera lögð meiri áhersla á að skoða alheiminn og það vekur upp spurningar um hvort að sagan, sem hefur verið stærsti þáttur ME leikja hingað til, verði ekki eins stór hluti.…
Author: Steinar Logi
E3 2016 hefst á morgun og svona lítur dagskráin út með íslenskum tímasetningum: EA – 12 júní, sunnudag kl. 20 Bethesda – 13 júní, mánudag kl. 02 Microsoft – 13 júní, mánudag kl. 16:30 PC Gaming – 13. júní, mánudag kl. 18:30 Ubisoft – 13 júní, mánudag kl. 20 Sony – 14 júní, þriðjudag kl. 01 Nintendo – 14 júní, þriðjudag kl. 16 NN stefnir á að koma með helstu fréttir af ráðstefnunni. Sumt að því sem búist er við frá ráðstefnunni er t.d. Dishonored 2, nýjar útgáfur af PS4 og Xbox One, VR nýjungar, Watch Dogs 2, Battlefield 1 og…
Listinn er að sjálfsögðu aðeins álit undirritaðs og miðast við ofurhetjumyndir síðustu ára. 5. Avengers Assemble – The Avengers (Alan Silvestri) Íkoniskt ofurhetjuþema fyrir myndina sem byrjaði nýjasta blómaldarskeið ofurhetjumynda 4. Captain America: Winter Soldier – Winter Soldier (Henry Jackman) Þetta er rokkaðra lag en gengur og gerist í svona myndum en er með frábæra uppbyggingu og mikinn kraft. 3. Man of Steel – Terraforming (Hans Zimmer o.fl.) Hans Zimmer kann sitt fag. Það er rosaleg orka í Terraforming, jafnvel á rólegu köflunum. Þetta er eitt af þessum kvikmyndaþemalögum sem maður heldur að hafi náð hámarki en svo bara fer…
Stundum veit maður ekki hvort maður á að gráta eða hlæja yfir Homefront: The Revolution. Það er alla vega ekki annað hægt en að klóra sér á hausnum yfir því hvað svona leikur er að gera á markaðinum núna, þegar stórleikir eins og Doom, Uncharted 4 og Overwatch eru seldir á sama verði. Þetta eins og að þriggja stjörnu hótel færi að rukka það sama og Waldorf Astoria. Homefront: Revolution er framhald af Homefront sem kom út árið 2011. Sá leikur sló ekki í gegn en vakti samt athygli. THQ sem bjó hann til varð síðan gjaldþrota, Crytek eignaðist réttindin…
Önnur stiklan fyrir Star Trek: Beyond er kominn á vefinn og almennt er talað um að þetta líti betur út en fyrri Beastie Boys stiklan. Eins miklir snillingar og Beastie Boys eru þá var þetta ekki að passa saman en sá nýjasti er meira „Star Trek“ Einnig kom út í síðustu viku smá „kitla“ fyrir nýju sjónvarpsþættina
Battleborn er nýjasta afurð Gearbox software sem eru þekktir fyrir Borderlands leikina og eru núna að hasla sér völl á MOBA markaðinum (Multiplayer Online Battle Arena sem eru leikir eins og League of Legends og DotA). Það er mikið að gerast á þeim markaði um þessar stundir og þá ber helst að nefna að Overwatch frá Blizzard kemur út seinna í þessum mánuði. Þetta er ekki týpískur MOBA leikur, til þess er hann of líkur Borderlands leikjunum og er spilaður í fyrstu persónu, þannig að þetta er blanda af MOBA og FPS. Margir halda að Overwatch og Battleborn séu mjög…
Civilization VI kemur út í október þetta ár og núna var að koma út fyrsta stiklan. Polygon er með mjög nána úttekt á þessu
Í einu af verkefnum sínum þá lenda Hefnendurnir (Avengers) í óhappi sem leiðir til dauða saklauss fólks. Yfirvöld hafa fengið nóg og krefjast þess að ofurhetjurnar sæti eftirliti og geri ekki neitt nema í samráði við sérskipað yfirvald. Steve Rogers hefur brennt sig á slíku áður og neitar en Tony Stark, bugaður af samviskubiti vegna fortíðar sinnar, ákveður að skrifa undir og þannig tvístrast Hefnendurnir í tvær fylkingar. Í framhaldi af þessu gerast atburðir sem breikka gjánna á milli þeirra. Bucky, einnig þekktur sem Vetrarhermaðurinn, og gamall vinur Kafteinsins poppar upp og einnig dularfullur einstaklingur sem veit ýmislegt um fortíð…
Franky Zapata, sem uppgötvaði „Flyboard air“, hefur sett Guinness heimsmet fyrir lengsta flug svifbrettis (hoverboard). Hann sveif yfir 2.252 metra og rústaði fyrra metinu sem var 275,9 metrar. Það er hreint ótrúlegt að horfa á þetta og fyrir þá sem vilja vita meira bendum við á þessa grein frá The Verge. Eitthvað var talað um að vídeóið að neðan væri falsað í fyrstu en þar sem hann náði að slá Guinness met síðasta laugardag þá er það hæpið.
Þá er nýr Dark Souls leikur kominn út aðeins ári eftir Bloodborne og greinilega nóg að gera hjá meistara Hidetaka Miyazaki. Hann var ekki við stjórnvölinn í síðasta Dark Souls leik og maður fann það. Þrátt fyrir að Dark Souls II hafi verið fínn leikur þá bjóst maður við meiri fjölbreytileika hvað varðar óvini, betri leikjaupplifun og heilstæðari leikjaveröld. Snilli Miyazaki felst nefnilega meðal annars í því hversu góður hann er að búa til sannfærandi veröld sem hefur uppá að bjóða heillandi en jafnframt þrúgandi andrúmsloft. Gerir hann þetta fyrir Dark Souls III? Já og nei, en að mestum hluta já.…