Undanfarið hefur sumt í skemmtanabransanum verið yfirhæpað (svo ég sletti smá) eins og Batman v Superman og Suicide Squad. No Man’s Sky fellur í þann flokk en það var ekki endilega hönnuðurinn Hello Games sem olli því heldur varð fólk hrifið af hugmyndinni bak við leikinn á þessum tímu framhaldsleikja og fárra nýrra hugmynda. Það að geta flogið um alheiminn í leit af nýjum plánetum og sólkerfum höfðar til margra, sérstaklega þegar pláneturnar í leiknum eru 18 kvintilljónir (18.446.744.073.709.511.616). (Fyrir áhugasama þá er grein á ScienceBlogs sem metur fjöldann ca. 1024 af plánetum í okkar eigin alheimi en No Man’s Sky…
Author: Steinar Logi
Stikla er komin út fyrir Star Wars Rogue One og þessi mynd virðist vera alvarlegri og drungalegri en við höfum vanist enda glímir andspyrnan við mikið mótlæti. Leikarar lofa góðu og gaman verður að sjá t.d. gamla bardagakappann Donnie Yen sem blindan stríðsmann sem bregður fyrir í stiklunni.
Það þarf ekki að kynna Suicide Squad fyrir lesendur Nörd Norðursins þannig að við vindum okkur strax í spillafría gagnrýni, enda erfitt að komast hjá því að vita eitthvað um Suicide Squad því að stiklur og auglýsingar fyrir hana hafa verið keyrðar látlaust í langan tíma. Þetta „yfirhæp“ vinnur gegn því að myndin virki því að númer eitt þá hækka væntingarnar verulega og númer tvö þá hefur Jókerinn mun minna hlutverk en maður var látinn halda. Afgreiðum Jókerinn fyrst; Jared leto hefur einfaldlega ekki það mikinn skjátíma til að hafa mikil áhrif á myndina en hann er ekki það slæmur. Hann…
Það er lítið annað talað um þessa dagana en Pokémon Go og ekki bara innan leikjaheimsins heldur alls staðar. Það líður varla sá dagur að maður heyrir ekki 10 mismunandi sögur af Pokémon Go og maður tekur eftir fólki út um allt að spila leikinn. Tímasetningin er frábær (þrátt fyrir örðugleika að komast inn fyrstu dagana), það er gott veður úti og margir í sumarfríi. Allt í einu þarf maður ekki að reka krakkana út að leika sér, þau gera það sjálf. Reyndar hefur þetta breytt lífi margra fjölskyldna og til hins góða hingað til. Núna er hægt að rölta með…
Það voru margar leikjastiklur sýndar á E3 2016 og hér eru þeir sem undirrituðum fannst athyglisverðastir (sumar hafa þegar verið birtar á NN): Fyrstur er Titanfall 2 sem virkar sem fjölbreytilegur og skemmtilegur fjölspilunarleikur en greinilega að einnig hefur verið lagt eitthvað í „single-player“ leikinn. Efri stiklan er fjölspilun en neðri „single-player“ Prey lítur fantavel út og út frá stiklunni þá virðist þetta vera skotleikur í framtíðarheimi þar sem aðalsöguhetjan er hugsanlega tilraunadýr sem á erfitt með að greina hvað er raunverulegt og hvað ekki. Tveir hópar innan Arkane Studios eru annars vegar að vinna að Prey en hins vegar…
Á Microsoft ráðstefnunni var sýnd smá stikla fyrir leikinn Inside, framleitt af Playdead, sem vakti enga sérstaka athygli enda gefur stiklan nánast ekkert upp eins og sjá má að neðan. Sá sem talaði á eftir sagði samt að þetta væri alveg einstakur leikur, einn besti sem hann hafði spilað. Maður hefur heyrt það sama frá gagnrýnendum, t.d. Kotaku og IGN, og þeir lýsa þessu sem alveg einstakri spilaupplifun en þeir mega ekki gefa honum einkunn ennþá né fjalla um hann í smáatriðum. Þetta er svona leikur sem virðist vera betri, því minna sem maður veit um hann sem er líklega…
Ný stikla kom frá Santa Monica Studio sem sýnir eldri og rólegri Kratos á veiðum með syni sínum. Leikurinn sem heitir einfaldlega God of War (einkennilegt nafn þar sem þetta virðist ekki vera endurgerð af fyrsta leiknum) og virkar öðruvísi en fyrri leikir. Heimurinn er mun opnari og maður fær reynslustig fyrir að uppgötva nýja staði, það er spurning hvort við séum að fá God of War í Skyrim heimi en bardagaatriðin í stiklunni eru samt eins og beint úr þessum klassísku GoW bardögum þannig að það lofar góðu. Samband Kratos og sonarins er mjög eftirtektarvert og bendir til breyttra áherslna.…
Microsoft var með nokkuð stórar tilkynningar hvað varðar vélbúnað á ráðstefnu E3 í dag. Í fyrsta lagi þá er að koma út minni og þynnri útgáfa af Xbox One sem heitir Xbox One S, kemur út í ágúst og kostar 299$ í USA. Verðið miðast við 500 gb en 1 tb er 349$ og 2tb 399$. Vélin er betri en eldri týpur því að hún getur m.a. spilað bluray, styður 4k Ultra HD og er með bættum stýrispinna. En stóra fréttin er Project Scorpio sem stefnir í að vera nokkurs konar Súper Xbox One og ætti að vera til sölu næsta ár.…
Ný stika fyrir We Happy Few var sýnd á Microsoft ráðstefnunni en þetta virðist vera athyglisverður leikur sem minnir einna helst á Bioshock. Við skyggnumst inn í þjóðfélag þar sem allir virðast vera algerlega klikkaðir og þurfa að taka pillurnar sínar en sjón er sögu ríkari. Bílaleikurinn Forza Horizon 3 var einnig í sviðsljósinu enda mjög flottur leikur. Núna erum við í Ástralíu á fjölbreytilegum svæðum þar og hægt er að velja um 350 bíla þ.á.m. 2017 útgáfuna af Lamborghini Centenario. Leikurinn leggur mikla áherslu á félagslega hlutann, eins og sjá má á spilunarvídeóinu, og kemur út 27. september þetta…
Eftir lágstemmda kynningu á leiknum Fe sem er hluti af indíleikjaprógrammi EA (sem kallast EA Originals), þá heyrðist hið kunnuglega stef John Williams. Talað var um framtíð Star Wars leikjanna en ekki var mikið um leikjaspilun eða stiklur. Lögð var áhersla á áframhaldandi stuðning við Star Wars Battlefront, Star Wars: The Old Republic og Star Wars: Galaxy of Heroes. Næsta ár kemur Star Wars Battlefront 2 út en sá fyrri sló ekki alveg í gegn hjá leikjaunnendum og þótti frekar þunnur. Kynnirinn tók á þessu með því að segja að EA hafi hlustað á óskir aðdáenda sinna og það verður…