Greinar

Birt þann 2. júlí, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

E3 2016 – Bestu stiklurnar

Það voru margar leikjastiklur sýndar á E3 2016 og hér eru þeir sem undirrituðum fannst athyglisverðastir (sumar hafa þegar verið birtar á NN):

Fyrstur er Titanfall 2 sem virkar sem fjölbreytilegur og skemmtilegur fjölspilunarleikur en greinilega að einnig hefur verið lagt eitthvað í „single-player“ leikinn. Efri stiklan er fjölspilun en neðri „single-player“

Prey lítur fantavel út og út frá stiklunni þá virðist þetta vera skotleikur í framtíðarheimi þar sem aðalsöguhetjan er hugsanlega tilraunadýr sem á erfitt með að greina hvað er raunverulegt og hvað ekki.

Tveir hópar innan Arkane Studios eru annars vegar að vinna að Prey en hins vegar Dishonored 2. Sjálfur spilaði ég Dishonored í tætlur og hlakka mikið til að grípa í þennan

Eitthvað af liðinu bak við Journey bjó til Abzu þ.á.m. Austin Wintory sem gerði tónlistina fyrir Journey og sem ég tel eina bestu tónlist í tölvuleik sem ég hef heyrt. Seldur!

Kratos snýr aftur sem eldri faðir. Leikurinn lítur vel út og greinilegt að það á að leggja meiri áherslu á sögu og persónur í þessari kynslóð.

Heimsendir með uppvakningum höfum við séð áður en þessi virkar vel gerður og áhugaverður. Tónlistin er plús.

Mér finnst eins og það hafi verið gerðar margar tilraunir til að gera góðan Spiderman leik en kannski er biðin á enda. Verður þetta Arkham Kóngulóarmannsins? Tónlistin er aftur plús.

Það eru svona leikir sem fá undirritaðan til að spá í VR; það að kanna nýja staði í vísindaskáldsöguveröld.

Resident Evil serían hefur verið að misstíga sig stundum en þessi stikla lofar hugsanlegu einhverju góðu

Stiklan fyrir Horizon Zero Dawn sýnir spilunina í sjálfum leiknum og þetta lítur út fyrir að vera nokkurs konar Far Cry en í óvenjulegum heimi manna á frumstigi og véldýra

Detroit Became Human virðist vera svona bíómyndaleikur (Heavy Rain, Until Dawn o.s.frv.) en áherslan er greinilega lögð á mismunandi tímalínur eftir því hvað þú ákveður að gera. Virkar mjög spennandi.

Kojima.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑