Fyrri Mass Effect leikirnir gerðust árið 2183 í skáldaðri útgáfu af Vetrarbrautinni en í ME: Andromeda erum við komin í Heleus hluta Andrómeda stjörnukerfisins 634 árum seinna. Við vitum ekki hvað hefur gerst þessi 634 ár því að árið 2185, rétt eftir atburði fyrri leikjanna, lögðu geimskip eða arkir af stað með 20.000 einstaklingum hverrar tegundar (mannverur, túríans, salaríans o.sfrv.) og í hlutverki Nóa voru svokallaðir Leiðsögumenn (Pathfinders). Tilgangurinn var að finna nýjar plánetur í framtíðinni sem þóttu lífvænlegar og til þess voru ferðalangarnir frystir í þessi 634 ár (cryosleep). Skemmtileg nálgun því að þetta eru samtímamenn Shephards úr fyrri leikjum,…
Author: Steinar Logi
Nioh er hasar-hlutverkaleikur (action RPG) þróaður af Team Ninja og gefinn út af Koei Tecmo fyrir SOE. Ef eitthvað kvakar eins og önd og labbar eins og önd þá er það líklega önd semsagt þetta er algerlega Dark Souls eftirherma þó að einhverjir þræti fyrir það. Það eru bara of margir hlutir sem eru greinilega fengnir að láni frá Dark Souls og sérstaklega Bloodborne. En Team Ninja stendur sig vel í að byggja á þessari tegund leikja og bæta einhverju nýju við. Lords of the Fallen reyndi að gera það sama árið 2014 en náði ekki vinna sig upp úr…
Dishonored kom út 2012 og var vel tekið fyrir að vera frumlegur fyrstu-persónu hasarleikur (action-adventure) þar sem þú gast valið hvort þú leystir málin með miklu ofbeldi eða hélst þig úr augsýn (eða notaðir blöndu af hvoru tveggja). Það sem lyfti honum upp yfir sambærilega leiki var einstök hönnun, afturhvarf til klassískra leikja eins og Thief og frumlegur listrænn stíll. Við þetta bætist skemmtilegir hæfileikar (samblanda af göldrum og vopnahæfileikum) og endurspilunarmöguleikar því oft var hægt að leysa hlutina á mismunandi vegu. Í Dishonored þá varstu Corvo Attano, lífvörður keisaraynjunnar í Dunham, en þrátt fyrir að vera einna bestur í þínu fagi þá náðirðu ekki…
Leikirnir sem voru sýndir á Playstation Experience ráðstefnunni voru mjög fjölbreytilegir og lofa góðu þrátt yfir að það sé lítið um nýjar sögur, þetta eru nær allt framhaldsleikir. En næsta ár verður gott ár. Hérna eru þeir helstu að mati undirritaðs (við skrifuðum um Death Stranding í gær) The Last of Us Part II – Flottur trailer sem gefur ekki mikið upp. Enginn útgáfudagur ennþá. Crash Bandicoot: N. Sane Trilogy – Naughty Dog hefur tekið fyrstu þrjá leiki grafíklega algerlega í gegn. Kemur út 2017 The Last Guardian – Kemur út 6.des nk. og margir búnir að bíða eftir þessum með…
Hideo Kojima kom með nýja stiklu fyrir Death Stranding á The Game Awards 2016 og þetta er ein magnaðasta leikjastikla sem maður hefur séð í langan tíma. Mads Mikkelsen er ótrúlega flottur og allt við þennan leik lofar góðu. bónus: Mass Effect Andromeda spilun
XCOM 2 kom út fyrir PC, OS X og Linux febrúar þetta ár en í september sl. kom hann fyrir PS4 og Xbox One. XCOM serían hefur langa sögu en var endurvakin með góðum árangri árið 2012 með XCOM: Enemy Unknown sem undirritaður spilaði mikið á PS3. XCOM 2 er erfiður leikur, rétt eins og fyrri leikurinn, sem lætur mann fá Stokkhólms-heilkenni; því meira sem hann refsar manni því meira lærir maður á hann og því meira gaman hefur maður af honum. Maður getur samt valið erfiðleikastigið og það er hægt að gera hlutina auðveldari með því að vista leikinn…
NBA2K serían hefur verið á samfleyttri sigurgöngu í mörg ár en að margra mati þá tók serían skref framá við með NBA2K11 þegar þeir heiðruðu besta körfuboltamann allra tíma; Michael Jordan. Síðan hafa margir mætir kappar verið andlit leiksins og núna er komið af Paul George, leikmanni Indiana en einnig var gefin út takmörkuð Kobe Bryant Legends útgáfa fyrir þá sem vilja meira (en því miður eru engar Kobe Bryant áskoranir eins og voru fyrir MJ og Lebron, vonandi verður samt eitthvað gert fyrir KB, Tim Duncan og Kevin Garnett í NBA2K18 sem hafa allir nýlega lagt skóna á hilluna). því…
Warlords of Draenor, viðbótin sem kom á undan Legion, fékk góðar viðtökur í fyrstu. Sjálfur keypti ég WoD löngu eftir útgáfu og spilaði í nokkrar vikur en það vantaði eitthvað til að halda manni lengur en það, þetta varð frekar einmanalegt og aðeins of mikið um endurtekningar. Flestir eru sammála að Blizzard stóð sig ekki alveg nógu vel að halda henni lifandi. Ég bjóst við að þetta væru endalokin milli mín og World of Warcraft en eins Sisyfus þá byrjaði ég að ýta steininum aftur upp brekkuna eftir að hafa heyrt góða hluti um Legion. Það er mun meira lagt upp…
Fyrir þá sem ekki þekkja til No Man’s Sky þá byggist hann á því að þú ert í risastórum alheimi með 18 kvintilljónir plánetna og tungla sem skapast við uppgötvun þ.e.a.s. þegar leikmaðurinn lendir á plánetu þá ertu sá/sú fyrsta sem sérð hana, ekki einu sinni þróunarteymið hefur séð þessa plánetu. Ef einhver kemur seinna á þessa sömu plánetu þá sjá þeir hana eins og þú sást hana í fyrsta sinn. Þetta kallast „procedurally generated“ þar sem heimurinn er skapaður útfrá stærðfræðiformúlu. Þannig að ef þú ert þessi leikjatýpa sem vilt skoða áður óþekkta hluti þá ætti NMS að slökkva…
Arrival með Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker virðist vera Contact (1997) okkar tíma í fljótu bragði og fjallar um fyrstu kynni við geimverur (Amy Adams ekki nýgræðingur á því sviði). Fyrsta stiklan var að koma út en áður var gefin út minni kitla sem gaf ekki upp eins mikið. Aðvörun: stiklan sjálf virðist gefa upp talsvert af söguþræðinum sem er því miður of algengt í dag (kitlan (teaser) er fyrir ofan en stiklan sjálf fyrir neðan)