Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Í þessum sérstaka The Last of Us Part II spoiler-þætti fjalla þeir Sveinn, Bjarki og Daníel um hvernig leikurinn, og þá fyrst og fremst söguþráður leiksins, fór í þá eftir að hafa spilað leikinn til enda. Athugið að þátturinn inniheldur spilla (spoilers) úr The Last of Us Part II. Ef þú hefur ekki klárað leikinn og vilt ekki láta spilla sögu leiksins fyrir þér skaltu stoppa hér, klára leikinn og hlusta svo! Leikjavarpið – Hlaðvarp Nörd Norðursins · Leikjavarpið #12 – The Last of Us Part II spilliþáttur

Lesa meira

Daníel, Sveinn og Bjarki ræða um það helsta úr heimi tölvuleikja. Meginefni þáttarins er PlayStation 5 og The Last of Us Part II, en fjallað verður um leikinn í lok hlaðvarpsins án allra spilla. Auk þess ræða þeir drengir um nýja leikinn Trivia Royale sem er frá íslenska leikjafyrirtækinu TeaTime Games, nýjustu fréttir varðandi Cyberpunk 2077 og hvernig hin dreifða E3 dagskrá ársins 2020 fór í nördana. Efni þáttarins: • PlayStation 5 (tölvan, leikir, verð o.fl.) • Trivia Royale • Cyberpunk 2077 • E3 dagskráin • The Last of Us Part II (spoiler free umræða) Leikjavarpið – Hlaðvarp Nörd Norðursins…

Lesa meira

Bjarki, Daníel og Sveinn ræða um það helsta úr heimi tölvuleikja. Efni þáttarins: • Xbox Series X kynning, • Summer Game Fest sumarhátíðin, • Unreal Engine V • Tony Hawk Proskater 1&2 endurgerð, • EA framleiðir fleiri Switch leiki, • Summer Game Fest dagskráin, • Paper Mario: The Origami King, • Ghost of Tsushima, • GTA V frír á Epic Store, • Final Fantasy 7 Remake samantekt. Mynd: Tæknidemó Unreal Engine V (2020)

Lesa meira

Í níunda þætti Leikjavarpsins ræða Sveinn og Daníel meðal annars um stöðu Stadia frá Google, nýju viðbótina fyrir Fallout 76 og lekann sem herti á The Last of Us Part 2. Að sjálfsögðu spilli-frír þáttur! Efni þáttarins: 🎶 Fortnite tónleikar, 🌀 Stadia Connect viðburður, 🤖 Tölvuþrjótar herja á Nintendo, 🌄 Ný viðbót fyrir Fallout 76, 🎮 Xbox Series X kynning þann 7. maí, ⚔️ Assassin’s Creed: Valhalla kynntur, 🏯 The Last of Us Part II og Ghost of Tsushima fá nýja útgáfudaga & 🧟‍♂️ Efni úr The Last of Us Part II lekið á netið.

Lesa meira

Daníel, Bjarki og Sveinn fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja! Það má segja að það sé einskonar remake-þema þessa dagana í Leikjavarpinu með Final Fantasy VII, Resident Evil 3 og Crysis. Strákarnir spiluðu allir Final Fantasy VII Remake í vikunni sem margir FF aðdáendur hafa beðið lengi eftir. Sveinn spilaði zombíleikinn Resident Evil 3 Remake og fjallar um hann. Einnig er fleira til umræðu eins og útlitið á nýju PS5 fjarstýringunni, Crysis Remake, Midgard 2020 og fleira. Efnisyfirlit þáttarins:* The Last of Us Part II seinkar á ný,* Final Fantasy 7 Remake,* Fyrstu myndir af PlayStation 5 fjarstýringunni,*…

Lesa meira

Sveinn, Daníel og Bjarki fjalla um það helsta í heimi tölvuleikja. Sveinn baðar sig í blóðpollum Doom Eternal og segir okkur frá sinni upplifun. Daníel skellti sér í Animal Crossing og er orðinn stórskuldugur eftir stutta spilun. Bjarki segir frá indíleikjunum Mosaic og Spirit of the North sem sækir innblástur til Íslands. Efnisyfirlit þáttarins: Ný íslensk eSports-sjónvarpsstöð kynnt til sögunnar,PlayStation 5 kynningin,Nintendo Direct Mini,Doom Eternal,Mosiac,Spirit of the North,Half Life: Alyx,Animal Crossing,Væntanlegir leikir.

Lesa meira

Bjarki, Daníel og Sveinn fjalla um áhrif COVID 19 á tölvuleikjaviðburði ársins en EVE Fanfest og GDC ráðstefnunum hefur meðal annars verið aflýst vegna veirunnar. Einnig fjalla þeir drengir um það sem vitað er um næstu kynslóð leikjatölva og taka fyrir tölvuleikina Plague Inc, A Plague Tale, Dreams og Final Fantasy VII Remake demóið. Efni þáttarins: • Áhrif COVID-19 á leikjaheiminn • EVE Fanfest og GDC 2020 aflýst • Staðan á E3 2020 • Plague Inc. nær aftur vinsældum • A Plague Tale umfjöllun • Dreams umfjöllun og rýni • Final Fantasy 7 Remake demo • Xbox Series X Specs…

Lesa meira

Sony tilkynnti í vikunni að fyrirtækið muni ekki taka þátt í E3 tölvuleikjasýningunni sem fram fer í Los Angeles í Bandaríkjunum ár hvert. E3 er ein stærsta tölvuleikjasýning heims og á henni hafa stóru fyrirtækin innan leikjabransans kynnt væntanlega leiki og tækninýjungar. Sony tók ekki heldur þátt í fyrra svo þetta verður annað árið í röð þar sem Sony verður frá. Þess má geta að þá er ný leikjatölva frá Sony, PlayStation 5, væntanleg á markað í lok árs og á fyrirtækið enn eftir að kynna tölvuna fyrir fjölmiðlum og almenningi. Strákarnir í Leikjavarpinu fóru yfir þessar fréttir (hefst 01:29:00)…

Lesa meira

Leikjavarpið snýr aftur eftir langt og gott jólafrí! Í fimmta þætti Leikjavarpsins fara þeir Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór yfir það sem er væntanlegt á leikjaárinu 2020: Cyperpunk 2077, The Last of Us Part II, Final Fantasy VII Remake og fleiri spennandi leikjatitlar. Einnig velja þeir drengir svo sína þrjá uppáhalds tölvuleiki seinasta áratugs, 2010-2019. Sjóðheit tilkynning í lokin: Sony tilkynnir að fyrirtækið muni EKKI taka þátt í E3 á þessu ári! Hlustaðu á fimmta þátt Leikjavarpsins hér fyrir neðan.

Lesa meira

Daníel Rósinkrans, Bjarki Þór og Sveinn Aðalsteinn fara yfir leikjaárið sem er að líða með því að rýna í niðurstöður The Game Awards verðlaunanna og lista upp sína uppáhalds leiki árisins 2019. Einnig hita þeir aðeins upp fyrir næstu kynslóð leikjatölva en PlayStation 5 frá Sony og Xbox Series X frá Microsoft eru báðar væntanlegar á næsta ári.

Lesa meira