Einn af mínum uppáhalds rithöfundum, Richard Matheson, lést 23. júní síðastliðinn. Kannski þekkja ekki allir nafn hans en Matheson ásamt Ray Bradburry, sem lést 5. júní í fyrra, hafði mikil áhrif á mig sem rithöfund. Æfi Matheson leiddi hann um víðan völl. Hann var sonur norskra innflytjenda í New Jersey, var fótgönguliði í her Bandamanna í seinna stríði og eftir það farsæll rit- og handritshöfundur. Vísindaskáldsögur Frægast bók Matheson er I am Legend, sem kom út 1954. Hún er af mörgum talin vera næst merkasta bók vampírubókmenntanna og er sagt að einungis Drakúla eftir Bram Stoker standi henni framar. Hún…
Author: Nörd Norðursins
Saga netsins er bæði löng og að mörgu leyti mjög stutt en umfram allt áhugaverð. En nú gefst fólki tækifæri til þess að líta yfir sögu netsins með því að heimsækja The Big Internet Museum. Safn sem er opið öllum og frítt inn. Byrjað er frá byrjun og sagt frá Paul Otlet sem árið 1934 setti fram þá hugmynd að tengja mætti allan heiminn saman með tækninni. Síðan eru forverar netsins kynntir til sögunnar og undir lok sýningarinnar er sagt frá tilurð helstu samfélagsmiðlanna eins og MySpace og Facebook. Einnig er að finna yfirlit yfir internet-æði (meme) eins og Star…
Athugið: Inniheldur spilla. Ég get ekki sagt að ég hafi verið hress eftir Man of Steel. Ekki vegna minnimáttarkenndar og öfundsýki út í ofurkrafta Superman heldur vegna þess að vonbrigðin voru svo mikil og mér var hugsað til yngri kynslóðarinnar, markhóps þessarar myndar sem þarf að þola svona tillitsleysi. En meira var mér hugsað til valdaklíkunnar í Hollywood sem gerir lítið úr vitsmunum og þolinmæði áhorfenda með því að bjóða því upp á svona vöru, sem á frekar heima í skemmtigarði. Þar sem ég sat stopp á rauðu ljósi eftir að hafa keyrt frá kvikmyndahúsinu varð mér hugsað til „State…
Nú á uppsafnaður lestur á National Geographic tímaritinu og heimildarþáttamaraþonum í boði David Attenboroughs eftir að skila sér! Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla sendi frá sér nýjan spurningaleik í dag. Leikurinn ber heitið Nat Geo Wild QuizUp og er fáanlegur ókeypis á Android, iPhone og iPad. Í Nat Geo Wild QuizUp þurfa spilarar að svara ýmiskonar spurningum sem tengjast dýralífinu. Nat Geo Wild QuizUp er hluti af QuizUp spurningaleikjaseríunni sem samanstendur af Twilight QuizUp, Math QuizUp, Movie QuizUp, Video Game QuizUp, Basketball QuizUp – auk Nat Geo Wild QuizUp. Í QuizUp leikjunum er spilað á móti andstæðingi í rauntíma og tekur…
Skráning er hafin í stærsta LAN-mót ársins! HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, og verður haldið dagana 19 – 21.júlí í Sólinni (aðalbyggingu) í Háskólanum í Reykjavík. Skráning fer fram hér á www.hringurinn.net. Öllum er velkomið að skrá sig, sama hvort þeir stundi nám í HR eða ekki. Keppt verður í Counter-Strike Go, Starcraft 2, League Of Legends og DotA 2. Þátttökugjald er 3.900 kr. á meðan á skráningu stendur á heimasíðu HRingsins og verður lokað fyrir skráningar kl. 23:59 sunnudaginn 14. júlí. Þeir sem ná ekki að skrá sig…
Myndasögur, bandarískar myndasögur sérstaklega, fóru í gegnum ákveðin og afmörkuð tímabil þar sem má greina sérstakan stíl og hugmyndafræði. Oft eru þessi tímabil nefndar „aldir“ og þá er um að ræða gullöldina, silfuröldina, bronsöldina og myrköldina. Aldirnar eru mislangar, sumir vilja til dæmis meina að myrköldin sé ennþá í gangi,en hún hefst um miðjan níunda áratuginn. Ef til vill mun þetta tímabil vera brotið upp af fræðingum og kannski höfum við gengið inn í nýja öld í dag (öld atburðanna kannski). Gullöldin hefst 1938 þegar Superman birtist í Action Comics nr.1 og varð fljótlega svo vinsæll að menn fóru að…
Það vill oft verða þannig að þær kvikmyndir sem virðast eiga möguleika á að setja ný viðmið og hafa áhrif á kvikmyndagerð framtíðarinnar fari framhjá flestum á þeim tíma sem þær koma út. Ekki eru þær allar gallalausar og þvert á móti geta þær verið algjört flopp. En það sem lifir áfram er ekki það sem fór úrskeiðis, heldur það sem kom á óvart og tókst betur en hjá þeim sem áður hafa reynt við þrautina. Í þessu tilviki er um að ræða sýn á heim sem, eins og yfirleitt, er eins konar spegilmynd af okkar eigin. Heim þar sem…
Stuttmyndin Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Palm Springs í Californiu sem fer nú fram, en sú er ein virtasta stuttmyndahátíð í heimi. Myndin, sem var útskriftarmynd Ásu úr kvikmyndagerðardeild Columbia háskóla í New York, hefur verið sýnd á yfir 20 hátíðum síðan hún var frumsýnd á RIFF 2012, þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin er framleidd af Vintage Pictures (Hlín Jóhannesdóttir og Birgittu Björnsdóttir) og Andrew Hauser, en með helstu hlutverk fara Katherine Waterston (sem fer nú með lykilhlutverk í næstu mynd Paul Thomas Anderson), Walter Grímsson, Elva Ósk Ólafsdóttir…
Sony sendi nýlega frá sér þetta kynningarmyndband sem sýnir notendaviðmót PlayStation 4. Nýja viðmótið virkar fyrir að vera stílhreint, einfalt og þægilegt í notkun. PlayStation 4 kemur í verslanir í lok árs. -BÞJ
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Eitt langt Street Fighter bragð 8-bita Star Trek á 90 sekúndum Cosplay á Etna Comics 2013 Hressar mömmur að spila tölvuleiki Birgir Páll spilar Star Trek