Fréttir

Birt þann 25. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Skráning hafin í HRinginn 2013 – Stærsta LAN-mót ársins!

Skráning er hafin í stærsta LAN-mót ársins! HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, og verður haldið dagana 19 – 21.júlí í Sólinni (aðalbyggingu) í Háskólanum í Reykjavík. Skráning fer fram hér á www.hringurinn.net. Öllum er velkomið að skrá sig, sama hvort þeir stundi nám í HR eða ekki.

Keppt verður í Counter-Strike Go, Starcraft 2, League Of Legends og DotA 2. Þátttökugjald er 3.900 kr. á meðan á skráningu stendur á heimasíðu HRingsins og verður lokað fyrir skráningar kl. 23:59 sunnudaginn 14. júlí. Þeir sem ná ekki að skrá sig í tæka tíð geta skráð sig á staðnum, en þá hækkar þátttökugjaldið upp í 4.900 kr.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér á heimasíðu HRingsins og hjá HRingnum á Facebook.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑