Bíó og TV

Birt þann 27. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýjar ljósmyndir úr kvikmyndinni Noah

Samkvæmt vefsíðunni The Playlist birtust í dag nýjar ljósmyndir úr kvikmyndinni Noah sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestir vita þá var hluti myndarinnar tekinn hér á landi og ef eitthvað er að marka frétt The Playlist þá er okkar ástsæli leikari Jóhannes Haukur Jóhannesson í stærra hlutverki en búast mætti við því  minnst er á hann í upptalningu þeirra leikara sem fara með stærstu hlutverkin í myndinni, en einnig er minnst á hinn íslenska leikara Arnar Dan í sömu upptalningu. Því má ætla að hlutverk Jóhannesar og Arnars sé meira en bara lítil aukahlutverk en það á eftir að koma betur í ljós. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu ljósmyndirnar úr myndinni og ef eitthvað er að marka bakgrunn myndarinnar af Jennifer Connelly þá er sú ljósmynd tekin á Íslandi.

 

Noah - Russell Crowe

Russell Crowe

 

Noah - Anthony Hopkins

Anthony Hopkins

 

Noah - Emma Watson

Emma Watson

 

Noah - Jennifer Connelly

Jennifer Connelly

 

Noah - Logan Lerman

Logan Lerman

 

Noah - Ray Winstone

Ray Winstone

Heimild: The Playlist / -RTR
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑