Íslensk-danska stuttmyndin Hvalfjörður verður ein af sjö myndum sem taka þátt í GENERATOR +18 flokki stuttmynda á 43rd Giffoni Experience 2013 og mun þar keppa um Gryphon verðlaun. Verðlaunafhending fer fram eftir tæpan mánuð eða þann 28. júlí næstkomandi. Meirihluti fjárhagslegs stuðnings kom frá Danmörku en myndin var tekin upp á Íslandi og er með íslenskum leikurum og tökuliði. Hvalfjörður vann sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes í maí og var sýnd í Sydney Film Festival í júní. Stuttmyndirnar sem keppa um verðlaunin eru: Abc eftir Nanna Houlman (Svíþjóð) Be with me eftir Yeonchul Lee (Bandaríkin / S-Kórea) Beauty Mark eftir…
Author: Nörd Norðursins
Leikarinn góðkunni Christian Bale hefur staðfest að hann mun ekki smeygja sér í Batman búninginn aftur. Þó það væri í raun vitað fyrir löngu síðan þá var sá orðrómur aldrei staðfestur af leikaranum sjálfum. Í viðtali hjá Entertainment Weekly nú á dögunum staðfesti hann þó þetta. Hann sagði að nú væri tími til kominn að annar leikari tækist á við hlutverkið. Það er því nokkuð ljóst að Bale mun ekki leika Batman í Justice League. Þó er sú kvikmynd í startholunum og samkvæmt Bale hefur ekki einu sinni verið rætt við hann um að tækla hlutverkið í þeirri kvikmynd, sem…
Nú er tími sumarsmellanna frá Hollywood og við höfum þegar fengið fyrsta stóra smellinn með Superman myndinni Man of Steel. Það er því við hæfi að fara yfir bestu og verstu sumarsmellina í gegnum tíðina en hugmyndin á bakvið sumarsmellinn byrjaði með Jaws sem var frumsýnd sumarið 1975 en á áttunda áratugnum varð afturhvarf til mynda, framhaldsmynda og sería, sem voru í ætt við klassísku Hollywood. Boltinn fór að rúlla eftir Jaws og myndir eins og Star Wars voru frumsýndar að sumri til, yfirleitt fyrir 4. júlí (þjóðhátíðardag Bandaríkjanna). Geimverutryllirinn Independence Day var til að mynda frumsýnd sumarið 1996 tveimur…
Í hverjum mánuði er gefinn út heill haugur af nýjum og misspennandi tölvuleikjum. Frekar takmarkað magn af spennandi titlum líta dagsins ljós í júlí mánuði, en á móti koma enn fleiri flottir leikir í ágúst og september. Hér er brot af því besta sem er væntanlegt í júlí. Civilization V: Brave New World 12. júlí – PC Dynasty Warriors 8 19. júlí – PS4, Xbox 360 Rune Factory 4 19. júlí – Nintendo 3DS Shadowrun Returns 25. júlí – PC Pikmin 3 26. júlí – Wii U Við þetta má bæta að indí leikurinn…
Djamm? er íslenskt djamm app sem einfaldar eigendum Android og iPhone snjallsíma að skemmta sér á djamminu, en með appinu geta notendur séð staðsetningu vina, sent skilaboð og fleira. Appið hefur verið í vinnslu hjá GlensnelG software í nokkra mánuði og var fyrir stuttu opnað fyrir skráningu í beta prófun. Smelltu hér til að skrá þig í betuna! Skjáskot -BÞJ
Mánudaginn 1. júlí 2013 munu Spilavinir halda íslandsmeistaramót í borðspilinu Dominion. Sigurvegari mótsins mun öðlast þáttökurétt á heimsmeistaramóti Dominion sem verður haldið í Bandaríkjunum í ágúst. Til þess að taka þátt þurfa þátttakenndur að melda sig hér á Facebook eða senda Spilavinum tölvupóst á netfangið spilavinir@spilavinir.is. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér á Facebook: Fyrir þá sem ekki þekkja er Dominion skemmtilegt og krefjandi borðspil sem byggir á spilastokkum. Hver leikmaður byrjar með 10 spil en smátt og smátt kaupa leikmenn spil inn í stokkinn til að stækka og bæta sitt „konungsveldi“. Einn leikur af Dominion tekur bara um…
Warner kvikmyndasamsteypan er hrifin af Lego þessa dagana en Lego kvikmynd er væntanleg á næsta ári. Nú hafa þeir gefið það út að þeir hafi áhuga á að gera aðra Lego kvikmynd byggða á Ninjago persónunum frá Lego, sem eru mjög vinsælar fígúrur frá leikfangafyrirtækinu þekkta. Það eru fleiri skemmtilegar fréttir frá Hollywood en Sony stendur í samningaviðræðum þessa dagana. Þeir vilja gera kvikmynd byggða á teiknimyndaþáttunum um Captain Planet sem voru vinsælir á sínum tíma en þeir voru sýndir frá 1990 til 1995. Þættirnir áttu að vekja upp umhverfisvitund hjá yngri kynslóðinni og það er kannski full þörf núna…
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Snillingurinn Conan skoðar PS4, Xbox One og fleira á E3 „Stelpuleikir“ Djögglað um allt Ísland! Endum syrpuna á krúttlegri kisu… í skriðdreka… awwww
Samkvæmt vefsíðunni The Playlist birtust í dag nýjar ljósmyndir úr kvikmyndinni Noah sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestir vita þá var hluti myndarinnar tekinn hér á landi og ef eitthvað er að marka frétt The Playlist þá er okkar ástsæli leikari Jóhannes Haukur Jóhannesson í stærra hlutverki en búast mætti við því minnst er á hann í upptalningu þeirra leikara sem fara með stærstu hlutverkin í myndinni, en einnig er minnst á hinn íslenska leikara Arnar Dan í sömu upptalningu. Því má ætla að hlutverk Jóhannesar og Arnars sé meira en bara lítil aukahlutverk en það á…
Bíó Paradís mun sýna yfir 20 klassískar kvikmyndir í sumar. Það er úr Það er úr nógu að velja en á listanum má finna kvikmyndir á borð við Fargo, Spaceballs, Scream, The Silence of the Lambs, The Evil Dead og The Rocky Horror Picture Show. Þetta er kjörið tækifæri fyrir bíógesti til að endurupplifa klassísk verk á hvíta tjaldinu. SUMAR Í BÍÓ PARADÍS Fargo (1996) Spaceballs (1987) The Silence of the Lambs (1991) Bananas (1971) Scream (1996) Gentlemen Prefer Blondes (1953) Teen Wolf (1985) The Other (1972) Some like it Hot (1959) Bedazzled (1967) The Addams Family (1991) Singing in…