Bíó og TV

Birt þann 29. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Captain Planet og Lego Ninjago kvikmyndir í bígerð

Warner kvikmyndasamsteypan er hrifin af Lego þessa dagana en Lego kvikmynd er væntanleg á næsta ári. Nú hafa þeir gefið það út að þeir hafi áhuga á að gera aðra Lego kvikmynd byggða á Ninjago persónunum frá Lego, sem eru mjög vinsælar fígúrur frá leikfangafyrirtækinu þekkta.

Það eru fleiri skemmtilegar fréttir frá Hollywood en Sony stendur í samningaviðræðum þessa dagana. Þeir vilja gera kvikmynd byggða á teiknimyndaþáttunum um Captain Planet sem voru vinsælir á sínum tíma en þeir voru sýndir frá 1990 til 1995. Þættirnir áttu að vekja upp umhverfisvitund hjá yngri kynslóðinni og það er kannski full þörf núna á kvikmynd um þessa umhverfisofurhetju.

Vefsíðan Funnyordie.com hefur gert skemmtilega örþætti um Captain Planet og þar leikur Don Cheadle hetjuna góðu. Sjón er sögu ríkari.

Heimild: The Playlist / -RTR
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑