Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Þekktustu kvikmyndaleikstjórar í gegnum tíðina hafa átt það sameiginlegt að hafa byrjað á botninum og unnið sig upp. Sumir hafa gengið í gegnum strangt nám í kvikmyndaskólum á meðan aðrir byrjuðu að sópa gólf í kvikmyndaverum. Þeir sem leggja kvikmyndagerð fyrir sig byrja yfirleitt á því að gera stuttmyndir og færa sig svo yfir í kvikmyndir í fullri lengd eftir að hafa lært af mistökum sínum og þroskað hæfileikana í smærri verkefnum. Það er því alltaf áhugavert að sjá byrjendaverk kvikmyndagerðarfólks og því birtast hér nokkrar stuttmyndir sem eru eftir mjög þekkta kvikmyndaleikstjóra. The Big Shave (1967) eftir Martin…

Lesa meira

Fyrr á árinu fór Jósef Karl, einn af pennum Nörd Norðursins, á sína fimmtu hryllingsmyndahátíð, þar sem hann hitti leikara og aðstandendur ýmissa hryllingsmynda, í borginni Charlotte í Norður Karólínu-fylki í Bandaríkjunum. Þessar þrjár hljóðupptökur tók Jósef upp á Mad Monster Party 2013 hátíðinni og viljum við deila þeim hér með lesendum okkar. Fyrsta hljóðupptakan er með Bruce Campbell og er bráðskemmtileg og áhugaverð, önnur upptakan er með David Naughton og fleirum úr kvikmyndinni An American Werewolf in London og þriðja og síðasta hljóðupptakan er með Laurence R. Harvey og Ashlynn Yennie úr The Human Centipede II. Hver upptaka er á…

Lesa meira

Íslenski safnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, sunnudaginn 7. júlí 2013.  Söfn um allt land taka þátt í deginum og verður boðið upp á leiðsagnir, sýningar, viðburði og fleira. Ítarlega dagskrá má finna á www.safnmenn.is og myndir og upplýsingar er að finna hér á Facebook síðu safnadagsins. Ókeypis er inn á flest söfn að tilefni dagsins. Mynd: Árbæjarsafn á Facebook / -BÞJ

Lesa meira

Það er heldur betur spennandi og fjölbreytt úrval kvikmynda sem Bíó Paradís bíður áhorfendum upp á í sumar. Sérstök sumardagskrá hefur verið sett saman þar sem gamlar klassískar kvikmyndir, aðallega frá Hollywood, eru á boðstólnum. Virkilega gott framtak enda miklu skemmtilegra fyrir þá sem aðeins hafa séð margar af þessum myndum á VHS eða DVD að sjá myndirnar í kvikmyndahúsi. Gleðin hófst með sýningu á The Silence of the Lambs (1991) í leikstjórn Jonathan Demme. Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun á sínum tíma, meðal annars sem besta mynd en einnig hlaut Anthony Hopkins og Jodie Foster verðlaun fyrir besta leik í…

Lesa meira

Lone Ranger á fastan stað í menningarsögu Bandaríkjanna. „Hi-Yo Silver, away!“ sem Jim Carrey hermdi eftirminnilega eftir í Ace Ventura 2, varð þekktur frasi. Silfurkúlurnar urðu einnig þekkt minni og upphafsstef óperunnar William Tell eftir Gioachino Rossini varð leiðarstef Lone Ranger. Persónan kom fyrst fram árið 1933 og þá í útvarpsleikriti en það er ennþá á huldu hver skapaði persónuna upphaflega, þó svo að margir hafi verið nefndir. Líklega á þó rithöfundurinn Fran Striker heiðurinn en hann samdi handritið að útvarpsleikritunum og samdi einnig bækur um persónuna. Útvarpsleikritið varð vinsælt og í kjölfarið komu bækur, kvikmyndir, teiknimyndir og myndasögur. Lone…

Lesa meira

Mig langar til þess að byrja á því að segja að ég ætla ekki að gefa myndinni stjörnur. Það er eiginlega ekki sanngjarnt að fara að gagnrýna þessa mynd. Ef ég ætti að gagnrýna hana þá væri það eins og knattspyrnudómari sem væri beðinn um að dæma borðtennisleik, það er einfaldlega ekki hægt. Ég fel því lesendum að gefa myndinni stjörnur. Í gærkvöldi var sérstök sýning í Bíó Paradís á Hard Ticket to Hawaii (1987) í leikstjórn Andy Sidaris, sem einnig framleiðir, skrifar handritið og leikur í myndinni. Ég ætla að gefa mér það að Sidaris sé svona hinn týpíski…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Dansaði í takt við Final Fantasy! Skemmtilegt listaverk í London Svona í tilefni 4. júlí! Hvað ef William Shakespeare hefði skrifað Star Wars? Jepps! Þessi bókin er í raun og veru til og er fáanleg hér! Fleiri Föstudagssyrpur!

Lesa meira

Árið 1987 kom út kvikmynd Mel Brooks, Spaceballs. Eins og svo margar myndir þessa þekkta leikstjóra þá gerir hún góðlátlegt grín að frægum kvikmyndum. Í þetta skiptið er það Star Wars og aðrar geim-myndir eins og t.d. Star Trek, Alien og Planet of the Apes. Brooks er þekktur fyrir að gera skopstælingar og hefur meðal annars gert kvikmyndirnar Blazing Saddles og High Anxiety, sem eru að mínu mati hans bestu myndir, Silent Movie væri líka hægt að setja inn á þann lista, en mörgum finnst hún ansi erfið áhorfs. Ég geri ráð fyrir því að myndir Brooks séu eitthvað í…

Lesa meira

Í fyrra voru liðin 25 ár síðan gríngeimmyndin Spaceballs var frumsýnd. Það er því við hæfi að Bíó Paradís sýni kvikmyndina á stóra tjaldinu í sumar. En nánar um sérstakar sumarsýningar kvikmyndahússins má finna hér. Sá sem lék Dark Helmet eða grínútgáfuna af Svarthöfða í umræddri kvikmynd var Rick Moranis sem margir kannast við úr hinum og þessum grínmyndum, allavega þeir sem eru fæddir um miðjan níunda áratuginn ættu að kannast við kauða. Hann var gríðarlega vinsæll gamanleikari og lék meðal annars í Ghostbusters (1984), Little Shop of Horrors (1986) og í Honey I Shrunk the Kids (1989). Síðasta stóra…

Lesa meira

Þrívíddarmyndir hafa síðustu ár hrannast upp og flestar ofurhetjumyndir og stórar kvikmyndir frá Hollywood hafa brugðið á það ráð að notast við tæknina, stundum með misjöfnum árangri þó. Allt er gert til þess að gera bíóupplifunina sem eftirsóknarverðasta svo allir sitji ekki heima og hlaði myndunum niður ólöglega. Þó er rétt að benda á að margir geta ekki upplifað þrívídd þar sem ekki allir hafa sjón á báðum augum. Ég þekki manneskju, svo dæmi sé tekið, sem aldrei hefur getað séð þrívíddarkvikmynd. Margar kvikmyndir eru þó ekki teknar upp í þrívídd heldur er þrívíddinni bætt við í eftirvinnslunni. Það á…

Lesa meira